Meistararnir komu til baka gegn AC Milan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. október 2023 21:45 Jöfnunarmarkinu fagnað að hætti hússins. EPA-EFE/FILIPPO VENEZIA Ítalíumeistarar Napolí og AC Milan gerðu 2-2 jafntefli í lokaleik dagsins í Serie A. Gestirnir frá Mílanó komust 2-0 yfir en meistararnir lögðu aldrei árar í bát. Gamla brýnið Oliver Giroud minnti heldur betur á sig í fyrri hálfleik með tveimur mörkum. Fyrra skoraði hann með skalla af stuttu færi eftir fyrirgjöf Christian Pulisic. Það seinna skoraði hann einnig með skalla af stuttu færi eftir fyrirgjöf Davide Calabria. Staðan 0-2 í hálfleik og gestirnir í toppmálum. Napoli gerði þrefalda breytingu í hálfleik sem sneri leiknum. Matteo Politano minnkaði muninn eftir einleik á 50. mínútu. Það var svo á 63. mínútu sem Giacomo Raspadori jafnaði metin með frábæru marki úr aukaspyrnu. Natan í Napolí fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt þegar mínúta var til loka venjulegs leiktíma. Gestunum tókst ekki að nýta sér það og lauk leiknum með 2-2 jafntefli. AC Milan er í 3. sæti með 22 stig að loknum 10 umferðum en Napoli er í 4. sæti með 18 stig. Fótbolti Ítalski boltinn
Ítalíumeistarar Napolí og AC Milan gerðu 2-2 jafntefli í lokaleik dagsins í Serie A. Gestirnir frá Mílanó komust 2-0 yfir en meistararnir lögðu aldrei árar í bát. Gamla brýnið Oliver Giroud minnti heldur betur á sig í fyrri hálfleik með tveimur mörkum. Fyrra skoraði hann með skalla af stuttu færi eftir fyrirgjöf Christian Pulisic. Það seinna skoraði hann einnig með skalla af stuttu færi eftir fyrirgjöf Davide Calabria. Staðan 0-2 í hálfleik og gestirnir í toppmálum. Napoli gerði þrefalda breytingu í hálfleik sem sneri leiknum. Matteo Politano minnkaði muninn eftir einleik á 50. mínútu. Það var svo á 63. mínútu sem Giacomo Raspadori jafnaði metin með frábæru marki úr aukaspyrnu. Natan í Napolí fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt þegar mínúta var til loka venjulegs leiktíma. Gestunum tókst ekki að nýta sér það og lauk leiknum með 2-2 jafntefli. AC Milan er í 3. sæti með 22 stig að loknum 10 umferðum en Napoli er í 4. sæti með 18 stig.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti