Hinir látnu í Brussel eldri karlmenn Atli Ísleifsson skrifar 17. október 2023 13:10 Hæsta viðbúnaðarstigi vegna hryðjuverkaógnar var komið á í Belgíu vegna árásarinnar í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Svíarnir sem drepnir voru í hryðjuverkaárás í Brussel í Belgíu í gær voru karlmenn, annar á sjötugsaldri og hinn á áttræðisaldri. Annar mannanna var búsettur í Stokkhólmi og hinn bjó erlendis. Þetta staðfestir sænska utanríkisráðuneytið í samtali við SVT. Þar segir að búið sé að upplýsa aðstandendur mannnanna. Þriðji maðurinn, sem særðist í árásinni, er á áttræðisaldri og dvelur nú á sjúkrahúsi í Brussel. Árásin átti sér stað um klukkan sjö að staðartíma í gærkvöldi á Boulevard d'Ypres, um fimm kílómetra frá leikvanginum þar sem fótboltalandslið Belga og Svía mættust í undankeppni EM í fótbolta karla. Þeir sem fyrir árásinni urðu klæddust allir sænskum fótboltatreyjum. Árásarmaðurinn notaðist við sjálfvirkan riffil og flúði síðar af vettvangi. Hann var skotinn til bana af lögreglu á kaffihúsi í gærkvöldi. Maðurinn, 45 ára karlmaður frá Túnis, dvaldi ólöglega í Belgíu eftir að umsókn hans um hæli hafði verið hafnað árið 2020. Hann hafði einnig dvalið í Svíþjóð. Hæsta viðbúnaðarstigi vegna hryðjuverkaógnar var komið á í Belgíu vegna árásarinnar í gærkvöldi og var leiksleiknum hætt. Á myndbandi, sem árásarmaðurinn birti að árásinni lokinni, hét hann stuðningi við hryðjuverkasamtökin ISIS og sagðist hafa drepið fólki í nafni guðs. I will go to Brussels tomorrow to commemorate and mourn the victims of yesterday s terrorist attack. https://t.co/IZxKiP2Pvc— SwedishPM (@SwedishPM) October 17, 2023 Minningarstund í Brussel á morgun Alexander De Croo, forsætisráðherra Belgíu, hefur boðið Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, til Brussel á morgun til að vera viðstaddur minningarstund um hina látnu. „Svíþjóð og Belgía syrgja fórnarlömb gærdagsins saman,“ segir De Croo. Kristerston hefur staðfest að hann muni halda til Brussel. Kristersson hefur hvatt alla Svía sem staddir eru erlendis að hafa varann á. „Allt bendir til að þessi hryðjuverkaárás hafi beinst að Svíþjóð og sænskum ríkisborgurum, bara af því að þeir eru Svíar,“ sagði forsætisráðherrann. Hann sagði ennfremur að aldrei áður í seinni tíð hafi Svíþjóð og sænskir hagsmunir staðið frammi fyrir eins mikilli ógn og nú. Svíþjóð Belgía Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Þetta staðfestir sænska utanríkisráðuneytið í samtali við SVT. Þar segir að búið sé að upplýsa aðstandendur mannnanna. Þriðji maðurinn, sem særðist í árásinni, er á áttræðisaldri og dvelur nú á sjúkrahúsi í Brussel. Árásin átti sér stað um klukkan sjö að staðartíma í gærkvöldi á Boulevard d'Ypres, um fimm kílómetra frá leikvanginum þar sem fótboltalandslið Belga og Svía mættust í undankeppni EM í fótbolta karla. Þeir sem fyrir árásinni urðu klæddust allir sænskum fótboltatreyjum. Árásarmaðurinn notaðist við sjálfvirkan riffil og flúði síðar af vettvangi. Hann var skotinn til bana af lögreglu á kaffihúsi í gærkvöldi. Maðurinn, 45 ára karlmaður frá Túnis, dvaldi ólöglega í Belgíu eftir að umsókn hans um hæli hafði verið hafnað árið 2020. Hann hafði einnig dvalið í Svíþjóð. Hæsta viðbúnaðarstigi vegna hryðjuverkaógnar var komið á í Belgíu vegna árásarinnar í gærkvöldi og var leiksleiknum hætt. Á myndbandi, sem árásarmaðurinn birti að árásinni lokinni, hét hann stuðningi við hryðjuverkasamtökin ISIS og sagðist hafa drepið fólki í nafni guðs. I will go to Brussels tomorrow to commemorate and mourn the victims of yesterday s terrorist attack. https://t.co/IZxKiP2Pvc— SwedishPM (@SwedishPM) October 17, 2023 Minningarstund í Brussel á morgun Alexander De Croo, forsætisráðherra Belgíu, hefur boðið Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, til Brussel á morgun til að vera viðstaddur minningarstund um hina látnu. „Svíþjóð og Belgía syrgja fórnarlömb gærdagsins saman,“ segir De Croo. Kristerston hefur staðfest að hann muni halda til Brussel. Kristersson hefur hvatt alla Svía sem staddir eru erlendis að hafa varann á. „Allt bendir til að þessi hryðjuverkaárás hafi beinst að Svíþjóð og sænskum ríkisborgurum, bara af því að þeir eru Svíar,“ sagði forsætisráðherrann. Hann sagði ennfremur að aldrei áður í seinni tíð hafi Svíþjóð og sænskir hagsmunir staðið frammi fyrir eins mikilli ógn og nú.
Svíþjóð Belgía Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira