Handbolti

Sigvaldi valinn í lið umferðarinnar í Meistaradeildinni

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Sigvaldi hefur notið góðs gengis í liði Kolstad upp á síðkastið
Sigvaldi hefur notið góðs gengis í liði Kolstad upp á síðkastið Kolstad

Sigvaldi Björn Guðjónsson var valinn í úrvalslið 7. umferðar Meistaradeildar Evrópu í handbolta eftir stórgóðan sigur Kolstad gegn Kiel þar sem hann leiddi markaskorun liðsins með tíu mörk. 

Liðsfélagi Sigvalda, Sander Sagosen, er einnig í liðinu en hann varð næstmarkahæstur með átta mörk og gaf að auki sex stoðsendingar. 

Þeir slást í góðra manna hóp. Markvörður liðsins, Tobias Thulin, kemur úr röðum danska liðsins GOG, hann varði 39% þeirra skota sem hann fékk á sig eða 13 alls í fimm marka sigri liðsins gegn Montpellier. Liðsfélagi hans, Emil Madsen, stillti sér upp í hægri skyttu, skoraði tíu og hlaut einnig tilnefningu í úrvalsliðið. 

Dylan Nahi, liðsfélagi Hauks Þrastarsonar, hjá Kielce fær einnig tilnefningu fyrir sitt framlag úr vinstra horninu í 27-27 jafntefli liðsins gegn Pick Szeged. Kamil Szyprzak, línumaður PSG, er svo síðastur á blað. Hann skoraði sex mörk í sigri liðsins gegn Aalborg. 


Tengdar fréttir

Sigvaldi Björn markahæstur í sterkum sigri gegn Kiel

Þremur leikjum var að ljúka í Meistaradeild karla í handbolta. Íslendingaliðin Kolstad og Veszprém unnu bæði sína leiki en Sigvaldi Björn fór á kostum og skoraði tíu mörk í 34-30 sigri Kolstad gegn Kiel.

Kolstad komið á beinu brautina

Stórlið Kolstad í norska handboltanum vann öruggan sigur á Viking þegar liðin mættust í dag. Sigvaldi Björn Guðjónsson var öflugur í liði Kolstad




Fleiri fréttir

Sjá meira


×