Liðsmenn gengja mögulega skikkaðir til að hylja flúr með farða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. október 2023 08:42 Á myndinni sést Tom Epiha, leiðtogi Mongrel Mob í Auckland, skreyttur merkjum sem Þjóðarflokkurinn hyggst banna. Getty/ Amy Toensing Mark Mitchell, einn talsmanna Þjóðarflokksins á Nýja-Sjálandi, sagði í samtali við ríkismiðilinn RNZ í gær að ef boðað bann gegn gengjamerkjum skilaði ekki árangri kæmi til greina að skikka liðsmenn gengjanna til að hylja gengjaflúr með farða. Þjóðarflokkurinn fór með sigur í þingkosningum á dögunum og hyggst meðal annars leggja fram frumvarp um bann gegn gengjamerkjum sem saumuð eru á jakka og aðrar flíkur. „Ef gengin halda að þau geti komist framhjá banninu gegn merkjunum með því að láta flúra hakakross eða meiðandi tákn á andlit sín þá munum við grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir það,“ sagði Mitchell. Talið er að um 33 glæpagengi sé að finna á Nýja-Sjálandi með um 8.900 liðsmenn. Mongrel Mob er það stærsta, skipað maóríum, og ekki óalgengt að sjá liðsmenn þess úti á götu í borgum og bæjum. Margir þeirra hafa látið flúra merki gengisins, bolabít, á andlitið. Í viðtalinu vísaði Mitchell til banns gegn gengjaflúrum sem komið var á í Vestur-Ástralíu árið 2021. Bannið kveður meðal annars á um að öll flúr sem menn voru með áður en banninu var komið á verði að hylja með farða. Hugmyndin virðist öðrum þræði að smætta liðsmenn gengjanna en Mark Lauchs, prófessor við Queensland University of Technology og sérfræðingur í gengjum, hefur líkt banninu við fyrirætlanir um að láta fanga í Queensland klæðast bleiku. Lauchs segir þeim hugmyndum, sem voru aldrei teknar í gagnið, hafa verið ætlað að gera lítið úr föngunum frekar en að tryggja almannahagsmuni, sem sé þó tilgangur allrar löggjafar gegn glæpagengjum. Þá hefur einnig verið bent á að það gæti skapað lögreglu töluverðan vanda að framfylgja fyrirhuguðum reglum Þjóðarflokksins þar sem ættbálkaflúr séu algeng, ekki síst meðal maóría. Nýja-Sjáland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Þjóðarflokkurinn fór með sigur í þingkosningum á dögunum og hyggst meðal annars leggja fram frumvarp um bann gegn gengjamerkjum sem saumuð eru á jakka og aðrar flíkur. „Ef gengin halda að þau geti komist framhjá banninu gegn merkjunum með því að láta flúra hakakross eða meiðandi tákn á andlit sín þá munum við grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir það,“ sagði Mitchell. Talið er að um 33 glæpagengi sé að finna á Nýja-Sjálandi með um 8.900 liðsmenn. Mongrel Mob er það stærsta, skipað maóríum, og ekki óalgengt að sjá liðsmenn þess úti á götu í borgum og bæjum. Margir þeirra hafa látið flúra merki gengisins, bolabít, á andlitið. Í viðtalinu vísaði Mitchell til banns gegn gengjaflúrum sem komið var á í Vestur-Ástralíu árið 2021. Bannið kveður meðal annars á um að öll flúr sem menn voru með áður en banninu var komið á verði að hylja með farða. Hugmyndin virðist öðrum þræði að smætta liðsmenn gengjanna en Mark Lauchs, prófessor við Queensland University of Technology og sérfræðingur í gengjum, hefur líkt banninu við fyrirætlanir um að láta fanga í Queensland klæðast bleiku. Lauchs segir þeim hugmyndum, sem voru aldrei teknar í gagnið, hafa verið ætlað að gera lítið úr föngunum frekar en að tryggja almannahagsmuni, sem sé þó tilgangur allrar löggjafar gegn glæpagengjum. Þá hefur einnig verið bent á að það gæti skapað lögreglu töluverðan vanda að framfylgja fyrirhuguðum reglum Þjóðarflokksins þar sem ættbálkaflúr séu algeng, ekki síst meðal maóría.
Nýja-Sjáland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira