Brattir sauðfjárbændur í Rangárvallasýslu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. október 2023 21:00 Gunnhildur Þórunn með hluta af verðlaunagripunum, sem hún gerði fyrir Dag sauðkindarinnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var létt yfir sauðfjárbændum á Degi sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu um helgina þar sem hrútar og gimbrar voru þuklaðar og dæmdar. 96 ára bóndi naut sín vel innan um sauðféð. „Og efsta gimbrin hér í dag er númer 125 frá Teigi. Hún er með ómvöðva upp á 43, 5,1 í fitu, 4,5 í lögun, hún er með 9,5 fyrir frampart, 19,5 læri, 8,5 ull og 9 í samræmi. Glæsilega vel gert lamb á allan hátt, gjörið svo vel, til hamingju,” sagði Lovísa Herborg Ragnarsdóttir kynnir á Degi sauðkindarinnar þegar hún afhenti Tómasi Jenssyni á Teigi verðlaunin fyrir gimbrina. „Hún stóð sig vel, vonandi gerir hún það áfram,” segir Tómas. Það var heldur betur stemming á laugardaginn í reiðhöllinni á Hvolsvelli þar sem dagurinn fór fram. Mikið af fólki mætti til að fylgjast með og allt af fallegasta fénu í Rangárvallasýslu var mætt í höllina. Keppt var meðal annars um best hyrnda hrútinn, bestu kollóttu gimbrina, litfegurstu gimbrina og svo var ræktunarbú ársins 2022 tilkynnt en það er sauðfjárræktarbúið á Teigi í Fljótshlíð og tóku bræðurnir á bænum, þeir Jens Heiðar Guðnason, 9 ára og Ýmis Atli, 5 ára við verðlaununum. Tómast á Teigi með verðlaunagimbrina sína. Með honum eru bræðurnir Jens Heiðar 9 ára og Ýmir Atli Guðnasynir, sem búa líka á Teigi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hyrndur hrútur frá Austvaðsholti vakti sérstaka athygli á deginum. „Ég ætla að vonast til að geta notað annað hvort hann eða son hans í vetur á forysturollurnar mínar. Hann er fallega hyrndur og hornin eru ekki í kinnunum, hann gæti verið útigangur í mörg ár, það færu aldrei í hann hornin,” segir Vilmundur Rúnar Ólafsson, bóndi á Torfastöðum í Fljótshlíð. Fallega hyrndi hrúturinn frá Austvaðsholti.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Bændur eru ekkert að gefa eftir í sauðfjárræktinni, þetta er bara svo gaman eins og allt stússið, smala, raga, gefa, bara vera innan um skepnurnar og borða, fá kjötið á diskinn,” segir Lovísa Herborg, kynnir og sauðfjárbóndi. Verðlaunagripirnir voru ekki af verri endanum. Myndir sem Gunnhildur Þórunn Jónsdóttir á Hvolsvelli teiknaði og málaði. „Ég gerist smiður einu sinni á ári, sker út og mála svo. Ég var svona tvær klukkustundir með hverja mynd,” segir Gunnhildur Þórunn. Katrín J. Óskarsdóttir var með skemmtilega sýningu á myndum sínum en hún er sérstaklega góð í að teikna og mála íslenska húsdýrin og var meðal annars að gefa út fallegt plakat út um íslenska húsdýrin. Katrín J. Óskarsdóttir, sem var að gefa út plaggat um íslensku húsdýrin, allt myndir sem hún teiknaði og málaði og hægt er að kaupa í næstu bókabúð og í Sveitabúðinni Unu á Hvolsvelli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Sverrir Haraldsson í Selsundi, 96 ára lét sig ekki vanta á Dag sauðkindarinnar. „Mér líst vel á þetta nýjasta með ræktunina og riðuna í sauðfénu með nýju arfgerðina, það eru einu framfarirnar sem eru yfirstandandi núna,” segir Sverrir. Sverrir Haraldsson í Selsundi, 96 ára, sem var brattur og hress á Degi sauðkindarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Landbúnaður Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Sjá meira
„Og efsta gimbrin hér í dag er númer 125 frá Teigi. Hún er með ómvöðva upp á 43, 5,1 í fitu, 4,5 í lögun, hún er með 9,5 fyrir frampart, 19,5 læri, 8,5 ull og 9 í samræmi. Glæsilega vel gert lamb á allan hátt, gjörið svo vel, til hamingju,” sagði Lovísa Herborg Ragnarsdóttir kynnir á Degi sauðkindarinnar þegar hún afhenti Tómasi Jenssyni á Teigi verðlaunin fyrir gimbrina. „Hún stóð sig vel, vonandi gerir hún það áfram,” segir Tómas. Það var heldur betur stemming á laugardaginn í reiðhöllinni á Hvolsvelli þar sem dagurinn fór fram. Mikið af fólki mætti til að fylgjast með og allt af fallegasta fénu í Rangárvallasýslu var mætt í höllina. Keppt var meðal annars um best hyrnda hrútinn, bestu kollóttu gimbrina, litfegurstu gimbrina og svo var ræktunarbú ársins 2022 tilkynnt en það er sauðfjárræktarbúið á Teigi í Fljótshlíð og tóku bræðurnir á bænum, þeir Jens Heiðar Guðnason, 9 ára og Ýmis Atli, 5 ára við verðlaununum. Tómast á Teigi með verðlaunagimbrina sína. Með honum eru bræðurnir Jens Heiðar 9 ára og Ýmir Atli Guðnasynir, sem búa líka á Teigi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hyrndur hrútur frá Austvaðsholti vakti sérstaka athygli á deginum. „Ég ætla að vonast til að geta notað annað hvort hann eða son hans í vetur á forysturollurnar mínar. Hann er fallega hyrndur og hornin eru ekki í kinnunum, hann gæti verið útigangur í mörg ár, það færu aldrei í hann hornin,” segir Vilmundur Rúnar Ólafsson, bóndi á Torfastöðum í Fljótshlíð. Fallega hyrndi hrúturinn frá Austvaðsholti.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Bændur eru ekkert að gefa eftir í sauðfjárræktinni, þetta er bara svo gaman eins og allt stússið, smala, raga, gefa, bara vera innan um skepnurnar og borða, fá kjötið á diskinn,” segir Lovísa Herborg, kynnir og sauðfjárbóndi. Verðlaunagripirnir voru ekki af verri endanum. Myndir sem Gunnhildur Þórunn Jónsdóttir á Hvolsvelli teiknaði og málaði. „Ég gerist smiður einu sinni á ári, sker út og mála svo. Ég var svona tvær klukkustundir með hverja mynd,” segir Gunnhildur Þórunn. Katrín J. Óskarsdóttir var með skemmtilega sýningu á myndum sínum en hún er sérstaklega góð í að teikna og mála íslenska húsdýrin og var meðal annars að gefa út fallegt plakat út um íslenska húsdýrin. Katrín J. Óskarsdóttir, sem var að gefa út plaggat um íslensku húsdýrin, allt myndir sem hún teiknaði og málaði og hægt er að kaupa í næstu bókabúð og í Sveitabúðinni Unu á Hvolsvelli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Sverrir Haraldsson í Selsundi, 96 ára lét sig ekki vanta á Dag sauðkindarinnar. „Mér líst vel á þetta nýjasta með ræktunina og riðuna í sauðfénu með nýju arfgerðina, það eru einu framfarirnar sem eru yfirstandandi núna,” segir Sverrir. Sverrir Haraldsson í Selsundi, 96 ára, sem var brattur og hress á Degi sauðkindarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Landbúnaður Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Sjá meira