Málefni útlendinga í höndum haturs Jón Frímann Jónsson skrifar 24. október 2023 09:15 Tilgangur Kærunefndar útlendingamála var í upphafi að gefa flóttafólki sem kemur til Íslands á eigin vegum ferli til þess að kæra ákvarðanir Útlendingastofnunar til æðra stjórnvalds. Á síðustu árum og með auknu útlendingahatri í stjórnsýslunni á Íslandi. Þá hefur kærunefnd útlendingamála orðið leið fyrir stjórnvöld til þess að réttlæta ólögmætar brottvísanir frá Íslandi til annara ríkja. Þar sem Ísland er aldrei fyrsta ríki sem fólk kemur til innan Schengen svæðisins, það hefur sínar eðlilegu ástæður, meðal annars að Ísland er afskekkt ey ríki í norður Atlantshafi sem á góðum degi er erfitt að komast til, jafnvel með allri þeirri nútímatækni sem er til í dag. Mál Hussein Hussein og fjölskyldu hans er eitt af þessum málum þar sem bæði Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála eru í röngu. Íslensk stjórnvöld eru einnig stöðugt að brjóta Dublin III reglugerð Evrópusambandsins með því sem þau eru að gera í þessu máli og öðrum. Þetta stendur í Dublin III reglugerðinni. Ísland er margoft búið að brjóta þetta og senda fólk til fyrsta ríkis löngu eftir að þessi tímarammi er liðinn. „The entire Dublin procedure cannot last longer than 11 months to take charge of a person, or 9 months to take him/her back (except for absconding, or where the person is imprisoned).“ Undir þessari reglu, þá verða íslensk stjórnvöld að afgreiða málin innan 9 mánaða eða veita viðkomandi stöðu flóttamanns á Íslandi. Frávísun frá Íslandi ætti að vera eingöngu í þeim málum þar sem fólk kemur til Íslands á fölskum forsendum, sú mál eru ekkert svo mörg grunar mig. Hlutfallslega eru mjög fáir flóttamenn á Íslandi, þar sem íbúafjöldi Íslands er farinn að nálgast 400,000 um þessi áramót eða mjög snemma á árinu 2024. Í máli Hussein Hussein og fjölskyldu er það einnig að dómstólar eru búnir að dæma frávísun hans ólögmæta. Ný ákvörðun kærunefndar útlendingamála breytir ekki þeirri niðurstöðu á meðan málið er í meðferð fyrir dómstólum og er núna komið til Landsréttar. Það er því ljóst að nýjasta ákvörðun kærunefndar útlendingamála er jafn ólögleg og sú síðasta. Síðan sé ég einnig í fréttaflutningi að skortur er á staðreyndum í þessari ákvörðunartöku og það virðist sem að eitt og annað hafi verið bara týnt til þess að réttlæta ólögmæta frávísun frá Íslandi. Þetta er örugglega ekki stakt tilfelli í þessum ákvörðunum Útlendingastofnunar eða kærunefndar útlendingamála. Umræðan á Íslandi um þessi mál er oft eingöngu á forsendum hægra öfgafólks sem er eingöngu að dreifa hræðsluáróðurinn um þennan málaflokk eða bara að skálda upp það sem er að gerast þarna. Þessu er síðan dreift á samfélagsmiðlum (sem gera ekkert til þess að stöðva þetta) og víðar á internetinu og þar fá þessar lygar dreifingu og verða sannleikurinn hjá mörgu fólki. Rasismi var fundinn upp til þess að réttlæta þrælahald á 15 öldinni. Það var maður að nafni Gomes de Zurara sem fann upp og skrifaði fyrstu bókina í kringum árin 1450 til þess að réttlæta mismunun gegn fólk eftir uppruna fólks í Afríku. Þetta hafði tengsl við þrælahald og mannrán á fólki frá Afríku sem var síðan selt í þrælahald. Rasismi er ekkert nema lygi sem fólk notar til þess að réttlæta mannvonsku og það að setja lög sem eru hönnuð til þess að svipta flóttamenn og þá sem sækja um stöðu flóttamanna á Íslandi. Núna er það ekki þrælahald sem rasismi er notaður fyrir mannvonsku. Núna er rasismi notaður til þess að réttlæta það setja lög sem svipta fólk réttindum ef það kemur til Íslands í leit að hjálp og aðstoð. Rasismi er í dag notaður til þess að setja lög til þess að réttlæta að vísa fólki frá Íslandi sem kemur í leit að aðstoð og til þess að geta byggt upp betra líf á Íslandi en staðnum sem það kom frá. Rasismi, eins og þá sem íslensk stjórnvöld eru að beita í dag er og verður alltaf rangur og gegn mannréttindum fólks og góðri samvisku. Það eru ekki góðar ríkisstjórnir sem haga sér eins og ríkisstjórn Íslands hefur veri að gera undanfarið. Það eru slæmar ríkisstjórnir sem haga sér eins og ríkisstjórn Íslands hefur verið að gera undanfarið. Það er alltaf hægt að finna verra fólk í heiminum í ríkisstjórnum ríkja Evrópu eins og sjá má í fréttum. Það þýðir ekki að íslensk stjórnvöld þurfi eða eigi að taka þátt í slíkum mannréttindabrotum og brotum gegn manngæsku og góðri samvisku. Það er kvartað mikið yfir þeim fjármunum sem fer í þennan málaflokk, þetta eru einhverjir milljarðar á ári en þetta er pening sem er vel farið ef fólk fær landvistar og atvinnuleyfi á Íslandi í kjölfarið. Ef fólki er vísað frá Íslandi, þá er bara verið að eyða pening í ekki neitt. Húsnæðisvandinn á Íslandi er ekki flóttafólki að kenna, það hefur aðrar ástæður og er mögulega efni í nýja grein (þegar ég nenni að skrifa um það). Það er kerfisbundinn rasismi í stjórnmálum og stjórnkerfinu á Íslandi. Þetta kemur að ofan og smitar allt stjórnkerfið, lögregluna, landamæravörsluna. Upprunastaður þessa er að finna í Dómsmálaráðuneytinu og núverandi og síðasti dómsmálaráðherra er það versta sem hefur komið fyrir íslendinga. Fáfræðin, hatrið og rasiminn er slíkur að brot gegn mannréttindum eru orðin daglegur atburður á Íslandi. Ef íslenska ríkið vill borga milljónir í skaðabætur þegar fólk fer að sækja réttindi sín fyrir dómstólum, þá verði íslenska ríkið að því. Sem skattborgara á Íslandi, þá er þetta gjörsamlega óþolandi og á ekki að líðast. Svona rasimi er einnig vanhæfni og allir þeir sem sína svona hegðun og eru í stjórnunarstöðu og fara með vald eru sjálfkrafa vanhæfir. Samkvæmt fréttum í dag (24. október 2023). Þá er ástandið orðið svo slæmt að íslenska ríkið er farið að brjóta lög um frjálsa för fólks yfir EES/ESB svæðið. Þar sem það eru miklar hömlur á slíkum frávísun frá Íslandi (lög 80/2016, grein 81, liður A, B, D. Grein 83, Grein 84. Grein 87. Grein 89). Samkvæmt 94, 95 grein, laga 80/2016 þá eru takmarkanir á því að vísa ríkisborgurum frá ESB/EES ríki frá Íslandi. Geti lögreglan ekki sannað „Brottvísun skv. 1. mgr. er heimilt að ákveða ef framferði viðkomandi felur í sér raunverulega, yfirvofandi og nægilega alvarlega ógn gagnvart grundvallarhagsmunum samfélagsins. Ákvörðun um brottvísun skal ekki eingöngu byggjast á almennum forvarnaforsendum. Ef viðkomandi hefur verið dæmdur til refsingar eða sérstakar ráðstafanir ákvarðaðar er brottvísun af þessari ástæðu því aðeins heimil að um sé að ræða háttsemi sem getur gefið til kynna að viðkomandi muni fremja refsivert brot á ný. Fyrri refsilagabrot nægja ekki ein og sér til þess að brottvísun sé beitt.“ (lög 80/2016, grein 95, liður B). Íslendingar eiga að hafna málflutningi sem byggir á hatri og fáfræði. Íslendingar eiga að hafna stjórnmálamönnum sem nota hatur og fáfræði til þess að komast til valda og leggja allt í rúst á meðan þeir eru við völd. Sagan nefnilega sýnir að svona stjórnmálamenn eru alltaf þeir sem eru vanhæfir og í öllum tilvikum gjör spilltir að öllu leiti. Ef þeir geta gert þetta við flóttamenn og aðra útlendinga. Þá er þetta fólk ekki hrætt að nota þetta gegn almenningi á Íslandi, fái þeir tækifæri til þess og ástæðu til þess að gera andstæðinga sína að óvinum. Höfundur er rithöfundur. Heimildir: https://island.is/s/utlendingastofnun/toelfraedi https://home-affairs.ec.europa.eu/policies/migration-and-asylum/common-european-asylum-system/country-responsible-asylum-application-dublin-regulation_en The lie that invented racism | John Biewen (YouTube) Lög um útlendinga (Alþingi) Kom til landsins fyrir rúmum sjö tímum og er enn í haldi (Vísir.is, 24. Október 2023) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Mál Hussein Hussein Jón Frímann Jónsson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Tilgangur Kærunefndar útlendingamála var í upphafi að gefa flóttafólki sem kemur til Íslands á eigin vegum ferli til þess að kæra ákvarðanir Útlendingastofnunar til æðra stjórnvalds. Á síðustu árum og með auknu útlendingahatri í stjórnsýslunni á Íslandi. Þá hefur kærunefnd útlendingamála orðið leið fyrir stjórnvöld til þess að réttlæta ólögmætar brottvísanir frá Íslandi til annara ríkja. Þar sem Ísland er aldrei fyrsta ríki sem fólk kemur til innan Schengen svæðisins, það hefur sínar eðlilegu ástæður, meðal annars að Ísland er afskekkt ey ríki í norður Atlantshafi sem á góðum degi er erfitt að komast til, jafnvel með allri þeirri nútímatækni sem er til í dag. Mál Hussein Hussein og fjölskyldu hans er eitt af þessum málum þar sem bæði Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála eru í röngu. Íslensk stjórnvöld eru einnig stöðugt að brjóta Dublin III reglugerð Evrópusambandsins með því sem þau eru að gera í þessu máli og öðrum. Þetta stendur í Dublin III reglugerðinni. Ísland er margoft búið að brjóta þetta og senda fólk til fyrsta ríkis löngu eftir að þessi tímarammi er liðinn. „The entire Dublin procedure cannot last longer than 11 months to take charge of a person, or 9 months to take him/her back (except for absconding, or where the person is imprisoned).“ Undir þessari reglu, þá verða íslensk stjórnvöld að afgreiða málin innan 9 mánaða eða veita viðkomandi stöðu flóttamanns á Íslandi. Frávísun frá Íslandi ætti að vera eingöngu í þeim málum þar sem fólk kemur til Íslands á fölskum forsendum, sú mál eru ekkert svo mörg grunar mig. Hlutfallslega eru mjög fáir flóttamenn á Íslandi, þar sem íbúafjöldi Íslands er farinn að nálgast 400,000 um þessi áramót eða mjög snemma á árinu 2024. Í máli Hussein Hussein og fjölskyldu er það einnig að dómstólar eru búnir að dæma frávísun hans ólögmæta. Ný ákvörðun kærunefndar útlendingamála breytir ekki þeirri niðurstöðu á meðan málið er í meðferð fyrir dómstólum og er núna komið til Landsréttar. Það er því ljóst að nýjasta ákvörðun kærunefndar útlendingamála er jafn ólögleg og sú síðasta. Síðan sé ég einnig í fréttaflutningi að skortur er á staðreyndum í þessari ákvörðunartöku og það virðist sem að eitt og annað hafi verið bara týnt til þess að réttlæta ólögmæta frávísun frá Íslandi. Þetta er örugglega ekki stakt tilfelli í þessum ákvörðunum Útlendingastofnunar eða kærunefndar útlendingamála. Umræðan á Íslandi um þessi mál er oft eingöngu á forsendum hægra öfgafólks sem er eingöngu að dreifa hræðsluáróðurinn um þennan málaflokk eða bara að skálda upp það sem er að gerast þarna. Þessu er síðan dreift á samfélagsmiðlum (sem gera ekkert til þess að stöðva þetta) og víðar á internetinu og þar fá þessar lygar dreifingu og verða sannleikurinn hjá mörgu fólki. Rasismi var fundinn upp til þess að réttlæta þrælahald á 15 öldinni. Það var maður að nafni Gomes de Zurara sem fann upp og skrifaði fyrstu bókina í kringum árin 1450 til þess að réttlæta mismunun gegn fólk eftir uppruna fólks í Afríku. Þetta hafði tengsl við þrælahald og mannrán á fólki frá Afríku sem var síðan selt í þrælahald. Rasismi er ekkert nema lygi sem fólk notar til þess að réttlæta mannvonsku og það að setja lög sem eru hönnuð til þess að svipta flóttamenn og þá sem sækja um stöðu flóttamanna á Íslandi. Núna er það ekki þrælahald sem rasismi er notaður fyrir mannvonsku. Núna er rasismi notaður til þess að réttlæta það setja lög sem svipta fólk réttindum ef það kemur til Íslands í leit að hjálp og aðstoð. Rasismi er í dag notaður til þess að setja lög til þess að réttlæta að vísa fólki frá Íslandi sem kemur í leit að aðstoð og til þess að geta byggt upp betra líf á Íslandi en staðnum sem það kom frá. Rasismi, eins og þá sem íslensk stjórnvöld eru að beita í dag er og verður alltaf rangur og gegn mannréttindum fólks og góðri samvisku. Það eru ekki góðar ríkisstjórnir sem haga sér eins og ríkisstjórn Íslands hefur veri að gera undanfarið. Það eru slæmar ríkisstjórnir sem haga sér eins og ríkisstjórn Íslands hefur verið að gera undanfarið. Það er alltaf hægt að finna verra fólk í heiminum í ríkisstjórnum ríkja Evrópu eins og sjá má í fréttum. Það þýðir ekki að íslensk stjórnvöld þurfi eða eigi að taka þátt í slíkum mannréttindabrotum og brotum gegn manngæsku og góðri samvisku. Það er kvartað mikið yfir þeim fjármunum sem fer í þennan málaflokk, þetta eru einhverjir milljarðar á ári en þetta er pening sem er vel farið ef fólk fær landvistar og atvinnuleyfi á Íslandi í kjölfarið. Ef fólki er vísað frá Íslandi, þá er bara verið að eyða pening í ekki neitt. Húsnæðisvandinn á Íslandi er ekki flóttafólki að kenna, það hefur aðrar ástæður og er mögulega efni í nýja grein (þegar ég nenni að skrifa um það). Það er kerfisbundinn rasismi í stjórnmálum og stjórnkerfinu á Íslandi. Þetta kemur að ofan og smitar allt stjórnkerfið, lögregluna, landamæravörsluna. Upprunastaður þessa er að finna í Dómsmálaráðuneytinu og núverandi og síðasti dómsmálaráðherra er það versta sem hefur komið fyrir íslendinga. Fáfræðin, hatrið og rasiminn er slíkur að brot gegn mannréttindum eru orðin daglegur atburður á Íslandi. Ef íslenska ríkið vill borga milljónir í skaðabætur þegar fólk fer að sækja réttindi sín fyrir dómstólum, þá verði íslenska ríkið að því. Sem skattborgara á Íslandi, þá er þetta gjörsamlega óþolandi og á ekki að líðast. Svona rasimi er einnig vanhæfni og allir þeir sem sína svona hegðun og eru í stjórnunarstöðu og fara með vald eru sjálfkrafa vanhæfir. Samkvæmt fréttum í dag (24. október 2023). Þá er ástandið orðið svo slæmt að íslenska ríkið er farið að brjóta lög um frjálsa för fólks yfir EES/ESB svæðið. Þar sem það eru miklar hömlur á slíkum frávísun frá Íslandi (lög 80/2016, grein 81, liður A, B, D. Grein 83, Grein 84. Grein 87. Grein 89). Samkvæmt 94, 95 grein, laga 80/2016 þá eru takmarkanir á því að vísa ríkisborgurum frá ESB/EES ríki frá Íslandi. Geti lögreglan ekki sannað „Brottvísun skv. 1. mgr. er heimilt að ákveða ef framferði viðkomandi felur í sér raunverulega, yfirvofandi og nægilega alvarlega ógn gagnvart grundvallarhagsmunum samfélagsins. Ákvörðun um brottvísun skal ekki eingöngu byggjast á almennum forvarnaforsendum. Ef viðkomandi hefur verið dæmdur til refsingar eða sérstakar ráðstafanir ákvarðaðar er brottvísun af þessari ástæðu því aðeins heimil að um sé að ræða háttsemi sem getur gefið til kynna að viðkomandi muni fremja refsivert brot á ný. Fyrri refsilagabrot nægja ekki ein og sér til þess að brottvísun sé beitt.“ (lög 80/2016, grein 95, liður B). Íslendingar eiga að hafna málflutningi sem byggir á hatri og fáfræði. Íslendingar eiga að hafna stjórnmálamönnum sem nota hatur og fáfræði til þess að komast til valda og leggja allt í rúst á meðan þeir eru við völd. Sagan nefnilega sýnir að svona stjórnmálamenn eru alltaf þeir sem eru vanhæfir og í öllum tilvikum gjör spilltir að öllu leiti. Ef þeir geta gert þetta við flóttamenn og aðra útlendinga. Þá er þetta fólk ekki hrætt að nota þetta gegn almenningi á Íslandi, fái þeir tækifæri til þess og ástæðu til þess að gera andstæðinga sína að óvinum. Höfundur er rithöfundur. Heimildir: https://island.is/s/utlendingastofnun/toelfraedi https://home-affairs.ec.europa.eu/policies/migration-and-asylum/common-european-asylum-system/country-responsible-asylum-application-dublin-regulation_en The lie that invented racism | John Biewen (YouTube) Lög um útlendinga (Alþingi) Kom til landsins fyrir rúmum sjö tímum og er enn í haldi (Vísir.is, 24. Október 2023)
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun