„Tilfellið er að við stöndum frammi fyrir algjöru hruni“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. október 2023 13:37 Vigdís Hasler er framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Bændasamtök Íslands Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna kallar eftir tafarlausum stuðningi ríkisstjórnarinnar og segir íslenskan landbúnað standa frammi fyrir algjöru hruni. Hún hefur áhyggjur af áhuga erlendra einkaaðila og segir hættu á að þeir sölsi undir sig íslenskan landbúnað. Vigdís Häsler framkvæmdastjóri Bændasamtakanna fór yfir stöðu landbúnaðar á Íslandi á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hún segir stöðuna sjaldan eða aldrei hafa verið jafnslæma. „Tilfellið er bara að við stöndum frammi fyrir algjöru hruni. Og fólk verður bara svolítið að átta sig á því að þetta er ekkert væl. Þetta er annað að því leytinu til, í stóra samhenginu ef við spólum nokkur ár til baka þá hafa þetta yfirleitt verið sauðfjárbændur. Okei, gott og vel. Það sem hefur hins vegar orðið, staðan núna, að þetta er eiginlega þvert á allar greinar. Hagræðingarkrafan hefur komið frá ríkinu og kröfur um í rauninni betri aðbúnað fyrir dýr og þess háttar, þessi fjárfesting sem aðilar eru knúnir til þess að fara í, bara t.d. mjólkurframleiðslu, svínarækt og svo framvegis, hún hefur líka haft sitthvað að segja.“ Gríðarleg hækkun aðfanga Hún segir að bændur hafi á góðu ári greitt sér um fjórar milljónir á mann í árslaun og kallar eftir tafarlausum aðgerðum. „Ég ætla að taka dæmi: árið 2021 var fínt dæmi í landbúnaði miðað við þær greiningar sem við höfum. Þar var meðalkúabúið að greiða sér í kringum átta milljónir í árslaun miðað við tvo, sem myndu þá starfa á búinu. Í dag eru þetta tvær [milljónir]. Það sem er að valda er bara að staðan hefur versnað gríðarlega hratt og það eru þarna inni aðfangahækkanir út af Covid og Úkraínustríðinu sem hafa ekki gengið til baka. Til dæmis á síðasta ári þá fengu bændur sprettgreiðslu, tvo og hálfan milljarð króna, plús svo síðan 700 í niðurgreiðslu á áburði og þetta var aðgerð sem stjórnvöld gripu til út af þessari gríðarlegu hækkun aðfanga, sem gerði það að verkum að það frestaði bara þeirri ömurlegu stöðu sem við erum í núna.“ „Auðvitað svara allir já við því“ Vigdís bendir á að enginn vilji sjá íslenskan landbúnað hverfa á braut. „Staðan sem blasir við atvinnugreininni núna, hún kemur fram í eins og ég segi kostnaðarhækkunum og hækkun stýrivaxta. Sem eru tveir áhrifaþættir sem munu líklega ná að ganga að einhverjum hluta til baka í eðlilegu árferði og það er bara vonandi. Það er hins vegar, við þurfum að taka samtal um það hvernig landbúnað við viljum sjá. Ég er orðin þreytt á spurningunni: „Viljum við hafa íslenska landbúnaðarframleiðslu.“ Auðvitað svara allir já við því.“ Grafalvarleg staða Hún segir að bændur geti einfaldlega ekki hagrætt meira. Grípi ríkisstjórnin ekki í taumana gæti sjálfstæði íslenskra bænda heyrt sögunni til. „Við erum að sjá núna, og það blasir við til dæmis eins og í ferðaþjónustunni og í sjókvíaeldinu, að þar eru erlendir aðilar að koma inn með fjármagn. Og þetta er ákveðið áhyggjuefni vegna þess að það eru aðilar að banka á dyrnar hjá okkur og vilja fá kynningu á íslenskum landbúnaði. Þetta eru Bandaríkjamenn, þetta eru Hollendingar, sem hafa og sjá tækifærin í því að komast með klærnar þar sem verið er að framleiða heilnæmar afurðir þar sem við erum að gefa búfénaðinum drykkjarvatn, sama vatn og ég og þú drekkum, framleiðslan er á endurnýjanlegri orku. Viljum við að þetta verði staðan?“ „Þetta er sú grafalvarlega staða sem við stöndum frammi fyrir, að við gætum allt í einu á einhverjum tímapunkti verið að missa niður okkar eigin framleiðslu sem hefur alltaf verið hluti af sjálfstæði íslensku þjóðarinnar. En staðan er enn og aftur að við þurfum að fara að greina stöðuna og það þarf að leysa vandann á næstu vikum en ekki næsta ári,“ segir Vigdís að lokum. Hægt er að hlusta á viðtalið við Vigdísi í heild sinni hér að neðan. Sprengisandur Landbúnaður Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Sjá meira
Vigdís Häsler framkvæmdastjóri Bændasamtakanna fór yfir stöðu landbúnaðar á Íslandi á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hún segir stöðuna sjaldan eða aldrei hafa verið jafnslæma. „Tilfellið er bara að við stöndum frammi fyrir algjöru hruni. Og fólk verður bara svolítið að átta sig á því að þetta er ekkert væl. Þetta er annað að því leytinu til, í stóra samhenginu ef við spólum nokkur ár til baka þá hafa þetta yfirleitt verið sauðfjárbændur. Okei, gott og vel. Það sem hefur hins vegar orðið, staðan núna, að þetta er eiginlega þvert á allar greinar. Hagræðingarkrafan hefur komið frá ríkinu og kröfur um í rauninni betri aðbúnað fyrir dýr og þess háttar, þessi fjárfesting sem aðilar eru knúnir til þess að fara í, bara t.d. mjólkurframleiðslu, svínarækt og svo framvegis, hún hefur líka haft sitthvað að segja.“ Gríðarleg hækkun aðfanga Hún segir að bændur hafi á góðu ári greitt sér um fjórar milljónir á mann í árslaun og kallar eftir tafarlausum aðgerðum. „Ég ætla að taka dæmi: árið 2021 var fínt dæmi í landbúnaði miðað við þær greiningar sem við höfum. Þar var meðalkúabúið að greiða sér í kringum átta milljónir í árslaun miðað við tvo, sem myndu þá starfa á búinu. Í dag eru þetta tvær [milljónir]. Það sem er að valda er bara að staðan hefur versnað gríðarlega hratt og það eru þarna inni aðfangahækkanir út af Covid og Úkraínustríðinu sem hafa ekki gengið til baka. Til dæmis á síðasta ári þá fengu bændur sprettgreiðslu, tvo og hálfan milljarð króna, plús svo síðan 700 í niðurgreiðslu á áburði og þetta var aðgerð sem stjórnvöld gripu til út af þessari gríðarlegu hækkun aðfanga, sem gerði það að verkum að það frestaði bara þeirri ömurlegu stöðu sem við erum í núna.“ „Auðvitað svara allir já við því“ Vigdís bendir á að enginn vilji sjá íslenskan landbúnað hverfa á braut. „Staðan sem blasir við atvinnugreininni núna, hún kemur fram í eins og ég segi kostnaðarhækkunum og hækkun stýrivaxta. Sem eru tveir áhrifaþættir sem munu líklega ná að ganga að einhverjum hluta til baka í eðlilegu árferði og það er bara vonandi. Það er hins vegar, við þurfum að taka samtal um það hvernig landbúnað við viljum sjá. Ég er orðin þreytt á spurningunni: „Viljum við hafa íslenska landbúnaðarframleiðslu.“ Auðvitað svara allir já við því.“ Grafalvarleg staða Hún segir að bændur geti einfaldlega ekki hagrætt meira. Grípi ríkisstjórnin ekki í taumana gæti sjálfstæði íslenskra bænda heyrt sögunni til. „Við erum að sjá núna, og það blasir við til dæmis eins og í ferðaþjónustunni og í sjókvíaeldinu, að þar eru erlendir aðilar að koma inn með fjármagn. Og þetta er ákveðið áhyggjuefni vegna þess að það eru aðilar að banka á dyrnar hjá okkur og vilja fá kynningu á íslenskum landbúnaði. Þetta eru Bandaríkjamenn, þetta eru Hollendingar, sem hafa og sjá tækifærin í því að komast með klærnar þar sem verið er að framleiða heilnæmar afurðir þar sem við erum að gefa búfénaðinum drykkjarvatn, sama vatn og ég og þú drekkum, framleiðslan er á endurnýjanlegri orku. Viljum við að þetta verði staðan?“ „Þetta er sú grafalvarlega staða sem við stöndum frammi fyrir, að við gætum allt í einu á einhverjum tímapunkti verið að missa niður okkar eigin framleiðslu sem hefur alltaf verið hluti af sjálfstæði íslensku þjóðarinnar. En staðan er enn og aftur að við þurfum að fara að greina stöðuna og það þarf að leysa vandann á næstu vikum en ekki næsta ári,“ segir Vigdís að lokum. Hægt er að hlusta á viðtalið við Vigdísi í heild sinni hér að neðan.
Sprengisandur Landbúnaður Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Sjá meira