Fuglaáhugamaður sakaður um alþjóðlegar njósnir og kallaður í skýrslutöku Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. október 2023 20:31 Hlynur Steinsson er fuglaáhugamaður en ekki alþjóðlegur njósnari. arnar halldórsson Líffræðingur var kallaður í skýrslutöku hjá lögreglu, sakaður um njósnir við finnska sendiráðið vegna rannsóknar hans á mállýsku skógarþrasta. Mállýska fuglanna er nokkuð mismunandi eftir svæðum og jafnvel hverfum. Í myndbandsfréttinni má sjá Hlyn Steinsson, líffræðing leggja við hlustir í Öskjuhlíðinni en hann hefur undanfarin fjögur ár rannsakað mállýsku í söng skógarþrasta á höfuðborgarsvæðinu og músarindla um allt land. Búnaðinn, sem helst minnir á leikmuni í bíómynd, notar hann til að taka upp fuglasöng sem hann síðan greinir eftir á en Hlynur segir mállýskur fuglanna svæðisbundna. Er mikill munur eftir svæðum? „Já það er furðulega mikill munur á söngnum, sérstaklega á skógarþröstum innanbæjar. Það er mjög mikill munur á milli hverfa, þeir syngja mismunandi söng í Laugardalnum miðað við Vesturbæ og á Arnarnesi, mikill breytileiki í söngnum.“ Við sjáum hljóðdæmi í myndbandsfréttinni. Syngja ekki eins í Fossvogi og Laugardal Hlynur segir línuna nokkuð skýra milli hverfa þegar kemur að söngnum, nokkurs konar landamæri. „Söng skógarþrasta má skipta upp í tvö erindi eða hluta. Fyrst kemur svona stutt upphafsstef með mjög skýrum nótum, og síðan kemur eitthvað algjört bull, miklar og hraðar fléttur, en í þessu upphafsstefi er mjög skýr og breytilegur, svæðisbundinn munur í fyrstu nótunum í söngnum. Þannig maður heyrir þetta mjög vel.“ Hlynur hefur fundið um tuttugu og fimm til þrjátíu mállýskur skógarþrasta á höfuðborgarsvæðinu en segir að á landsvísu séu þær nær þúsund. Búnaður Hlyns er nokkuð merkilegur. Hér skoðar hann ýmsar stillingar.arnar halldórsson Sakaður um njósnir Í fyrra var hann staddur fyrir utan finnska sendiráðið, þar sem hann greindi mállýsku skógarþrastar í tré þar nálægt, þegar hann sér karlmann fyrir utan sendiráðið taka ljósmynd af sér. „Og síðan tveimur eða þremur dögum seinna fæ ég símtal frá rannsóknarlögreglu ríkisins og þau vildu fá að sjá njósnabúnaðinn minn sem voru þessar fínu græjur.“ Boðið í kaffi í sendiráðinu Lögreglan ræddi við hann en sleppti honum að skýrslutöku lokinni og bent á að framkvæma rannsóknina ekki í grennd við sendiráð. Hlyni brá eðlilega þegar hann fékk símtal frá lögreglu og sérstaklega vegna þess að hún vissi hver hann var út frá einni ljósmynd. „Við greiddum úr þessum misskilningi, að ég væri ekki alþjóðlegur njósnari heldur bara áhugamaður um fuglasöng. Ég sendi síðan bréf á finnska sendiráðið og baðst afsökunar og þau tóku bara vel í þetta, fannst þetta fyndið og buðu mér í kaffi.“ Þannig það má segja að mállýska fugla fyrir utan sendiráð sé ókunn? „Já, lokað ríkisleyndarmál.“ Fuglar Sendiráð á Íslandi Reykjavík Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Í myndbandsfréttinni má sjá Hlyn Steinsson, líffræðing leggja við hlustir í Öskjuhlíðinni en hann hefur undanfarin fjögur ár rannsakað mállýsku í söng skógarþrasta á höfuðborgarsvæðinu og músarindla um allt land. Búnaðinn, sem helst minnir á leikmuni í bíómynd, notar hann til að taka upp fuglasöng sem hann síðan greinir eftir á en Hlynur segir mállýskur fuglanna svæðisbundna. Er mikill munur eftir svæðum? „Já það er furðulega mikill munur á söngnum, sérstaklega á skógarþröstum innanbæjar. Það er mjög mikill munur á milli hverfa, þeir syngja mismunandi söng í Laugardalnum miðað við Vesturbæ og á Arnarnesi, mikill breytileiki í söngnum.“ Við sjáum hljóðdæmi í myndbandsfréttinni. Syngja ekki eins í Fossvogi og Laugardal Hlynur segir línuna nokkuð skýra milli hverfa þegar kemur að söngnum, nokkurs konar landamæri. „Söng skógarþrasta má skipta upp í tvö erindi eða hluta. Fyrst kemur svona stutt upphafsstef með mjög skýrum nótum, og síðan kemur eitthvað algjört bull, miklar og hraðar fléttur, en í þessu upphafsstefi er mjög skýr og breytilegur, svæðisbundinn munur í fyrstu nótunum í söngnum. Þannig maður heyrir þetta mjög vel.“ Hlynur hefur fundið um tuttugu og fimm til þrjátíu mállýskur skógarþrasta á höfuðborgarsvæðinu en segir að á landsvísu séu þær nær þúsund. Búnaður Hlyns er nokkuð merkilegur. Hér skoðar hann ýmsar stillingar.arnar halldórsson Sakaður um njósnir Í fyrra var hann staddur fyrir utan finnska sendiráðið, þar sem hann greindi mállýsku skógarþrastar í tré þar nálægt, þegar hann sér karlmann fyrir utan sendiráðið taka ljósmynd af sér. „Og síðan tveimur eða þremur dögum seinna fæ ég símtal frá rannsóknarlögreglu ríkisins og þau vildu fá að sjá njósnabúnaðinn minn sem voru þessar fínu græjur.“ Boðið í kaffi í sendiráðinu Lögreglan ræddi við hann en sleppti honum að skýrslutöku lokinni og bent á að framkvæma rannsóknina ekki í grennd við sendiráð. Hlyni brá eðlilega þegar hann fékk símtal frá lögreglu og sérstaklega vegna þess að hún vissi hver hann var út frá einni ljósmynd. „Við greiddum úr þessum misskilningi, að ég væri ekki alþjóðlegur njósnari heldur bara áhugamaður um fuglasöng. Ég sendi síðan bréf á finnska sendiráðið og baðst afsökunar og þau tóku bara vel í þetta, fannst þetta fyndið og buðu mér í kaffi.“ Þannig það má segja að mállýska fugla fyrir utan sendiráð sé ókunn? „Já, lokað ríkisleyndarmál.“
Fuglar Sendiráð á Íslandi Reykjavík Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira