Kærastinn fór á kostum fyrir framan Taylor Swift á hátíðardegi innherja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2023 12:30 Taylor Swift og Brittany Mahomes fögnuðu saman í heiðursstúkunni á Arrowhead leikvanginum. Getty/David Eulitt Travis Kelce átti enn einn stórleikinn með Kansas City Chiefs liðinu í NFL deildinni í gær og meistararnir eru hreinlega að stinga af í sínum riðli. Chiefs vann 31-17 heimasigur á Los Angeles Chargers en þessi lið eru saman í Vesturriðli Ameríkudeildarinnar. Höfðingjarnir hafa unnið sex leiki í röð eftir tap í fyrsta leik og hafa nú þriggja sigra forskot á næsta lið riðilsins sem er Las Vegas Raiders. Travis Kelce hélt áfram að stela athyglinni inn á vellinum á meðan kæstasta hans, Taylor Swift, var með vélarnar á sér í stúkunni. Swift hefur verið dugleg að mæta á leiki Kelce sem virðist hafa góð áhrif á þennan magnaða innherja. Kelce greip alls tólf bolta í gær, skoraði eitt snertimark og var alls með 179 jarda eftir sendingar frá Patrick Mahomes. Þetta var við hæfi enda var í gær „National Tight Ends Day“ eða hátíðardagur innherja. Snertimarkið var það fimmtugasta sem Kelce skorar eftir sendingu frá Mahomes. Taylor sást fagna tilþrifum kærastans vel með vinkonu sinni og eiginkonu Mahomes, Brittany Lynne Mahomes. Fyrir nokkrum árum spilaði Brittany einmitt fótbolta með Aftureldingu á Íslandi. "Greatest of all-time, baby." - @Chiefs QB Patrick Mahomes has some high praise for Travis Kelce during his chat with @tracywolfson pic.twitter.com/X17CQZ6ulZ— NFL on CBS (@NFLonCBS) October 22, 2023 Chiefs er þó ekki eina liðið í deildinni sem er komið með sex sigra því í nótt vann Philadelphia Eagles 31-17 sigur á Miami Dolphins í uppgjöri tveggja liða með fimm sigra og eitt tap. Baltimore Ravens sýndi líka mikinn styrk með því að enda fjögurra leikja sigurgöngu Detroit Lions með sannfærandi 38-6 sigri. Þetta var samt dagur neðstu liðanna. New England Patriots, Chicago Bears, New York Giants og Denver Broncos unnu öll leiki sína á móti liðum sem töldust vera sterkari en þau fyrir fram. Öll þessi fjögur lið höfðu aðeins náð að vinna einn leik hvert fyrir þessa helgi. Patriots endaði þriggja leikja taphrinu með mjög óvæntum 29-25 sigri á Buffalo Bills. Bills menn höfðu fjóra af síðustu fimm leikjum sínum og þykja líklegir til afreka á tímabilinu. Chicago Bears vann 30-12 sigur á Las Vegas Raiders þar sem nýliðinn og leikstjórnandinn Tyson Bagent stóð sig mjög vel í fyrsta leik. Denver Broncos vann 19-17 baráttusigur á Green Bay Packers og New York Giants liðið vann 14-7 sigur á Washington Commanders. Úrslitin í NFL-deildinni um helgina: (Útiliðið er á undan) Cleveland Browns 39-38 Indianapolis Colts Las Vegas Raiders 12-30 Chicago Bears Washington Commanders 7-14 New York Giants Detroit Lions 6-38 Baltimore Ravens Sun Buffalo Bills 25-29 New England Patriots Atlanta Falcons 16-13 Tampa Bay Buccaneers Arizona Cardinals 10-20 Seattle Seahawks Pittsburgh Steelers 24-17 Los Angeles Rams Green Bay Packers 17-19 Denver Broncos Los Angeles Chargers 17-31 Kansas City Chiefs Miami Dolphins 17-31 Philadelphia Eagles Taylor Swift is rocking a bracelet with Travis Kelce's #87 at the Chiefs game pic.twitter.com/RsE3P5HKAd— ESPN (@espn) October 22, 2023 NFL Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Sjá meira
Chiefs vann 31-17 heimasigur á Los Angeles Chargers en þessi lið eru saman í Vesturriðli Ameríkudeildarinnar. Höfðingjarnir hafa unnið sex leiki í röð eftir tap í fyrsta leik og hafa nú þriggja sigra forskot á næsta lið riðilsins sem er Las Vegas Raiders. Travis Kelce hélt áfram að stela athyglinni inn á vellinum á meðan kæstasta hans, Taylor Swift, var með vélarnar á sér í stúkunni. Swift hefur verið dugleg að mæta á leiki Kelce sem virðist hafa góð áhrif á þennan magnaða innherja. Kelce greip alls tólf bolta í gær, skoraði eitt snertimark og var alls með 179 jarda eftir sendingar frá Patrick Mahomes. Þetta var við hæfi enda var í gær „National Tight Ends Day“ eða hátíðardagur innherja. Snertimarkið var það fimmtugasta sem Kelce skorar eftir sendingu frá Mahomes. Taylor sást fagna tilþrifum kærastans vel með vinkonu sinni og eiginkonu Mahomes, Brittany Lynne Mahomes. Fyrir nokkrum árum spilaði Brittany einmitt fótbolta með Aftureldingu á Íslandi. "Greatest of all-time, baby." - @Chiefs QB Patrick Mahomes has some high praise for Travis Kelce during his chat with @tracywolfson pic.twitter.com/X17CQZ6ulZ— NFL on CBS (@NFLonCBS) October 22, 2023 Chiefs er þó ekki eina liðið í deildinni sem er komið með sex sigra því í nótt vann Philadelphia Eagles 31-17 sigur á Miami Dolphins í uppgjöri tveggja liða með fimm sigra og eitt tap. Baltimore Ravens sýndi líka mikinn styrk með því að enda fjögurra leikja sigurgöngu Detroit Lions með sannfærandi 38-6 sigri. Þetta var samt dagur neðstu liðanna. New England Patriots, Chicago Bears, New York Giants og Denver Broncos unnu öll leiki sína á móti liðum sem töldust vera sterkari en þau fyrir fram. Öll þessi fjögur lið höfðu aðeins náð að vinna einn leik hvert fyrir þessa helgi. Patriots endaði þriggja leikja taphrinu með mjög óvæntum 29-25 sigri á Buffalo Bills. Bills menn höfðu fjóra af síðustu fimm leikjum sínum og þykja líklegir til afreka á tímabilinu. Chicago Bears vann 30-12 sigur á Las Vegas Raiders þar sem nýliðinn og leikstjórnandinn Tyson Bagent stóð sig mjög vel í fyrsta leik. Denver Broncos vann 19-17 baráttusigur á Green Bay Packers og New York Giants liðið vann 14-7 sigur á Washington Commanders. Úrslitin í NFL-deildinni um helgina: (Útiliðið er á undan) Cleveland Browns 39-38 Indianapolis Colts Las Vegas Raiders 12-30 Chicago Bears Washington Commanders 7-14 New York Giants Detroit Lions 6-38 Baltimore Ravens Sun Buffalo Bills 25-29 New England Patriots Atlanta Falcons 16-13 Tampa Bay Buccaneers Arizona Cardinals 10-20 Seattle Seahawks Pittsburgh Steelers 24-17 Los Angeles Rams Green Bay Packers 17-19 Denver Broncos Los Angeles Chargers 17-31 Kansas City Chiefs Miami Dolphins 17-31 Philadelphia Eagles Taylor Swift is rocking a bracelet with Travis Kelce's #87 at the Chiefs game pic.twitter.com/RsE3P5HKAd— ESPN (@espn) October 22, 2023
Úrslitin í NFL-deildinni um helgina: (Útiliðið er á undan) Cleveland Browns 39-38 Indianapolis Colts Las Vegas Raiders 12-30 Chicago Bears Washington Commanders 7-14 New York Giants Detroit Lions 6-38 Baltimore Ravens Sun Buffalo Bills 25-29 New England Patriots Atlanta Falcons 16-13 Tampa Bay Buccaneers Arizona Cardinals 10-20 Seattle Seahawks Pittsburgh Steelers 24-17 Los Angeles Rams Green Bay Packers 17-19 Denver Broncos Los Angeles Chargers 17-31 Kansas City Chiefs Miami Dolphins 17-31 Philadelphia Eagles
NFL Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Sjá meira