Hefur lagt ólöglega án athugasemda í 34 ár Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. október 2023 06:46 Reykjavíkurborg segir að íbúinn hafi aldrei fengið leyfi til að leggja á lóð sinni, þrátt fyrir að hann hafi gert það í áraraðir án athugasemda. Vísir/Vilhelm Íbúi við Njálsgötu í Reykjavík er ósáttur við að borgin vilji banna honum að leggja á lóðinni sinni eins og hann hefur gert athugasemdalaust í 34 ár. Íbúinn málaði sjálfur gular línur á gangstéttina til að koma í veg fyrir að fólk legði í almenn bílastæði borgarinnar framan við heimatilbúið „einkastæði“ hans. Kærunni hefur verið vísað frá þar sem borgin hefur enn sem komið er ekki beitt þvingunaraðgerðum. Í úrskurðinum kemur fram að kærandinn hafi átt einbýlishúsið á Njálsgötu í á þriðja áratug. Ekki er gert ráð fyrir bílastæðum innan lóðar í gildandi deiluskipulagi frá 2013 en eigandinn segist hafa nýtt hluta lóðar sinnar sem bílastæði allt frá árinu 1989, eða í 34 ár. Hann segir að Reykjavíkurborg hafi ekki gert við það athugasemdir. Þá hafi starfsmenn borgarinnar gulmerkt kant gangstéttar fyrir framan bílastæðið, sem hann hafi þó í fyrstu merkt að eigin frumkvæði, og með því viðurkennt rétt sinn til að nýta umræddan lóðarpart með þessum hætti. Segjast aldrei hafa samþykkt bílastæðin Eigandi hússins fékk bréf frá byggingarfulltrúa í Reykjavík þann 13. júlí síðastliðnum. Kom þar fram að ábending hefði borist um það að hann væri búinn að útbúa innkeyrslu frá Njálsgötu inn á lóð sína, ásamt því að gulmerkja kannt og almenn bílastæði í götu. Kæranda var gert að láta af akstri inn á lóðina og lagningu bíla og ennfremur að loka fyrir innakstur. Var eigandanum veittur fjórtán daga frestur til að koma að andmælum sem hann og gerði. Þá kom fram að myndi hann ekki sinna þessum tilmælum yrði tekin ákvörðun um framhald málsins. Íbúinn bendir á að Reykjavíkurborg hafi sjálf gulmerkt kantinn við bílastæði á lóðinni.Vísir/Vilhelm Þá fékk eigandinn tölvupóst í ágúst frá starfsmanni á skrifstofu stjórnsýslu og gæða á umhverfis-og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Þar var ítrekuð sú krafa að hann léti af akstri inn á lóðina og um leið tilkynnt að borgin hygðist fjarlæga gulmerkingar af götunni og gangstéttarkanti. Þá var honum leiðbeint um það að hann gæti kært ákvörðunina til úrskurðarnefndar-umhverfis og auðlindamála, auk þess sem honum var bent á að hann gæti kannað hjá skipulagsfulltrúa í Reykjavík hvort hægt væri að breyta deiluskipulagi og fá bílastæðin með því samþykkt. Borgin bar fyrir sig við nefndina að ekki virðist um það deilt að bílastæðin tvö á Njálsgötu hafi aldrei verið samþykkt af byggingar- eða skipulagsyfirvöldum. Þá sé fyrirkomulag lóðarinnar ekki í samræmi við samþykkta uppdrætti í byggingarreglugerð. Ljóst sé að óheimilt sé að leggja bílum inn á einkalóð ef skipulag geri ekki ráð fyrir því. Þá sé staðsetning bílastæðanna á lóðinni á þann veg að tvö skáhallandi almenningsstæði í götu séu ónothæf. Í niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála segir að af fyrirliggjandi gögnum verði ekki ráðið að tekin hafi verið ákvörðun um hugsanlega beitingu þvingunarúrræða byggingarfulltrúans gegn eigandanum á Njálsgötu. Því liggi ekki fyrir nein kæranleg ákvörðun í málinu sem bindur enda á málið. Reykjavík Bílastæði Skipulag Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Í úrskurðinum kemur fram að kærandinn hafi átt einbýlishúsið á Njálsgötu í á þriðja áratug. Ekki er gert ráð fyrir bílastæðum innan lóðar í gildandi deiluskipulagi frá 2013 en eigandinn segist hafa nýtt hluta lóðar sinnar sem bílastæði allt frá árinu 1989, eða í 34 ár. Hann segir að Reykjavíkurborg hafi ekki gert við það athugasemdir. Þá hafi starfsmenn borgarinnar gulmerkt kant gangstéttar fyrir framan bílastæðið, sem hann hafi þó í fyrstu merkt að eigin frumkvæði, og með því viðurkennt rétt sinn til að nýta umræddan lóðarpart með þessum hætti. Segjast aldrei hafa samþykkt bílastæðin Eigandi hússins fékk bréf frá byggingarfulltrúa í Reykjavík þann 13. júlí síðastliðnum. Kom þar fram að ábending hefði borist um það að hann væri búinn að útbúa innkeyrslu frá Njálsgötu inn á lóð sína, ásamt því að gulmerkja kannt og almenn bílastæði í götu. Kæranda var gert að láta af akstri inn á lóðina og lagningu bíla og ennfremur að loka fyrir innakstur. Var eigandanum veittur fjórtán daga frestur til að koma að andmælum sem hann og gerði. Þá kom fram að myndi hann ekki sinna þessum tilmælum yrði tekin ákvörðun um framhald málsins. Íbúinn bendir á að Reykjavíkurborg hafi sjálf gulmerkt kantinn við bílastæði á lóðinni.Vísir/Vilhelm Þá fékk eigandinn tölvupóst í ágúst frá starfsmanni á skrifstofu stjórnsýslu og gæða á umhverfis-og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Þar var ítrekuð sú krafa að hann léti af akstri inn á lóðina og um leið tilkynnt að borgin hygðist fjarlæga gulmerkingar af götunni og gangstéttarkanti. Þá var honum leiðbeint um það að hann gæti kært ákvörðunina til úrskurðarnefndar-umhverfis og auðlindamála, auk þess sem honum var bent á að hann gæti kannað hjá skipulagsfulltrúa í Reykjavík hvort hægt væri að breyta deiluskipulagi og fá bílastæðin með því samþykkt. Borgin bar fyrir sig við nefndina að ekki virðist um það deilt að bílastæðin tvö á Njálsgötu hafi aldrei verið samþykkt af byggingar- eða skipulagsyfirvöldum. Þá sé fyrirkomulag lóðarinnar ekki í samræmi við samþykkta uppdrætti í byggingarreglugerð. Ljóst sé að óheimilt sé að leggja bílum inn á einkalóð ef skipulag geri ekki ráð fyrir því. Þá sé staðsetning bílastæðanna á lóðinni á þann veg að tvö skáhallandi almenningsstæði í götu séu ónothæf. Í niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála segir að af fyrirliggjandi gögnum verði ekki ráðið að tekin hafi verið ákvörðun um hugsanlega beitingu þvingunarúrræða byggingarfulltrúans gegn eigandanum á Njálsgötu. Því liggi ekki fyrir nein kæranleg ákvörðun í málinu sem bindur enda á málið.
Reykjavík Bílastæði Skipulag Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira