Það var ekki fyrr en á síðustu tíu mínútum leiksins sem Afturelding náði að hrista Norðmennina af sér. Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði þá fjögur mörk í röð og breytti stöðunni úr 22-20 í 26-21.
Þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiknum var staðan 28-23, og stefndi allt í að úrslitin myndu ráðast í vítakeppni. Tók þá áðurnefndur Þorsteinn Leó til sinna ráða og skoraði sitt ellefta mark og tryggði Aftureldingu áfram í Evrópubikarnum.
Afturelding og FH því bæði komin áfram í 3. umferð en dregið verður á þriðjudaginn og kemur þá í ljós hverjir andstæðingar liðanna verða.