Lungnaendurhæfing í 40 ár á Reykjalundi Pétur Magnússon og Jónína Sigurgeirsdóttir skrifa 22. október 2023 09:01 Í ár fagnar Reykjalundur 40 ára afmæli lungnaendurhæfingar en slík endurhæfing hófst formlega í núverandi mynd árið 1983 hér á Reykjalundi. Þetta 40 ára ferli lungnaendurhæfingar hefur verið afar farsælt enda hefur Reykjalundur verið einstaklega heppinn með metnaðarfullt og vandað starfsfólk. Af mörgu góðu fólki má nefna frumkvöðlana Björn Magnússon lungnalækni og Steinunni Ólafsdóttur hjúkrunarfræðing sem bæði brunnu fyrir að stuðla að betra lífi fyrir fólk með langvinna lungnasjúkdóma. Margir fleiri hafa fylgt í kjölfarið sem of langt væri að telja upp. Öllu þessu fólki vill Reykjalundur þakka af auðmýkt fyrir sitt merka framlag til sögu lungnaendurhæfingar hér á landi. Endurhæfing skiptir sköpum varðandi heilsu Endurhæfing skiptir sköpum þegar kemur að líkamlegri og andlegri heilsu. Eftir alvarleg veikindi, slys, áföll eða aðgerð þá getur endurhæfing hjálpað til við að ná aftur fótfestu í daglegu lífi. Endurhæfing er teymisvinna sem er einstaklingsmiðuð og sérsniðin fyrir hvern sjúkling. Tekið er mið af getu sjúklings og færni, sem og persónulegum þáttum eins og menntun, fjölskyldu, búsetu, kyni og vinnu, allt eftir því hvaða markmið er með endurhæfingunni. Mikil áhersla er lögð á fræðslu og þátttöku sjúklings. Tilgangur lungnaendurhæfingar er að aðstoða fólk sem fengið glímir við lungnasjúkdóm við að ná sem bestri líkamlegri, andlegri og félagslegri heilsu og færni. Þar með talið að bæta líðan og lífsgæði. Í samstarfi við sjúklinginn sjálfan vinnur þverfaglegt teymi lækna, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga, næringarfræðinga, félagsráðgjafa og sjúkraliða að því að ná þessu markmiði. Árangur lungnaendurhæfingar felst í auknum lífsgæðum Lungnaendurhæfing er einstaklingsmiðuð og er skipt í fjóra meginþætti: Þjálfun, fræðslu, andlega og félagslega aðlögun og meðferð áhættuþátta til að stuðla að betra lífi og heilsu. Tæplega 200 manns njóta lungnaendurhæfingar á Reykjalundi á ári hverju, flestir í 4-6 vikur. Lungnaendurhæfing er fyrir fólk á öllum aldri með langvinnan lungnasjúkdóm, skerta getu og minnkuð lífsgæði vegna mæði og þrekleysis. Einnig fyrir lungnasjúklinga sem þurfa stuðning til að breyta skaðlegum lífsháttum, svo sem reykingum, hreyfingarleysi eða röngu mataræði. Markmið lungnaendurhæfingar eru til dæmis að auka þol og vöðvastyrk, rjúfa vítahring mæði og hreyfingarleysis, auka skilning á áhrifum lifnaðarhátta, ná betri stjórn á sjúkdómseinkennum og breyta lífsstíl varanlega. Árangur lungnaendurhæfingar felst í auknum lífsgæðum, meðal annars reyklausu lífi, reglulegri þjálfun, hollum neysluvenjum, betri svefni, aukinni starfsgetu og auknu sjálfstrausti. Aðferðir lungnaendurhæfingar eru styrkþjálfun, þolþjálfun, öndunarþjálfun, fræðsla, reykleysi, rétt mataræði, rannsóknir, ráðgjöf og stuðningur. Sérstaða Reykjalundar liggur í þverfaglegri endurhæfingu Sérstaðan í starfsemi Reykjalundar liggur í þverfaglegri endurhæfingu sem er einmitt lykillinn að farsælum árangri starfsins. Þverfagleg endurhæfing einkennist af samvinnu margra fagstétta sem mynda á Reykjalundi átta sérhæfð meðferðarteymi og er eitt þeirra einmitt lungnaendurhæfingarteymi. Vonast er til að sjúklingar endurheimti fyrri getu sína að einhverju eða öllu leyti, eða bæti a.m.k. heilsu sína. Umhverfi Reykjalundar, aðstaða og búnaður styður við að árangur endurhæfingarinnar verði sem mestur. Á Reykjalundi starfa tæplega 200 starfsmenn með mikla reynslu og 100-120 sjúklingar njóta þjónustunnar á degi hverjum. Nú eru yfir 1.000 á biðlista inn á Reykjalund en 1.000-1.200 manns fara í gegnum meðferð á ári. Flestir eru 4-6 vikur í senn. Á Reykjalundi eru 60 gistirými í boði fyrir fólk af landsbyggðinni eða fólk sem af öðrum ástæðum kemst ekki heim til sín í lok dags. Reykjalundur er heilbrigðisstofnun í eigu SÍBS. Nýbyggingar og viðhald á húsnæði Reykjalundar er að meginhluta fjármagnað með hagnaði frá Happdrætti SÍBS. Almenn starfsemi er fjármögnuð með þjónustusamningi við Sjúkratryggingar Íslands. Starfsemin hófst árið 1945 og þá var markmiðið að endurhæfa sjúklinga eftir berklaveiki. Um 1960 fór berklaveikin að láta undan síga og þegar ljóst varð að ekki væri lengur þörf á endurhæfingu fyrir þennan sjúklingahóp í sama mæli og áður, breyttist starfsgrundvöllur Reykjalundar og áhersla í endurhæfingu varð fjölbreyttari. Reykjalundur þróaðist í alhliða endurhæfingarmiðstöð og er enn að þróast. Lungnaendurhæfing Reykjalundar hefur sannarlega komið við sögu við að bæta lífsgæði fjölda Íslendinga og fjölskyldna þeirra og svo mun verða áfram. Endurhæfing á Reykjalundi mun áfram stefna á að hjálpa fólki til betra lífs, enda erum við staðráðin í því að halda áfram að nýta þautækifæri sem aukin og bætt endurhæfingarstarfsemi veita í heilbrigðiskerfinu, samfélagi okkar til heilla. Að lokum viljum við á Reykjalundi senda hlýjar kveðjur til allra þeirra sem hafa notið þjónustu lungnaendurhæfingar á Reykjalundi þessi 40 ár. Jafnframt sendum við innilegt þakklæti til alls þess merka starfsfólks sem komið hefur að starfinu og meðferðinni á þessum tíma. Á meðfylgjandi mynd má sjá hluta af lungnaendurhæfingarteymi Reykjalundar. Pétur er forstjóri Reykjalundar. Dr. Jónína Sigurgeirsdóttir er sérfræðingur í endurhæfingarhjúkrun í lungnateymi Reykjalundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Sjá meira
Í ár fagnar Reykjalundur 40 ára afmæli lungnaendurhæfingar en slík endurhæfing hófst formlega í núverandi mynd árið 1983 hér á Reykjalundi. Þetta 40 ára ferli lungnaendurhæfingar hefur verið afar farsælt enda hefur Reykjalundur verið einstaklega heppinn með metnaðarfullt og vandað starfsfólk. Af mörgu góðu fólki má nefna frumkvöðlana Björn Magnússon lungnalækni og Steinunni Ólafsdóttur hjúkrunarfræðing sem bæði brunnu fyrir að stuðla að betra lífi fyrir fólk með langvinna lungnasjúkdóma. Margir fleiri hafa fylgt í kjölfarið sem of langt væri að telja upp. Öllu þessu fólki vill Reykjalundur þakka af auðmýkt fyrir sitt merka framlag til sögu lungnaendurhæfingar hér á landi. Endurhæfing skiptir sköpum varðandi heilsu Endurhæfing skiptir sköpum þegar kemur að líkamlegri og andlegri heilsu. Eftir alvarleg veikindi, slys, áföll eða aðgerð þá getur endurhæfing hjálpað til við að ná aftur fótfestu í daglegu lífi. Endurhæfing er teymisvinna sem er einstaklingsmiðuð og sérsniðin fyrir hvern sjúkling. Tekið er mið af getu sjúklings og færni, sem og persónulegum þáttum eins og menntun, fjölskyldu, búsetu, kyni og vinnu, allt eftir því hvaða markmið er með endurhæfingunni. Mikil áhersla er lögð á fræðslu og þátttöku sjúklings. Tilgangur lungnaendurhæfingar er að aðstoða fólk sem fengið glímir við lungnasjúkdóm við að ná sem bestri líkamlegri, andlegri og félagslegri heilsu og færni. Þar með talið að bæta líðan og lífsgæði. Í samstarfi við sjúklinginn sjálfan vinnur þverfaglegt teymi lækna, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga, næringarfræðinga, félagsráðgjafa og sjúkraliða að því að ná þessu markmiði. Árangur lungnaendurhæfingar felst í auknum lífsgæðum Lungnaendurhæfing er einstaklingsmiðuð og er skipt í fjóra meginþætti: Þjálfun, fræðslu, andlega og félagslega aðlögun og meðferð áhættuþátta til að stuðla að betra lífi og heilsu. Tæplega 200 manns njóta lungnaendurhæfingar á Reykjalundi á ári hverju, flestir í 4-6 vikur. Lungnaendurhæfing er fyrir fólk á öllum aldri með langvinnan lungnasjúkdóm, skerta getu og minnkuð lífsgæði vegna mæði og þrekleysis. Einnig fyrir lungnasjúklinga sem þurfa stuðning til að breyta skaðlegum lífsháttum, svo sem reykingum, hreyfingarleysi eða röngu mataræði. Markmið lungnaendurhæfingar eru til dæmis að auka þol og vöðvastyrk, rjúfa vítahring mæði og hreyfingarleysis, auka skilning á áhrifum lifnaðarhátta, ná betri stjórn á sjúkdómseinkennum og breyta lífsstíl varanlega. Árangur lungnaendurhæfingar felst í auknum lífsgæðum, meðal annars reyklausu lífi, reglulegri þjálfun, hollum neysluvenjum, betri svefni, aukinni starfsgetu og auknu sjálfstrausti. Aðferðir lungnaendurhæfingar eru styrkþjálfun, þolþjálfun, öndunarþjálfun, fræðsla, reykleysi, rétt mataræði, rannsóknir, ráðgjöf og stuðningur. Sérstaða Reykjalundar liggur í þverfaglegri endurhæfingu Sérstaðan í starfsemi Reykjalundar liggur í þverfaglegri endurhæfingu sem er einmitt lykillinn að farsælum árangri starfsins. Þverfagleg endurhæfing einkennist af samvinnu margra fagstétta sem mynda á Reykjalundi átta sérhæfð meðferðarteymi og er eitt þeirra einmitt lungnaendurhæfingarteymi. Vonast er til að sjúklingar endurheimti fyrri getu sína að einhverju eða öllu leyti, eða bæti a.m.k. heilsu sína. Umhverfi Reykjalundar, aðstaða og búnaður styður við að árangur endurhæfingarinnar verði sem mestur. Á Reykjalundi starfa tæplega 200 starfsmenn með mikla reynslu og 100-120 sjúklingar njóta þjónustunnar á degi hverjum. Nú eru yfir 1.000 á biðlista inn á Reykjalund en 1.000-1.200 manns fara í gegnum meðferð á ári. Flestir eru 4-6 vikur í senn. Á Reykjalundi eru 60 gistirými í boði fyrir fólk af landsbyggðinni eða fólk sem af öðrum ástæðum kemst ekki heim til sín í lok dags. Reykjalundur er heilbrigðisstofnun í eigu SÍBS. Nýbyggingar og viðhald á húsnæði Reykjalundar er að meginhluta fjármagnað með hagnaði frá Happdrætti SÍBS. Almenn starfsemi er fjármögnuð með þjónustusamningi við Sjúkratryggingar Íslands. Starfsemin hófst árið 1945 og þá var markmiðið að endurhæfa sjúklinga eftir berklaveiki. Um 1960 fór berklaveikin að láta undan síga og þegar ljóst varð að ekki væri lengur þörf á endurhæfingu fyrir þennan sjúklingahóp í sama mæli og áður, breyttist starfsgrundvöllur Reykjalundar og áhersla í endurhæfingu varð fjölbreyttari. Reykjalundur þróaðist í alhliða endurhæfingarmiðstöð og er enn að þróast. Lungnaendurhæfing Reykjalundar hefur sannarlega komið við sögu við að bæta lífsgæði fjölda Íslendinga og fjölskyldna þeirra og svo mun verða áfram. Endurhæfing á Reykjalundi mun áfram stefna á að hjálpa fólki til betra lífs, enda erum við staðráðin í því að halda áfram að nýta þautækifæri sem aukin og bætt endurhæfingarstarfsemi veita í heilbrigðiskerfinu, samfélagi okkar til heilla. Að lokum viljum við á Reykjalundi senda hlýjar kveðjur til allra þeirra sem hafa notið þjónustu lungnaendurhæfingar á Reykjalundi þessi 40 ár. Jafnframt sendum við innilegt þakklæti til alls þess merka starfsfólks sem komið hefur að starfinu og meðferðinni á þessum tíma. Á meðfylgjandi mynd má sjá hluta af lungnaendurhæfingarteymi Reykjalundar. Pétur er forstjóri Reykjalundar. Dr. Jónína Sigurgeirsdóttir er sérfræðingur í endurhæfingarhjúkrun í lungnateymi Reykjalundar.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun