Átta ára búin að safna fyrir fjölskylduferð til Parísar með kleinusölu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 26. október 2023 22:00 Það tekur Önnu Alexíu um klukkustund að baka rúmlega hundrað kleinur með ömmu sinni. Vísir/Steingrímur Dúi Átta ára gömul Kópavogsmær hefur síðustu mánuði mætt samviskusamlega í hverri viku til ömmu sinnar og bakað kíló af kleinum. Kleinurnar hefur hún svo selt, en fyrir ágóðann hyggst hún bjóða fjölskyldu sinni til Parísar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 hittum við Önnu Alexíu Guðmundsdóttir, sem kenndi fréttamanni að baka kleinur. Kennslan vafðist ekki fyrir Önnu enda er hún sjálf orðin algjör snillingur í kleinubakstri. Fyrir nokkrum mánuðum stakk Anna upp á því við móður sína að fjölskyldan leggði land undir fót og heimsækti Disneyland í París. En slík ferð er kostnaðarsöm og veltu mæðgurnar fyrir sér góðri leið til að safna. Þá fékk Anna þá hugmynd að baka kleinur og selja. Síðan þá hefur hún mætt til ömmu sinnar, Sigurjónu Björgvinsdóttur, í hverri einustu viku og þær baka saman kíló af kleinum. „Stundum vil ég það ekki, því eftir skóla og tónlistarskóla er ég pínu þreytt og nenni því ekki. En eftir á er ég alltaf bara glöð að ég gerði kleinur,“ segir Anna Alexía. Anna Alexía viðurkennir að hún sé ekki alltaf í stuði fyrir kleinubakstur en er alltaf glöð eftir á. Amma hennar segir þetta miklar gæðastundir.Vísir/Steingrímur Dúi Vinir og vandamenn hafa keypt kleinur af Önnu en hún hefur einnig gengið í hús í Kópavogi, þar sem hún býr, og selt með góðum árangri. Raunar er það svo að mun færri fá en vilja. Staðan núna er þannig að Önnu hefur tekist að safna fyrir flugmiða fyrir sig til Parísar og gott betur en það, en hún er komin langleiðina upp í miða fyrir alla fjóra meðlimi fjölskyldunnar. En DisneyWorld er ekki það eina sem heillar Önnu við París. Mig langar líka pínu að sjá Effeilturninn og prófa svona croissant. Leynihráefni og gæðastundir Leynihráefnið í kleinuuppskrift Sigurjónu er súrmjólk, en auk þess segir hún mikilvægt að fylgja uppskriftinni nákvæmlega og ekki slumpa. „Svo er annað sem þarf að passa sig á, það er að hafa deigið ekki of þykkt og ekki of þunnt. Eins og maður segir á vondri íslensku, það er svona touch eða tilfinning,“ segir Sigurjóna. Hún segir vikulegu baksturstímana þeirra Önnu miklar gæðastundir. „Þetta er gert með gleði. Ég er viss um að þetta er hollt fyrir hvern barn, að reyna sig í einhverju svona.“ Börn og uppeldi Ferðalög Krakkar Ástin og lífið Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 hittum við Önnu Alexíu Guðmundsdóttir, sem kenndi fréttamanni að baka kleinur. Kennslan vafðist ekki fyrir Önnu enda er hún sjálf orðin algjör snillingur í kleinubakstri. Fyrir nokkrum mánuðum stakk Anna upp á því við móður sína að fjölskyldan leggði land undir fót og heimsækti Disneyland í París. En slík ferð er kostnaðarsöm og veltu mæðgurnar fyrir sér góðri leið til að safna. Þá fékk Anna þá hugmynd að baka kleinur og selja. Síðan þá hefur hún mætt til ömmu sinnar, Sigurjónu Björgvinsdóttur, í hverri einustu viku og þær baka saman kíló af kleinum. „Stundum vil ég það ekki, því eftir skóla og tónlistarskóla er ég pínu þreytt og nenni því ekki. En eftir á er ég alltaf bara glöð að ég gerði kleinur,“ segir Anna Alexía. Anna Alexía viðurkennir að hún sé ekki alltaf í stuði fyrir kleinubakstur en er alltaf glöð eftir á. Amma hennar segir þetta miklar gæðastundir.Vísir/Steingrímur Dúi Vinir og vandamenn hafa keypt kleinur af Önnu en hún hefur einnig gengið í hús í Kópavogi, þar sem hún býr, og selt með góðum árangri. Raunar er það svo að mun færri fá en vilja. Staðan núna er þannig að Önnu hefur tekist að safna fyrir flugmiða fyrir sig til Parísar og gott betur en það, en hún er komin langleiðina upp í miða fyrir alla fjóra meðlimi fjölskyldunnar. En DisneyWorld er ekki það eina sem heillar Önnu við París. Mig langar líka pínu að sjá Effeilturninn og prófa svona croissant. Leynihráefni og gæðastundir Leynihráefnið í kleinuuppskrift Sigurjónu er súrmjólk, en auk þess segir hún mikilvægt að fylgja uppskriftinni nákvæmlega og ekki slumpa. „Svo er annað sem þarf að passa sig á, það er að hafa deigið ekki of þykkt og ekki of þunnt. Eins og maður segir á vondri íslensku, það er svona touch eða tilfinning,“ segir Sigurjóna. Hún segir vikulegu baksturstímana þeirra Önnu miklar gæðastundir. „Þetta er gert með gleði. Ég er viss um að þetta er hollt fyrir hvern barn, að reyna sig í einhverju svona.“
Börn og uppeldi Ferðalög Krakkar Ástin og lífið Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira