Vonast til að fara á EM en veit að samkeppnin er hörð: „Þetta er helvíti þétt skipað hjá okkur hægra megin“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. október 2023 10:01 Teitur Örn Einarsson spilaði með íslenska landsliðinu á HM í janúar. vísir/hulda margrét Handboltamaðurinn Teitur Örn Einarsson veit ekki hvað framtíðin ber í skauti, hvort hann verði áfram hjá Flensburg eða rói á önnur mið. Hann vonast til að fara með íslenska landsliðinu á EM í janúar. Teitur fékk þungt högg á augað þegar hann skoraði sitt sjöunda mark í leik gegn Kadetten Schaffhausen í Evrópudeildinni í síðustu viku. Hann skoraði einnig sjö mörk í leiknum þar á undan eftir að hafa fengið fá tækifæri framan af tímabilinu. „Ég fékk rosalega lítinn spiltíma framan af sem er kannski eðlilegt með nýjum þjálfara sem tók Kay Smits með sér inn í liðið,“ sagði Teitur í samtali við Vísi. Smits þessi er enginn aukvissi. Hann fyllti skarð Ómars Inga Magnússonar hjá Magdeburg með glæsibrag seinni hluta síðasta tímabils og átti stóran þátt í því að liðið vann Meistaradeild Evrópu. Í sumar gekk Smits svo í raðir Flensburg og framan af tímabili veðjaði Nicolej Krickau, þjálfari liðsins, frekar á hann en Teit. „Hann spilaði frábærlega á síðasta tímabili og er talinn vera mjög góður leikmaður. Nýi þjálfarinn er kannski að reyna að finna stöðugleika í liðinu. Það er alltaf hægt að horfa á þetta þannig en ég hefði viljað fá töluvert meiri spiltíma en ég fékk. Spiltíminn kom svo og ég sýndi að ég á alveg heima á þessu getustigi,“ sagði Teitur. En var hann farinn að hugsa sér til hreyfings þegar tækifærin voru af jafn skornum skammti og raunin var? „Ég klára samninginn minn næsta sumar og er ekki búinn að skrifa undir neitt eða gera neitt fyrir næsta tímabil. Það er allt í vinnslu. Eins og staðan er í dag veit ég ekki hvað ég geri á næsta tímabili,“ svaraði Teitur. Teitur gekk til liðs við Flensburg frá Kristianstad fyrir tveimur árum.vísir/vilhelm Hann er ekki bara í harðri samkeppni hjá Flensburg heldur einnig hjá íslenska landsliðinu. Teitur var ekki valinn í fyrsta landsliðshóp Snorra Steins Guðjónssonar en framundan eru tveir vináttulandsleikir gegn Færeyjum. Ómar Ingi, Viggó Kristjánsson og Kristján Örn Kristjánsson voru þær hægri skyttur sem hlutu náð fyrir augum Snorra að þessu sinni. Teitur vonast samt auðvitað til að spila með íslenska landsliðinu á EM í Þýskalandi í janúar næstkomandi. „Þetta er helvíti þétt skipað hjá okkur hægra megin. Það eru alltaf einhverjir möguleikar. Það geta komið upp meiðsli og þannig,“ sagði Teitur sem á líka einn ás uppi í erminni. „Síðan hef ég það að geta spilað hornið, eins og ég var tekinn með á síðasta mót. En svo er bara að sjá hvernig Snorri vill spila þessu. Ég hreinlega veit ekki hvort hann taki mig fram fyrir einhvern af þessum þremur sem voru valdir núna. Maður verður bara að bíða og sjá.“ Landslið karla í handbolta Þýski handboltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Sjá meira
Teitur fékk þungt högg á augað þegar hann skoraði sitt sjöunda mark í leik gegn Kadetten Schaffhausen í Evrópudeildinni í síðustu viku. Hann skoraði einnig sjö mörk í leiknum þar á undan eftir að hafa fengið fá tækifæri framan af tímabilinu. „Ég fékk rosalega lítinn spiltíma framan af sem er kannski eðlilegt með nýjum þjálfara sem tók Kay Smits með sér inn í liðið,“ sagði Teitur í samtali við Vísi. Smits þessi er enginn aukvissi. Hann fyllti skarð Ómars Inga Magnússonar hjá Magdeburg með glæsibrag seinni hluta síðasta tímabils og átti stóran þátt í því að liðið vann Meistaradeild Evrópu. Í sumar gekk Smits svo í raðir Flensburg og framan af tímabili veðjaði Nicolej Krickau, þjálfari liðsins, frekar á hann en Teit. „Hann spilaði frábærlega á síðasta tímabili og er talinn vera mjög góður leikmaður. Nýi þjálfarinn er kannski að reyna að finna stöðugleika í liðinu. Það er alltaf hægt að horfa á þetta þannig en ég hefði viljað fá töluvert meiri spiltíma en ég fékk. Spiltíminn kom svo og ég sýndi að ég á alveg heima á þessu getustigi,“ sagði Teitur. En var hann farinn að hugsa sér til hreyfings þegar tækifærin voru af jafn skornum skammti og raunin var? „Ég klára samninginn minn næsta sumar og er ekki búinn að skrifa undir neitt eða gera neitt fyrir næsta tímabil. Það er allt í vinnslu. Eins og staðan er í dag veit ég ekki hvað ég geri á næsta tímabili,“ svaraði Teitur. Teitur gekk til liðs við Flensburg frá Kristianstad fyrir tveimur árum.vísir/vilhelm Hann er ekki bara í harðri samkeppni hjá Flensburg heldur einnig hjá íslenska landsliðinu. Teitur var ekki valinn í fyrsta landsliðshóp Snorra Steins Guðjónssonar en framundan eru tveir vináttulandsleikir gegn Færeyjum. Ómar Ingi, Viggó Kristjánsson og Kristján Örn Kristjánsson voru þær hægri skyttur sem hlutu náð fyrir augum Snorra að þessu sinni. Teitur vonast samt auðvitað til að spila með íslenska landsliðinu á EM í Þýskalandi í janúar næstkomandi. „Þetta er helvíti þétt skipað hjá okkur hægra megin. Það eru alltaf einhverjir möguleikar. Það geta komið upp meiðsli og þannig,“ sagði Teitur sem á líka einn ás uppi í erminni. „Síðan hef ég það að geta spilað hornið, eins og ég var tekinn með á síðasta mót. En svo er bara að sjá hvernig Snorri vill spila þessu. Ég hreinlega veit ekki hvort hann taki mig fram fyrir einhvern af þessum þremur sem voru valdir núna. Maður verður bara að bíða og sjá.“
Landslið karla í handbolta Þýski handboltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Sjá meira