Fólk með ADHD í lausu lofti Sigrún Heimisdóttir skrifar 16. október 2023 08:31 Sálfræðingar, geðlæknar og heimilislæknar hafa lengi átt góða samvinnu við greiningu á ADHD og leggja sig fram ásamt fleiri fagstéttum um að sinna mikilvægri meðferð. Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna innan Heilsugæslunnar telur sér ekki lengur fært að taka við greinargerðum sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna. Ein af ástæðum þess er að erfitt er fyrir teymið að meta hvort klínískum leiðbeiningum við greiningar sé fylgt nægjanlega vel og aukin eftirspurn. Þar reisir opinber heilbrigðisþjónusta veggi og fagfólk þar virðist vera að kikna undan álagi og hlutverki sínu. Afleiðingin er að þeir einstaklingar sem eiga erfitt með daglegt líf vegna ADHD einkenna eru í lausu lofti! Sálfræðingar vinna flókna greiningarvinnu sem felur í sér mat á mögulegum einkennum ADHD eða því hvort annar vandi skýri frekar vandann. Greina hvað hamlar, setja niðurstöður fram í skýrslu ásamt meðferðaráætlun og veita í framhaldi viðeigandi viðtalsmeðferð. Fjöldi fólks bíður eftir að komast í slíka þjónustu, - fá hlustun, mat á vanda og plan. Einstaklingur á fullorðinsaldri sem fer í gegnum slíkt ferli þarf að leggja á sig heilmikla sjálfsskoðun og fæstir fara í þá vinnu að ástæðulausu. Uppskeran er oft ríkuleg, aukin sjálfsþekking og sjálfstraust sem og eru meiri líkur á að gagnlegar leiðir til sjálfshjálpar séu nýttar. Geðlæknar sinna einnig greiningum á ADHD, oft í samvinnu við sálfræðinga. Þeir veita meðferð í formi lyfja og biðlistar til þeirra eru enn lengri en til sálfræðinga. Lyfjanotkun hefur aukist og lyfin eru uppseld! Samkvæmt lyfjaútskriftum virðast fleiri vera að greinast en áður. Sálfræðingar sinna ekki lyfjameðferð og sálfræðimeðferð er ekki enn niðurgreidd þrátt fyrir að klínískar leiðbeiningar Landlæknisembættis mæli með þeirri meðferð. Klínískum leiðbeiningum um meðferð fólks með ADHD er ekki fylgt nema að huta til hérlendis. Fólk hefur ekki tök á niðurgreiðslu á viðtalsmeðferð s.s. Hugrænni atferlismeðferð, hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingum og aðgengi í opinberu heilbrigðiskerfi er takmarkaður fyrir þennan hóp. Í umræddum leiðbeiningum kemur fram: „Mikilvægt er að meðferðaráætlun við ADHD sé heildræn, þar sem einnig er tekið á sálrænum þáttum auk atferlistruflana og áhrifa á nám og störf. Þeir sem greinast með ADHD eiga að fá fræðslu og ráðgjöf um ADHD, áhrif einkenna á færni í daglegu lífi og samskipti við aðra. Hefja má lyfjameðferð ef ADHD einkenni eru enn hamlandi eftir að daglegt líf og umhverfi hefur verið aðlagað eins og við á“. „Hugræna atferlismeðferð með áherslu á ADHD (t.d. í hóp) ætti að bjóða öllum, sem val við lyfjameðferð eða samhliða lyfjameðferð“ Rannsóknir sýna að ADHD er arfgengt, getur verið samhliða öðrum vanda og fylgiraskanir s.s. tilfinningavandi koma fram hjá stórum hópi. Sálfræðimeðferð kemur þar einnig að gagni. Margir með ADHD búa yfir styrkleikum og sjálfsbjargarviðleitni til að fást við daglegt líf þrátt fyrir einkennin. Flestir vilja leggja sig fram til sjálfshjálpar, en þegar það er of erfitt og daglegt líf gengur ekki upp er þörf á aðkomu fagaðila. Úrræðaleysi og útilokun frá heilbrigðisþjónustu getur haft alvarleg áhrif á einstaklinginn sem er leitandi að svörum og viðeigandi meðferð, valdið ótta, örvæntingu, reiði, örmögnun og ýtt undir fordóma. Aukin hætta er á að annar vandi aukist og afleiðingar geta verið víðtækar. Samtal, greining, áætlun og meðferð er kjarnin í starfi sálfræðinga. Lausnaleit sem við getum hæglega beitt í þessu samhengi! Að reisa veggi og útiloka ákveðna sjúklingahópa frá greiningu og meðferð, er ekki heillavænlegt og samræmist ekki klínískum leiðbeiningum eða fagmennsku. Okkar ábyrgð sem fagaðila er að vanda okkur, vinna af fagmennsku og fylgja fyrirmælum um verklag. Hlusta, meðtaka og sýna því virðingu og skilning sem við heyrum hjá skjólstæðingum okkar. Það er fjöldi fólks með hamlandi vanda að leita svara og fjöldi fagfólks að reyna sitt besta en skerðing og skortur á þjónustu á einum stað ýtir undir álag á öðrum stað. Skoða þarf málið í stærra samhengi og fara í einu og öllu eftir klínskum leiðbeiningum. Mikilvægt er að við hlustum á fólk, vinnum áfram saman og að stjórnvöld skoði raunverulegar lausnir á vandanum! Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði og framkvæmdastjóri. Sinnir greiningum og meðferð í þverfaglegu teymi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál ADHD Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Sálfræðingar, geðlæknar og heimilislæknar hafa lengi átt góða samvinnu við greiningu á ADHD og leggja sig fram ásamt fleiri fagstéttum um að sinna mikilvægri meðferð. Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna innan Heilsugæslunnar telur sér ekki lengur fært að taka við greinargerðum sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna. Ein af ástæðum þess er að erfitt er fyrir teymið að meta hvort klínískum leiðbeiningum við greiningar sé fylgt nægjanlega vel og aukin eftirspurn. Þar reisir opinber heilbrigðisþjónusta veggi og fagfólk þar virðist vera að kikna undan álagi og hlutverki sínu. Afleiðingin er að þeir einstaklingar sem eiga erfitt með daglegt líf vegna ADHD einkenna eru í lausu lofti! Sálfræðingar vinna flókna greiningarvinnu sem felur í sér mat á mögulegum einkennum ADHD eða því hvort annar vandi skýri frekar vandann. Greina hvað hamlar, setja niðurstöður fram í skýrslu ásamt meðferðaráætlun og veita í framhaldi viðeigandi viðtalsmeðferð. Fjöldi fólks bíður eftir að komast í slíka þjónustu, - fá hlustun, mat á vanda og plan. Einstaklingur á fullorðinsaldri sem fer í gegnum slíkt ferli þarf að leggja á sig heilmikla sjálfsskoðun og fæstir fara í þá vinnu að ástæðulausu. Uppskeran er oft ríkuleg, aukin sjálfsþekking og sjálfstraust sem og eru meiri líkur á að gagnlegar leiðir til sjálfshjálpar séu nýttar. Geðlæknar sinna einnig greiningum á ADHD, oft í samvinnu við sálfræðinga. Þeir veita meðferð í formi lyfja og biðlistar til þeirra eru enn lengri en til sálfræðinga. Lyfjanotkun hefur aukist og lyfin eru uppseld! Samkvæmt lyfjaútskriftum virðast fleiri vera að greinast en áður. Sálfræðingar sinna ekki lyfjameðferð og sálfræðimeðferð er ekki enn niðurgreidd þrátt fyrir að klínískar leiðbeiningar Landlæknisembættis mæli með þeirri meðferð. Klínískum leiðbeiningum um meðferð fólks með ADHD er ekki fylgt nema að huta til hérlendis. Fólk hefur ekki tök á niðurgreiðslu á viðtalsmeðferð s.s. Hugrænni atferlismeðferð, hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingum og aðgengi í opinberu heilbrigðiskerfi er takmarkaður fyrir þennan hóp. Í umræddum leiðbeiningum kemur fram: „Mikilvægt er að meðferðaráætlun við ADHD sé heildræn, þar sem einnig er tekið á sálrænum þáttum auk atferlistruflana og áhrifa á nám og störf. Þeir sem greinast með ADHD eiga að fá fræðslu og ráðgjöf um ADHD, áhrif einkenna á færni í daglegu lífi og samskipti við aðra. Hefja má lyfjameðferð ef ADHD einkenni eru enn hamlandi eftir að daglegt líf og umhverfi hefur verið aðlagað eins og við á“. „Hugræna atferlismeðferð með áherslu á ADHD (t.d. í hóp) ætti að bjóða öllum, sem val við lyfjameðferð eða samhliða lyfjameðferð“ Rannsóknir sýna að ADHD er arfgengt, getur verið samhliða öðrum vanda og fylgiraskanir s.s. tilfinningavandi koma fram hjá stórum hópi. Sálfræðimeðferð kemur þar einnig að gagni. Margir með ADHD búa yfir styrkleikum og sjálfsbjargarviðleitni til að fást við daglegt líf þrátt fyrir einkennin. Flestir vilja leggja sig fram til sjálfshjálpar, en þegar það er of erfitt og daglegt líf gengur ekki upp er þörf á aðkomu fagaðila. Úrræðaleysi og útilokun frá heilbrigðisþjónustu getur haft alvarleg áhrif á einstaklinginn sem er leitandi að svörum og viðeigandi meðferð, valdið ótta, örvæntingu, reiði, örmögnun og ýtt undir fordóma. Aukin hætta er á að annar vandi aukist og afleiðingar geta verið víðtækar. Samtal, greining, áætlun og meðferð er kjarnin í starfi sálfræðinga. Lausnaleit sem við getum hæglega beitt í þessu samhengi! Að reisa veggi og útiloka ákveðna sjúklingahópa frá greiningu og meðferð, er ekki heillavænlegt og samræmist ekki klínískum leiðbeiningum eða fagmennsku. Okkar ábyrgð sem fagaðila er að vanda okkur, vinna af fagmennsku og fylgja fyrirmælum um verklag. Hlusta, meðtaka og sýna því virðingu og skilning sem við heyrum hjá skjólstæðingum okkar. Það er fjöldi fólks með hamlandi vanda að leita svara og fjöldi fagfólks að reyna sitt besta en skerðing og skortur á þjónustu á einum stað ýtir undir álag á öðrum stað. Skoða þarf málið í stærra samhengi og fara í einu og öllu eftir klínskum leiðbeiningum. Mikilvægt er að við hlustum á fólk, vinnum áfram saman og að stjórnvöld skoði raunverulegar lausnir á vandanum! Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði og framkvæmdastjóri. Sinnir greiningum og meðferð í þverfaglegu teymi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar