Sýknaður af káfi í bústaðarferð þar sem var orð gegn orði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. október 2023 08:34 Maðurinn var sýknaður af héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið sýknaður af því að hafa þuklað á og kysst stúlku gegn vilja hennar í sumarbústaðarferð árið 2020. Fram kemur í dómi héraðsdóms Reykjavíkur að frásagnir beggja hafi verið trúverðugar en að ekki hafi tekist að færa nógu góðar sönnur fyrir brotinu og um væri að ræða orð gegn orði. Fram kemur í dómnum að brotaþolinn hafi verið í sumarbústað með nokkrum vinkonum sínum þetta kvöld og verið þar að drekka og spila. Ákærði hafi bæst í hópinn ásamt tveimur vinum hans og seinna um kvöldið hafi tveir strákar til viðbótar bæst við. Haft er eftir manninum að upp úr miðnætti hafi fólk farið að tínast inn í herbergin til að hvílast en hvorki hann né tveir vinir hans fengið rúm. Þeir hafi því hreiðrað um sig á sófa í stofunni. Að hans sögn hafi þar verið mjög kalt og hann því ákveðið að „athuga inn í herbergi“ þar sem var mun hlýrra. Hann hafi séð að það var pláss milli tveggja sem lágu í hjónarúmi herbergisins og skotið sér á milli og sofnað. Hann hafi verið fullklæddur og ekki farið undir sængina en lagst á hlið og lagt hönd sína yfir annan þann sem lá við hlið hans í rúminu, þar sem var þröngt. Sagðist hann ekki hafa séð hverjir lágu við hlið hans. Var í miklu uppnámi um morguninn Maðurinn hafnaði því að hafa strokið rass brotaþola, kysst hana eða reynt að taka upp bol hennar. Stuttu seinna hafi strákur, sem var í öðru rúmi í herberginu, pikkað í hann og sagt að hann yrði að sofa frammi. Sagði strákurinn það ekki hafa verið neitt mál og farið fram og sofið á sófanum. „Um morguninn hefði hann verið kallaður inn í herbergi til stelpnanna og kom fram hjá þeim að brotaþoli hefði farið um morguninn. Hefði henni liðið eins og eitthvað óþægilegt hefði gerst, eins og ákærði hefði brotið eitthvað á henni, sem ákærði kvaðst ekki hafa gert,“ segir í dómnum. Frásögn stúlkunnar var á þann veg að hún hafi vaknað um morguninn við að strákurinn væri að kyssa háls hennar. Hann hafi strokið magann á henni og komið við rass hennar. Hún hafi verið með bol sinn gyrtan ofan í buxurnar en ákærði dregið hann upp. Sagðist hún hafa reynt að setjast upp en hann dregið hana aftur niður. Hún hafi látið í ljós að hún vildi þetta ekki og vinur þeirra vaknað stuttu síðar og sagt ákærða að fara fram. Nokkur vitnanna sögðu fyrir dómi að þeim hafi þótt ákærði ágengur við sumar stelpurnar þetta kvöld og fundist hegðun hans óþægileg. Þá hafi brotaþoli verið í uppnámi um morguninn. Segir í dómnum að framburður brotaþola og ákærða hafi verið stöðugur en að fyrir liggi orð brotaþola gegn orðum ákærða um atvik málsins. Ákærði verði „að njóta þess vafa sem uppi er um sekt hans.“ Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Sjá meira
Fram kemur í dómnum að brotaþolinn hafi verið í sumarbústað með nokkrum vinkonum sínum þetta kvöld og verið þar að drekka og spila. Ákærði hafi bæst í hópinn ásamt tveimur vinum hans og seinna um kvöldið hafi tveir strákar til viðbótar bæst við. Haft er eftir manninum að upp úr miðnætti hafi fólk farið að tínast inn í herbergin til að hvílast en hvorki hann né tveir vinir hans fengið rúm. Þeir hafi því hreiðrað um sig á sófa í stofunni. Að hans sögn hafi þar verið mjög kalt og hann því ákveðið að „athuga inn í herbergi“ þar sem var mun hlýrra. Hann hafi séð að það var pláss milli tveggja sem lágu í hjónarúmi herbergisins og skotið sér á milli og sofnað. Hann hafi verið fullklæddur og ekki farið undir sængina en lagst á hlið og lagt hönd sína yfir annan þann sem lá við hlið hans í rúminu, þar sem var þröngt. Sagðist hann ekki hafa séð hverjir lágu við hlið hans. Var í miklu uppnámi um morguninn Maðurinn hafnaði því að hafa strokið rass brotaþola, kysst hana eða reynt að taka upp bol hennar. Stuttu seinna hafi strákur, sem var í öðru rúmi í herberginu, pikkað í hann og sagt að hann yrði að sofa frammi. Sagði strákurinn það ekki hafa verið neitt mál og farið fram og sofið á sófanum. „Um morguninn hefði hann verið kallaður inn í herbergi til stelpnanna og kom fram hjá þeim að brotaþoli hefði farið um morguninn. Hefði henni liðið eins og eitthvað óþægilegt hefði gerst, eins og ákærði hefði brotið eitthvað á henni, sem ákærði kvaðst ekki hafa gert,“ segir í dómnum. Frásögn stúlkunnar var á þann veg að hún hafi vaknað um morguninn við að strákurinn væri að kyssa háls hennar. Hann hafi strokið magann á henni og komið við rass hennar. Hún hafi verið með bol sinn gyrtan ofan í buxurnar en ákærði dregið hann upp. Sagðist hún hafa reynt að setjast upp en hann dregið hana aftur niður. Hún hafi látið í ljós að hún vildi þetta ekki og vinur þeirra vaknað stuttu síðar og sagt ákærða að fara fram. Nokkur vitnanna sögðu fyrir dómi að þeim hafi þótt ákærði ágengur við sumar stelpurnar þetta kvöld og fundist hegðun hans óþægileg. Þá hafi brotaþoli verið í uppnámi um morguninn. Segir í dómnum að framburður brotaþola og ákærða hafi verið stöðugur en að fyrir liggi orð brotaþola gegn orðum ákærða um atvik málsins. Ákærði verði „að njóta þess vafa sem uppi er um sekt hans.“
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Sjá meira