Í tilefni af vitundarvakningu Guðmundur Ármann Pétursson skrifar 22. október 2023 08:30 Október er alþjóðlegur mánuður vitundarvakningar Downs heilkennis. Árangur vitundarvakningar og réttindabaráttu í tengslum við Downs heilkennið og réttindarbaráttu hagsmunasamtaka fatlaðs fólks er okkur öllum mikilvæg. Árangur þeirrar baráttu skilar okkur betra samfélagi, samfélagi inngildingar. Inngildandi samfélag er ekki bara einstaklingum með Downs heilkenni mikilvæg, hún er öllum hópum samfélagsins mikilvæg vegna þess að; Þar er fósturgreining nýtt til stuðnings og fræðslu í stað þess að leita uppi einn ákveðinn hóp með þeim afleiðingum að börn með Downs heilkenni fæðast nánast ekki lengur. Þar er leikskóli staður þar sem börn fá að vera, upplifa og kynnast án staðalmynda og skoðana okkar sem eldri erum. Þar er grunnskóli skóli allra nemenda þar sem enginn fær það hlutskipti að þurfa að „laga sig að“. Þar er félags- og íþróttastarf aðgengilegt öllum börnum og unglingum. Þar fær enginn þau skilaboð að hans þáttaka sé „ekki fjármögnuð“. Þar er framhaldsskóli, skóli fjölbreyttra tækifæra þar sem allir nemendur geta valið sér nám út frá áhugasviði, hæfni og námsmarkmiðum. Þar er háskólanám raunhæfur, aðgengilegur og spennandi kostur fyrir alla verðandi háskólanema. Þar er aðgengi einstaklinga með skerta starfsgetu að vinnumarkaði eðlilegur þáttur í starfsemi ráðningastofa, ekki „úrræði“ á vegum Vinnumálastofnunar. Þar eru einstaklingar með skerta starfsgetu launþegar sem hafa framfærslutryggingu sem opnar möguleika til tekna, tækifæra og samfélagsþátttöku í stað þess að vera bótaþegar sem eru bundnir í báða fætur. Þar eru samfélags- og kerfisbreytingar til að bæta lífsgæði, aðgengi og öryggi allra. Ekki orsök útilokunar og aðgreiningar. Þar er virðing borin fyrir viðhorfum og skoðunum allra einstaklinga og tillit til þeirra tekið. Þar er ekki valkvætt hvort fara eigi að lögum þegar kemur að lögbundnum rétti ákveðins hóps einstaklinga. Það á að vera sameiginlegt hagsmunamál okkar allra að íslenskt samfélag sé inngildandi samfélag. Höfundur er formaður Félags áhugafólks um Downs heilkennið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Downs-heilkenni Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Október er alþjóðlegur mánuður vitundarvakningar Downs heilkennis. Árangur vitundarvakningar og réttindabaráttu í tengslum við Downs heilkennið og réttindarbaráttu hagsmunasamtaka fatlaðs fólks er okkur öllum mikilvæg. Árangur þeirrar baráttu skilar okkur betra samfélagi, samfélagi inngildingar. Inngildandi samfélag er ekki bara einstaklingum með Downs heilkenni mikilvæg, hún er öllum hópum samfélagsins mikilvæg vegna þess að; Þar er fósturgreining nýtt til stuðnings og fræðslu í stað þess að leita uppi einn ákveðinn hóp með þeim afleiðingum að börn með Downs heilkenni fæðast nánast ekki lengur. Þar er leikskóli staður þar sem börn fá að vera, upplifa og kynnast án staðalmynda og skoðana okkar sem eldri erum. Þar er grunnskóli skóli allra nemenda þar sem enginn fær það hlutskipti að þurfa að „laga sig að“. Þar er félags- og íþróttastarf aðgengilegt öllum börnum og unglingum. Þar fær enginn þau skilaboð að hans þáttaka sé „ekki fjármögnuð“. Þar er framhaldsskóli, skóli fjölbreyttra tækifæra þar sem allir nemendur geta valið sér nám út frá áhugasviði, hæfni og námsmarkmiðum. Þar er háskólanám raunhæfur, aðgengilegur og spennandi kostur fyrir alla verðandi háskólanema. Þar er aðgengi einstaklinga með skerta starfsgetu að vinnumarkaði eðlilegur þáttur í starfsemi ráðningastofa, ekki „úrræði“ á vegum Vinnumálastofnunar. Þar eru einstaklingar með skerta starfsgetu launþegar sem hafa framfærslutryggingu sem opnar möguleika til tekna, tækifæra og samfélagsþátttöku í stað þess að vera bótaþegar sem eru bundnir í báða fætur. Þar eru samfélags- og kerfisbreytingar til að bæta lífsgæði, aðgengi og öryggi allra. Ekki orsök útilokunar og aðgreiningar. Þar er virðing borin fyrir viðhorfum og skoðunum allra einstaklinga og tillit til þeirra tekið. Þar er ekki valkvætt hvort fara eigi að lögum þegar kemur að lögbundnum rétti ákveðins hóps einstaklinga. Það á að vera sameiginlegt hagsmunamál okkar allra að íslenskt samfélag sé inngildandi samfélag. Höfundur er formaður Félags áhugafólks um Downs heilkennið.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun