Datt úr hárgreiðslustól og krafðist skaðabóta Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 20. október 2023 19:49 Armur á hárgreiðslustólnum brotnaði með þeim afleiðingum að konan datt í gólfið. Vísir/Vilhelm/Getty Kona sem datt úr hárgreiðslustól og slasaðist fær engar skaðabætur frá tryggingafélagi hárgreiðslustofunnar. Atvikið var talið óhappatilvik og þar af leiðandi enginn talinn bera ábyrgð á slysinu. Landsréttur, sem kvað upp dóm í málinu í dag, sneri við dómi héraðsdóms sem áður hafði dæmt konunni í vil. Héraðsdómur taldi að konan ætti rétt á bótum úr frjálsri ábyrgðartryggingu hárgreiðslustofunnar, sem var tryggð hjá Sjóvá. Varanleg læknisfræðileg örorka Málsatvik voru þau að konunni var boðið sæti í hárgreiðslustól á stofu í Kópavogi. Þegar hún settist í stólinn brotnaði annar stólarmurinn og við það datt hún í gólfið. Konan leitaði til læknis vegna meiðslanna, sem voru meðal annars verkir, eymsli víðsvegar auk bakmeiðsla, og var að lokum metin með átta prósent varanlega læknisfræðilega örorku. Fyrir dómi bar konan fyrir sig að stóllinn hafi verið gallaður eða lélegur og að hárgreiðslustofan hafi borið á því ábyrgð. Stóllinn hafi verið tíu til fimmtán ára gamall og eftirliti með honum ábótavant. Þannig hafi stofan vanrækt aðgæsluskyldur, sýnt af sér saknæma háttsemi og þar af leiðandi borið bótaábyrgð. Sjóvá, vátryggingafélag hárgreiðslustofunnar og stefndi í málinu, bar fyrir sig að slysið hafi ekki átt rætur sínar að rekja til saknæmrar háttsemi. Þetta hafi einungis verið óhappatilvik og enginn á því borið ábyrgð. Stóllinn hafi verið sérstaklega gerður fyrir hárgreiðslustofur, reglulega yfirfarinn og í notkun í fjölda ára vandkvæðalaust. Engum að kenna Eins og fyrr segir komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að konan ætti rétt á skaðabótum frá Sjóvá vegna slyssins, meðal annars með vísan til þess að nægar upplýsingar um ástand stólsins hafi ekki legið fyrir, og var hárgreiðslustofan látin bera hallann af þeim sönnunarskorti. Landsréttur komst hins vegar að öndverðri niðurstöðu og taldi að um óhappatilvik hafi verið að ræða. Lagt var til grundvallar að stólarnir væru skoðaðir með reglulegu millibili og að viðhald færi fram eftir þörfum. Ekki var fallist á að hárgreiðslustofan hafi vanrækt eftirlit eða viðhald, og var vátryggingafélag stofunnar því sýknað af bótakröfu konunnar, sem slasaðist í stólnum. Tryggingar Dómsmál Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira
Landsréttur, sem kvað upp dóm í málinu í dag, sneri við dómi héraðsdóms sem áður hafði dæmt konunni í vil. Héraðsdómur taldi að konan ætti rétt á bótum úr frjálsri ábyrgðartryggingu hárgreiðslustofunnar, sem var tryggð hjá Sjóvá. Varanleg læknisfræðileg örorka Málsatvik voru þau að konunni var boðið sæti í hárgreiðslustól á stofu í Kópavogi. Þegar hún settist í stólinn brotnaði annar stólarmurinn og við það datt hún í gólfið. Konan leitaði til læknis vegna meiðslanna, sem voru meðal annars verkir, eymsli víðsvegar auk bakmeiðsla, og var að lokum metin með átta prósent varanlega læknisfræðilega örorku. Fyrir dómi bar konan fyrir sig að stóllinn hafi verið gallaður eða lélegur og að hárgreiðslustofan hafi borið á því ábyrgð. Stóllinn hafi verið tíu til fimmtán ára gamall og eftirliti með honum ábótavant. Þannig hafi stofan vanrækt aðgæsluskyldur, sýnt af sér saknæma háttsemi og þar af leiðandi borið bótaábyrgð. Sjóvá, vátryggingafélag hárgreiðslustofunnar og stefndi í málinu, bar fyrir sig að slysið hafi ekki átt rætur sínar að rekja til saknæmrar háttsemi. Þetta hafi einungis verið óhappatilvik og enginn á því borið ábyrgð. Stóllinn hafi verið sérstaklega gerður fyrir hárgreiðslustofur, reglulega yfirfarinn og í notkun í fjölda ára vandkvæðalaust. Engum að kenna Eins og fyrr segir komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að konan ætti rétt á skaðabótum frá Sjóvá vegna slyssins, meðal annars með vísan til þess að nægar upplýsingar um ástand stólsins hafi ekki legið fyrir, og var hárgreiðslustofan látin bera hallann af þeim sönnunarskorti. Landsréttur komst hins vegar að öndverðri niðurstöðu og taldi að um óhappatilvik hafi verið að ræða. Lagt var til grundvallar að stólarnir væru skoðaðir með reglulegu millibili og að viðhald færi fram eftir þörfum. Ekki var fallist á að hárgreiðslustofan hafi vanrækt eftirlit eða viðhald, og var vátryggingafélag stofunnar því sýknað af bótakröfu konunnar, sem slasaðist í stólnum.
Tryggingar Dómsmál Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira