Liðsmenn gengja mögulega skikkaðir til að hylja flúr með farða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. október 2023 08:42 Á myndinni sést Tom Epiha, leiðtogi Mongrel Mob í Auckland, skreyttur merkjum sem Þjóðarflokkurinn hyggst banna. Getty/ Amy Toensing Mark Mitchell, einn talsmanna Þjóðarflokksins á Nýja-Sjálandi, sagði í samtali við ríkismiðilinn RNZ í gær að ef boðað bann gegn gengjamerkjum skilaði ekki árangri kæmi til greina að skikka liðsmenn gengjanna til að hylja gengjaflúr með farða. Þjóðarflokkurinn fór með sigur í þingkosningum á dögunum og hyggst meðal annars leggja fram frumvarp um bann gegn gengjamerkjum sem saumuð eru á jakka og aðrar flíkur. „Ef gengin halda að þau geti komist framhjá banninu gegn merkjunum með því að láta flúra hakakross eða meiðandi tákn á andlit sín þá munum við grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir það,“ sagði Mitchell. Talið er að um 33 glæpagengi sé að finna á Nýja-Sjálandi með um 8.900 liðsmenn. Mongrel Mob er það stærsta, skipað maóríum, og ekki óalgengt að sjá liðsmenn þess úti á götu í borgum og bæjum. Margir þeirra hafa látið flúra merki gengisins, bolabít, á andlitið. Í viðtalinu vísaði Mitchell til banns gegn gengjaflúrum sem komið var á í Vestur-Ástralíu árið 2021. Bannið kveður meðal annars á um að öll flúr sem menn voru með áður en banninu var komið á verði að hylja með farða. Hugmyndin virðist öðrum þræði að smætta liðsmenn gengjanna en Mark Lauchs, prófessor við Queensland University of Technology og sérfræðingur í gengjum, hefur líkt banninu við fyrirætlanir um að láta fanga í Queensland klæðast bleiku. Lauchs segir þeim hugmyndum, sem voru aldrei teknar í gagnið, hafa verið ætlað að gera lítið úr föngunum frekar en að tryggja almannahagsmuni, sem sé þó tilgangur allrar löggjafar gegn glæpagengjum. Þá hefur einnig verið bent á að það gæti skapað lögreglu töluverðan vanda að framfylgja fyrirhuguðum reglum Þjóðarflokksins þar sem ættbálkaflúr séu algeng, ekki síst meðal maóría. Nýja-Sjáland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Þjóðarflokkurinn fór með sigur í þingkosningum á dögunum og hyggst meðal annars leggja fram frumvarp um bann gegn gengjamerkjum sem saumuð eru á jakka og aðrar flíkur. „Ef gengin halda að þau geti komist framhjá banninu gegn merkjunum með því að láta flúra hakakross eða meiðandi tákn á andlit sín þá munum við grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir það,“ sagði Mitchell. Talið er að um 33 glæpagengi sé að finna á Nýja-Sjálandi með um 8.900 liðsmenn. Mongrel Mob er það stærsta, skipað maóríum, og ekki óalgengt að sjá liðsmenn þess úti á götu í borgum og bæjum. Margir þeirra hafa látið flúra merki gengisins, bolabít, á andlitið. Í viðtalinu vísaði Mitchell til banns gegn gengjaflúrum sem komið var á í Vestur-Ástralíu árið 2021. Bannið kveður meðal annars á um að öll flúr sem menn voru með áður en banninu var komið á verði að hylja með farða. Hugmyndin virðist öðrum þræði að smætta liðsmenn gengjanna en Mark Lauchs, prófessor við Queensland University of Technology og sérfræðingur í gengjum, hefur líkt banninu við fyrirætlanir um að láta fanga í Queensland klæðast bleiku. Lauchs segir þeim hugmyndum, sem voru aldrei teknar í gagnið, hafa verið ætlað að gera lítið úr föngunum frekar en að tryggja almannahagsmuni, sem sé þó tilgangur allrar löggjafar gegn glæpagengjum. Þá hefur einnig verið bent á að það gæti skapað lögreglu töluverðan vanda að framfylgja fyrirhuguðum reglum Þjóðarflokksins þar sem ættbálkaflúr séu algeng, ekki síst meðal maóría.
Nýja-Sjáland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira