Spánverji lagði hundruð milljóna króna inn á þrjár íslenskar konur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. október 2023 11:38 Málið verður þingfest um miðjan nóvember við Héraðsdóm Suðurlands. Tvær konur af þremur eru skráðar til heimilis á Suðurlandi. Vísir/Arnar Þrjár íslenskar konur eru sakaðar um að hafa þegið samanlagt á þriðja hundrað milljóna króna frá erlendum karlmanni og ekki gefið upp. Ein kvennanna segir að um lán hafi verið að ræða sem þegar hafi verið endurgreitt. Héraðssaksóknari hefur ákært konurnar þrjár fyrir meiriháttar brot á skattalögum. Einni þeirra, 27 ára konu skráð til heimilis á Selfossi, er sökuð um að hafa ekki talið fram 132 milljónir króna tekjuárin 2016 og 2017. Segist þegar hafa greitt skattana Í ákæru héraðssaksóknara segir spænskur karlmaður hafi umrædd ár lagt inn á reikning konunnar hjá Íslandsbanka tæplega 131 milljón króna annars vegar árið 2016 og rúmlega 600 þúsund krónur árið eftir. Konan er sögð hafa gert grein fyrir greiðslunum sem skuld þegar hún hefði átt að gera grein fyrir milljónunum sem skattskyldri gjöf. Þannig hafi hún komist hjá því að greiða rúmlega 59 milljónir króna í skatt. Sævar Þór Jónsson gætir hagsmuna einnar konunnar.Vísir/Arnar Sævar Þór Jónsson lögmaður er verjandi konunnar. Hann sagði í yfirlýsingu til DV á dögunum að um lán hefði verið að ræða sem konan hefði þegar greitt skatta af. Hún furði sig á því að gefin hafi verið út ákæra í málinu þegar búið sé að gera upp allar skattkröfur. Ekki kom fram í yfirlýsingu Auk konunnar sæta íslenskar mæðgur ákæru fyrir svipuð brot. Um er að ræða mæðgur á sjötugsaldri annars vegar og fertugsaldri hins vegar. Önnur er skráð til heimilis á Suðurlandi en hin í Mosfellsbæ. Móðir og dóttir Móðirin er ákærð fyrir að hafa ekki talið fram rúmlega fimmtíu milljónir króna sem sami spænski karlmaður lagði inn á reikning hennar hjá Íslandsbanka á árunum 2014-2017. Þannig hafi hún komist hjá því að greiða tæplega 21 milljón krónur í tekjuskatt og útsvar. Dóttir hennar naut einnig fjárhagslegs stuðnings frá sama karlmanni árin 2015 og 2017. Um þrjátíu milljónir króna samanlagt voru lagðar inn á hennar reikning hjá Arion banka. Hún taldi peningana ekki fram og komst þannig hjá því að greiða tæplega ellefu milljónir króna í tekjuskatt og útsvar. Þingfesting í málinu fer fram þann 16. nóvember við Héraðsdóm Suðurlands, væntanlega þar sem tvær af þremur ákærðu eru skráðar til heimilis á Suðurlandi. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Dómsmál Skattar og tollar Efnahagsbrot Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Lýstu vantrausti á framkvæmdastjóra Félagsbústaða vegna „ógnarstjórnunar“ Innlent Fleiri fréttir Lýstu vantrausti á framkvæmdastjóra Félagsbústaða vegna „ógnarstjórnunar“ Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært konurnar þrjár fyrir meiriháttar brot á skattalögum. Einni þeirra, 27 ára konu skráð til heimilis á Selfossi, er sökuð um að hafa ekki talið fram 132 milljónir króna tekjuárin 2016 og 2017. Segist þegar hafa greitt skattana Í ákæru héraðssaksóknara segir spænskur karlmaður hafi umrædd ár lagt inn á reikning konunnar hjá Íslandsbanka tæplega 131 milljón króna annars vegar árið 2016 og rúmlega 600 þúsund krónur árið eftir. Konan er sögð hafa gert grein fyrir greiðslunum sem skuld þegar hún hefði átt að gera grein fyrir milljónunum sem skattskyldri gjöf. Þannig hafi hún komist hjá því að greiða rúmlega 59 milljónir króna í skatt. Sævar Þór Jónsson gætir hagsmuna einnar konunnar.Vísir/Arnar Sævar Þór Jónsson lögmaður er verjandi konunnar. Hann sagði í yfirlýsingu til DV á dögunum að um lán hefði verið að ræða sem konan hefði þegar greitt skatta af. Hún furði sig á því að gefin hafi verið út ákæra í málinu þegar búið sé að gera upp allar skattkröfur. Ekki kom fram í yfirlýsingu Auk konunnar sæta íslenskar mæðgur ákæru fyrir svipuð brot. Um er að ræða mæðgur á sjötugsaldri annars vegar og fertugsaldri hins vegar. Önnur er skráð til heimilis á Suðurlandi en hin í Mosfellsbæ. Móðir og dóttir Móðirin er ákærð fyrir að hafa ekki talið fram rúmlega fimmtíu milljónir króna sem sami spænski karlmaður lagði inn á reikning hennar hjá Íslandsbanka á árunum 2014-2017. Þannig hafi hún komist hjá því að greiða tæplega 21 milljón krónur í tekjuskatt og útsvar. Dóttir hennar naut einnig fjárhagslegs stuðnings frá sama karlmanni árin 2015 og 2017. Um þrjátíu milljónir króna samanlagt voru lagðar inn á hennar reikning hjá Arion banka. Hún taldi peningana ekki fram og komst þannig hjá því að greiða tæplega ellefu milljónir króna í tekjuskatt og útsvar. Þingfesting í málinu fer fram þann 16. nóvember við Héraðsdóm Suðurlands, væntanlega þar sem tvær af þremur ákærðu eru skráðar til heimilis á Suðurlandi. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Dómsmál Skattar og tollar Efnahagsbrot Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Lýstu vantrausti á framkvæmdastjóra Félagsbústaða vegna „ógnarstjórnunar“ Innlent Fleiri fréttir Lýstu vantrausti á framkvæmdastjóra Félagsbústaða vegna „ógnarstjórnunar“ Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Sjá meira