Juventus vann risaslaginn á San Siro Siggeir Ævarsson skrifar 22. október 2023 20:45 Locatelli skoraði eina mark kvöldsins EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Stórleikur helgarinnar í ítalska fótboltanum var á milli AC Milan og Juventus á San Siro í Mílanó. Liðið voru fyrir leikinn í 2. og 3. sæti, Milan fjórum stigum á undan Juve. Eins og svo gjarnan gerist í risaleikjum í ítalska boltanum þá var varnarleikurinn í fyrirrúmi og fá færi litu dagsins ljós. Til að bæta gráu ofan á svart þá léku heimamenn einum manni færri frá 40. mínútu þegar Malick Thiaw fékk beint rautt spjald þegar hann reif Moise Kean niður sem var um það bil að sleppa í gegn. Fyrir þennan leik höfðu Juventus ekki skorað eitt einasta mark gegn AC Milan í síðustu þremur viðureignum liðanna. Lítil breyting varð á því í kvöld en þó nóg til að knýja fram sigur. Eina mark leiksins kom á 63. mínútu og var þar á ferðinni Manuel Locatelli eftir undirbúning frá Timothy Weah. 0-1 lokatölur leiksins og staðan á toppi Seríu A er ansi jöfn. Inter með 22 stig, Milan með 21 og Juventus með 20 þegar níu umferðum er lokið. Ítalski boltinn Fótbolti
Stórleikur helgarinnar í ítalska fótboltanum var á milli AC Milan og Juventus á San Siro í Mílanó. Liðið voru fyrir leikinn í 2. og 3. sæti, Milan fjórum stigum á undan Juve. Eins og svo gjarnan gerist í risaleikjum í ítalska boltanum þá var varnarleikurinn í fyrirrúmi og fá færi litu dagsins ljós. Til að bæta gráu ofan á svart þá léku heimamenn einum manni færri frá 40. mínútu þegar Malick Thiaw fékk beint rautt spjald þegar hann reif Moise Kean niður sem var um það bil að sleppa í gegn. Fyrir þennan leik höfðu Juventus ekki skorað eitt einasta mark gegn AC Milan í síðustu þremur viðureignum liðanna. Lítil breyting varð á því í kvöld en þó nóg til að knýja fram sigur. Eina mark leiksins kom á 63. mínútu og var þar á ferðinni Manuel Locatelli eftir undirbúning frá Timothy Weah. 0-1 lokatölur leiksins og staðan á toppi Seríu A er ansi jöfn. Inter með 22 stig, Milan með 21 og Juventus með 20 þegar níu umferðum er lokið.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti