Stórmeistarar verði ekki lengur opinberir starfsmenn Árni Sæberg skrifar 25. október 2023 14:55 Helgi Áss Grétarsson, í forgrunni, og Hannes Hlífar Stefánsson eru báðir stórmeistarar í skák. Vísir/Vilhelm Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur kynnt áform um ný heildarlög um skák. Helsta breytingin sem er áformuð er að stórmeistarar í skák verði ekki lengur opinberir starfsmenn og að þeir fái ekki greitt fyrir það eitt að vera stórmeistarar. Í Samráðsgátt stjórnvalda segir um fyrirhugaða lagabreytingu að í nýjum lagabálki verði fjallað um skák, laun og styrki til afreksfólks í skák og Skákskóla Íslands, en horft verði til þess að reglur verði einfaldaðar frá því sem nú er. Samhliða sé áformað að fella brott lög um launasjóð stórmeistara í skák og lög um Skákskóla Íslands, sem bæði tóku gildi árið 1991. Íslenskt samfélag hafi breyst mikið frá því að lögin voru sett og það fyrirkomulag sem þau mæla fyrir um samræmist illa nútímastjórnsýsluumhverfi. Helstu breytingar sem lagðar eru til séu nýtt fyrirkomulag um laun eða styrki til stórmeistara í skák, sem verði þá ekki lengur opinberir starfsmenn, þar sem horft verði í meira mæli til einstakra verkefna og framgangs þeirra. Þá verði horft til þess möguleika að styrkja unga og upprennandi skákmenn, sem stefna að alþjóðlegum árangri, en hingað til hafi eingöngu þeir sem hlotið hafa nafnbótina stórmeistari fengið greiðslur úr ríkissjóði. Markmið frumvarpsins sé að taka á álitamálum sem lengi hafi verið til umræðu. Frumvarpið eigi að hvetja afreksfólk í skák enn meira en nú er til að tefla sem mest til þess að ná hámarksárangri. Stefnt sé að því að ný löggjöf gefi aukna möguleika á því að styðja ungt og efnilegt fólk til afreka í skák. Þá sé stefnt að því markmiði að einfalda og nútímavæða lagaumhverfi um skák. Skáksambandinu líst vel á áformin „Okkur líst ekkert illa á þetta við fyrstu sýn. Eins og þetta er lagt upp þá á þetta ekki að minnka framlög til skákmanna eða skákhreyfingarinnar. Þetta þýði það að menn fá ekki sjálfkrafa laun fyrir að vera stórmeistarar heldur verði þetta meira matskennt,“ segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands í samtali við Vísi. Í samráðsgáttinni segir að samráð hafi þegar verið haft við Skáksambandið og óskað hafi verið eftir tillögu að nýju fyrirkomulagi styrkveitinga ríkisins til skákhreyfingarinnar. Gunnar segir að stórmeisturum sé frjálst að gera athugasemdir við frumvarpið og að þeir muni vafalítið gera það. „Við lítum alls ekki svo á að það sé nein aðför að skákmönnum í þessu, heldur frekar að það eigi að umbuna þeim sem leggja sig fram og skara fram úr.“ Skák Skáksambandsmálið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Sjá meira
Í Samráðsgátt stjórnvalda segir um fyrirhugaða lagabreytingu að í nýjum lagabálki verði fjallað um skák, laun og styrki til afreksfólks í skák og Skákskóla Íslands, en horft verði til þess að reglur verði einfaldaðar frá því sem nú er. Samhliða sé áformað að fella brott lög um launasjóð stórmeistara í skák og lög um Skákskóla Íslands, sem bæði tóku gildi árið 1991. Íslenskt samfélag hafi breyst mikið frá því að lögin voru sett og það fyrirkomulag sem þau mæla fyrir um samræmist illa nútímastjórnsýsluumhverfi. Helstu breytingar sem lagðar eru til séu nýtt fyrirkomulag um laun eða styrki til stórmeistara í skák, sem verði þá ekki lengur opinberir starfsmenn, þar sem horft verði í meira mæli til einstakra verkefna og framgangs þeirra. Þá verði horft til þess möguleika að styrkja unga og upprennandi skákmenn, sem stefna að alþjóðlegum árangri, en hingað til hafi eingöngu þeir sem hlotið hafa nafnbótina stórmeistari fengið greiðslur úr ríkissjóði. Markmið frumvarpsins sé að taka á álitamálum sem lengi hafi verið til umræðu. Frumvarpið eigi að hvetja afreksfólk í skák enn meira en nú er til að tefla sem mest til þess að ná hámarksárangri. Stefnt sé að því að ný löggjöf gefi aukna möguleika á því að styðja ungt og efnilegt fólk til afreka í skák. Þá sé stefnt að því markmiði að einfalda og nútímavæða lagaumhverfi um skák. Skáksambandinu líst vel á áformin „Okkur líst ekkert illa á þetta við fyrstu sýn. Eins og þetta er lagt upp þá á þetta ekki að minnka framlög til skákmanna eða skákhreyfingarinnar. Þetta þýði það að menn fá ekki sjálfkrafa laun fyrir að vera stórmeistarar heldur verði þetta meira matskennt,“ segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands í samtali við Vísi. Í samráðsgáttinni segir að samráð hafi þegar verið haft við Skáksambandið og óskað hafi verið eftir tillögu að nýju fyrirkomulagi styrkveitinga ríkisins til skákhreyfingarinnar. Gunnar segir að stórmeisturum sé frjálst að gera athugasemdir við frumvarpið og að þeir muni vafalítið gera það. „Við lítum alls ekki svo á að það sé nein aðför að skákmönnum í þessu, heldur frekar að það eigi að umbuna þeim sem leggja sig fram og skara fram úr.“
Skák Skáksambandsmálið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Sjá meira