Flugfreyjur segja Birgi vita vel að fullyrðingar hans hafi verið rangar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. október 2023 14:51 Birgir sagði í Silfrinu að FFÍ hefði aðeins einn viðsemjanda, Icelandair, sem flugfreyjur segja Birgi vita vel að sé rangt. Vísir/Vilhelm Stjórn Flugfreyjufélags Íslands segir fullyrðingar Birgis Jónssonar, forstjóra Play, í Silfrinu á RÚV síðastliðinn mánudag um að félagið væri undir hatti Icelandair og semdi aðeins við það rangar. Birgir eigi að sögn félagsins að vita að þessar fullyrðingar hafi verið rangar. Birgir var einn gesta í Silfrinu á RÚV síðastliðinn mánudag, 23. október, þar sem kvennaverkfallið var til umræðu. Birgir sagði meðal annars kynbundið ofbeldi landlægt í fluginu. Fyrirtæki þurfi að geta og þora að bregðast við. Hann ræddi einnig Flugfreyjufélag Íslands. „FFÍ, sem er félagið sem okkar starfsfólk átti að vera í samkvæmt ASÍ á sínum tíma, hefur einn viðsemjanda og það er Icelandair,“ sagði Birgir og spurði svo hvort stéttarfélag flugfreyja- og þjóna hjá Play væri eitthvað gulara en FFÍ. Flugfreyjur- og þjónar hjá Play eru í Íslenska flugstéttarfélaginu, ÍFF. Stjórn félagsins segist í yfirlýsingu finna sig knúna til að leiðrétta fullyrðingar Birgis. „Birgir Jónsson forstjóri Play gaf í skyn að FFÍ væri gult stéttarfélag undir hatti Icelandair og staðhæfði að Icelandair væri eini viðsemjandi stéttarfélagsins,“ segir í yfirlýsingunni. Bendir stjórnin á að Flugfreyjufélag Íslands sé sjötíu ára gamalt stéttarfélag og eina stéttarfélag flugfreyja- og þjóna á Íslandi. Félagið hafi staðið að samningagerð fyrir hönd félagsmanna sinna sem hafi starfað hjá ýmsum íslenskum flugfélögum, þar á meðal Flugleiðum, Loftleiðum, Icelandair, Flugfélagi Íslands, Arnarflugi, Íslandsflugi, Iceland Express, Wow og Niceair. „Play er eitt fárra flugfélaga sem hefur ekki liðkað fyrir veru sinna flugfreyja og -þjóna innan banda FFÍ heldur farið þá leið að semja sjálft við sína starfsmenn undir formerkjum Íslenska flugstéttarfélagsins (ÍFF) og situr þar með beggja vegna borðsins,“ segir í yfirlýsingunni. Fram kemur á forsíðu heimasíðu FFÍ að nú hafi félagið aðeins Icelandair og Flugfélag Íslands sem viðsemjendur. Flugfélag Íslands, síðar Air Iceland Connect, sameinaðist Icelandair árið 2021. Segir þá að Play fylgi þar með ekki leikreglum sem almennt viðhafist á vinnumarkaði hér á landi. „Þetta veit Birgir Jónsson mætavel og því furðar stjórn FFÍ sig á þeim fullyrðingum sem komu frá honum í Silfrinu. Stjórn FFÍ fagnar því að Birgir hafi í þættinum lýst yfir rétti kvennastétta til mannsæmandi launa og hvetur því Birgi eindregið til að endurskoða sína afstöðu og liðka fyrir innkomu sinna flugfreyja og -þjóna í FFÍ og hefja undirbúning að kjarasamningsviðræðum þar sem hag þeirra er best borgið.“ Fréttir af flugi Play Kjaramál Tengdar fréttir „Hryllingssagnabeiðni“ ASÍ var hvatning um að skipta um stéttarfélag Í tölvupósti sem Alþýðusamband Íslands (ASÍ) sendi á flugliða sem starfa hjá flugfélaginu Play voru þeir hvattir til að ganga í Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) og þeim heitið trúnaði sem vildu hafa samband við sambandið. „Það er alltaf velkomið að hafa samband við okkur persónulega, í síma eða tölvupósti,“ stóð í lok póstsins. Birgir Jónsson, forstjóri Play, hélt því fram í Silfrinu í dag að ASÍ hafi af fyrra bragði sent starfsmönnum hans tölvupósta þar sem væri óskað eftir „hryllingssögum“. 24. október 2021 14:39 Kjarasamningarnir sögð ein af forsendum framtíðarmöguleika Play Þeir kjarasamningar sem stjórnendur Play hafa gert við flugmenn og áhöfn eru ein af grunnstoðum rekstraráætlunar félagsins og framtíðarmöguleika. 22. júní 2021 13:29 Formaður ÍFF vill hvorki gefa upp nöfn stjórnarmanna né viðsemjenda Play Litlar upplýsingar er að finna um Íslenska flugstéttafélagið á netinu og þá fæst ekki gefið upp hverjir sitja í stjórn né hverjir komu að samningaborðinu þegar gerður var kjarasamningur við flugfélagið Play. 25. maí 2021 10:12 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Birgir var einn gesta í Silfrinu á RÚV síðastliðinn mánudag, 23. október, þar sem kvennaverkfallið var til umræðu. Birgir sagði meðal annars kynbundið ofbeldi landlægt í fluginu. Fyrirtæki þurfi að geta og þora að bregðast við. Hann ræddi einnig Flugfreyjufélag Íslands. „FFÍ, sem er félagið sem okkar starfsfólk átti að vera í samkvæmt ASÍ á sínum tíma, hefur einn viðsemjanda og það er Icelandair,“ sagði Birgir og spurði svo hvort stéttarfélag flugfreyja- og þjóna hjá Play væri eitthvað gulara en FFÍ. Flugfreyjur- og þjónar hjá Play eru í Íslenska flugstéttarfélaginu, ÍFF. Stjórn félagsins segist í yfirlýsingu finna sig knúna til að leiðrétta fullyrðingar Birgis. „Birgir Jónsson forstjóri Play gaf í skyn að FFÍ væri gult stéttarfélag undir hatti Icelandair og staðhæfði að Icelandair væri eini viðsemjandi stéttarfélagsins,“ segir í yfirlýsingunni. Bendir stjórnin á að Flugfreyjufélag Íslands sé sjötíu ára gamalt stéttarfélag og eina stéttarfélag flugfreyja- og þjóna á Íslandi. Félagið hafi staðið að samningagerð fyrir hönd félagsmanna sinna sem hafi starfað hjá ýmsum íslenskum flugfélögum, þar á meðal Flugleiðum, Loftleiðum, Icelandair, Flugfélagi Íslands, Arnarflugi, Íslandsflugi, Iceland Express, Wow og Niceair. „Play er eitt fárra flugfélaga sem hefur ekki liðkað fyrir veru sinna flugfreyja og -þjóna innan banda FFÍ heldur farið þá leið að semja sjálft við sína starfsmenn undir formerkjum Íslenska flugstéttarfélagsins (ÍFF) og situr þar með beggja vegna borðsins,“ segir í yfirlýsingunni. Fram kemur á forsíðu heimasíðu FFÍ að nú hafi félagið aðeins Icelandair og Flugfélag Íslands sem viðsemjendur. Flugfélag Íslands, síðar Air Iceland Connect, sameinaðist Icelandair árið 2021. Segir þá að Play fylgi þar með ekki leikreglum sem almennt viðhafist á vinnumarkaði hér á landi. „Þetta veit Birgir Jónsson mætavel og því furðar stjórn FFÍ sig á þeim fullyrðingum sem komu frá honum í Silfrinu. Stjórn FFÍ fagnar því að Birgir hafi í þættinum lýst yfir rétti kvennastétta til mannsæmandi launa og hvetur því Birgi eindregið til að endurskoða sína afstöðu og liðka fyrir innkomu sinna flugfreyja og -þjóna í FFÍ og hefja undirbúning að kjarasamningsviðræðum þar sem hag þeirra er best borgið.“
Fréttir af flugi Play Kjaramál Tengdar fréttir „Hryllingssagnabeiðni“ ASÍ var hvatning um að skipta um stéttarfélag Í tölvupósti sem Alþýðusamband Íslands (ASÍ) sendi á flugliða sem starfa hjá flugfélaginu Play voru þeir hvattir til að ganga í Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) og þeim heitið trúnaði sem vildu hafa samband við sambandið. „Það er alltaf velkomið að hafa samband við okkur persónulega, í síma eða tölvupósti,“ stóð í lok póstsins. Birgir Jónsson, forstjóri Play, hélt því fram í Silfrinu í dag að ASÍ hafi af fyrra bragði sent starfsmönnum hans tölvupósta þar sem væri óskað eftir „hryllingssögum“. 24. október 2021 14:39 Kjarasamningarnir sögð ein af forsendum framtíðarmöguleika Play Þeir kjarasamningar sem stjórnendur Play hafa gert við flugmenn og áhöfn eru ein af grunnstoðum rekstraráætlunar félagsins og framtíðarmöguleika. 22. júní 2021 13:29 Formaður ÍFF vill hvorki gefa upp nöfn stjórnarmanna né viðsemjenda Play Litlar upplýsingar er að finna um Íslenska flugstéttafélagið á netinu og þá fæst ekki gefið upp hverjir sitja í stjórn né hverjir komu að samningaborðinu þegar gerður var kjarasamningur við flugfélagið Play. 25. maí 2021 10:12 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
„Hryllingssagnabeiðni“ ASÍ var hvatning um að skipta um stéttarfélag Í tölvupósti sem Alþýðusamband Íslands (ASÍ) sendi á flugliða sem starfa hjá flugfélaginu Play voru þeir hvattir til að ganga í Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) og þeim heitið trúnaði sem vildu hafa samband við sambandið. „Það er alltaf velkomið að hafa samband við okkur persónulega, í síma eða tölvupósti,“ stóð í lok póstsins. Birgir Jónsson, forstjóri Play, hélt því fram í Silfrinu í dag að ASÍ hafi af fyrra bragði sent starfsmönnum hans tölvupósta þar sem væri óskað eftir „hryllingssögum“. 24. október 2021 14:39
Kjarasamningarnir sögð ein af forsendum framtíðarmöguleika Play Þeir kjarasamningar sem stjórnendur Play hafa gert við flugmenn og áhöfn eru ein af grunnstoðum rekstraráætlunar félagsins og framtíðarmöguleika. 22. júní 2021 13:29
Formaður ÍFF vill hvorki gefa upp nöfn stjórnarmanna né viðsemjenda Play Litlar upplýsingar er að finna um Íslenska flugstéttafélagið á netinu og þá fæst ekki gefið upp hverjir sitja í stjórn né hverjir komu að samningaborðinu þegar gerður var kjarasamningur við flugfélagið Play. 25. maí 2021 10:12