Alvarlegar aukaverkanir íslensku krónunnar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 26. október 2023 10:30 Fjárfesting stjórnvalda í heilbrigðisþjónustu á Íslandi er minni en á öðrum Norðurlöndum. Og fátt einkennir heilbrigðis- og öldrunarþjónustu á Íslandi meira en biðlistar þrátt fyrir að hér á landi sé starfandi frábært heilbrigðisstarfsfólk. Fjárfesting í heilbrigðisþjónustu er lítil á sama tíma og skattheimta er óvíða hærri en á Íslandi. Hvað er það sem veldur eiginlega að háir skattar skila ekki sterkari heilbrigðiskerfi? Staðreyndin er sú að íslenska ríkið er í sömu stöðu og heimilin á Íslandi. Ríkissjóður er að sprengja sig á vaxtakostnaði. Og það sorglega er að þetta er staðan þrátt fyrir að skuldirnar séu ekki sérstaklega miklar. Það eru ekki skuldirnar heldur vextirnir sem fara með bókhaldið á hliðina. Kunnugleg mynd, ekki satt? Vextir íslenska ríkisins kosta 111 milljarða á næsta ári skv. skv. fjárlagafrumvarpi. Vaxtakostnaður er fjórði stærsti útgjaldaliður ríkisins. Og auðvitað hefur þessi ævintýralegi kostnaður áhrif á burði okkar til að fjárfesta í heilbrigðisþjónustu og innviðum. Þess vegna gengur ekki upp í umræðu um fjárlög og stöðu ríkisins að vilja ekki ræða kostnað ríkisins af skuldum. Árið 2021 námu skatttekjur hins opinbera að meðtöldu framlagi í lífeyrissjóði næstum 45% af landsframleiðslu samkvæmt OECD. 45%. Aðeins Danmörk var hærri en Ísland. Ísland er að nálgast heimsmeistaratitil að þessu leyti. Það er ótrúlega lítil umræða um hversu háir skattar eru á Íslandi og hvernig það má vera að þessir háu skattar skila ekki meiri fjárfestingu í heilbrigðisþjónustu og innviðum fyrir fólkið í landinu. En þetta eru alvarlegar aukaverkanir þess að vera með íslenska krónu. Örmynt sem gjaldmiðil. Íslenska örmyntin framkallar sér íslenska sprengivexti. Aukaverkanirnar birtast núna harkalega hjá heimilunum, ýmsum atvinnugreinum eins og hjá bændum en líka hjá ríkinu. Þetta er staðan sem þarf að ræða. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Alþingi Íslenska krónan Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Fjárfesting stjórnvalda í heilbrigðisþjónustu á Íslandi er minni en á öðrum Norðurlöndum. Og fátt einkennir heilbrigðis- og öldrunarþjónustu á Íslandi meira en biðlistar þrátt fyrir að hér á landi sé starfandi frábært heilbrigðisstarfsfólk. Fjárfesting í heilbrigðisþjónustu er lítil á sama tíma og skattheimta er óvíða hærri en á Íslandi. Hvað er það sem veldur eiginlega að háir skattar skila ekki sterkari heilbrigðiskerfi? Staðreyndin er sú að íslenska ríkið er í sömu stöðu og heimilin á Íslandi. Ríkissjóður er að sprengja sig á vaxtakostnaði. Og það sorglega er að þetta er staðan þrátt fyrir að skuldirnar séu ekki sérstaklega miklar. Það eru ekki skuldirnar heldur vextirnir sem fara með bókhaldið á hliðina. Kunnugleg mynd, ekki satt? Vextir íslenska ríkisins kosta 111 milljarða á næsta ári skv. skv. fjárlagafrumvarpi. Vaxtakostnaður er fjórði stærsti útgjaldaliður ríkisins. Og auðvitað hefur þessi ævintýralegi kostnaður áhrif á burði okkar til að fjárfesta í heilbrigðisþjónustu og innviðum. Þess vegna gengur ekki upp í umræðu um fjárlög og stöðu ríkisins að vilja ekki ræða kostnað ríkisins af skuldum. Árið 2021 námu skatttekjur hins opinbera að meðtöldu framlagi í lífeyrissjóði næstum 45% af landsframleiðslu samkvæmt OECD. 45%. Aðeins Danmörk var hærri en Ísland. Ísland er að nálgast heimsmeistaratitil að þessu leyti. Það er ótrúlega lítil umræða um hversu háir skattar eru á Íslandi og hvernig það má vera að þessir háu skattar skila ekki meiri fjárfestingu í heilbrigðisþjónustu og innviðum fyrir fólkið í landinu. En þetta eru alvarlegar aukaverkanir þess að vera með íslenska krónu. Örmynt sem gjaldmiðil. Íslenska örmyntin framkallar sér íslenska sprengivexti. Aukaverkanirnar birtast núna harkalega hjá heimilunum, ýmsum atvinnugreinum eins og hjá bændum en líka hjá ríkinu. Þetta er staðan sem þarf að ræða. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar