Sannfærður um að vikan hafi þétt raðir ríkisstjórnarinnar Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 14. október 2023 13:55 Sigurður Ingi segir að fólk eigi ekki að vera í pólitík ef það búist ekki við hinu óvænta af og til. Vísir/Vilhelm Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ræddu framtíð ríkisstjórnarinnar og erindi hennar eftir að Bjarni tilkynnti um afsögn sína. Þau telja sig enn eiga erindi og vilja ljúka verkefnum sem sett voru fram í stjórnarsáttmála fyrir tveimur árum. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að hann hafi fengið að vita af afsögn Bjarna þegar hann tilkynnti þjóðinni það síðastliðinn þriðjudag. Hann hafi samt sem áður vitað af þessum vangaveltum hans kvöldið áður en ekki vitað hvaða ákvörðun Bjarni myndi taka. Hann hafi aðeins hringt í forsætisráðherra og tilkynnt henni ákvörðun sína um morguninn. Spurður hvort hann hafi verið sáttur við að heyra af þessu svo seint svaraði hann því játandi. Hann sagði það hafa verið vana þeirra síðustu sex árin að ræða svona hluti saman og að það hafi ekki verið breyting á því í þessu tilfelli. Hann viðurkennir að ýmislegt hafi verið rætt en að þær breytingar sem hafi verið gerðar hjá Bjarna Benediktssyni og Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur hafi verið þær breytingar sem þau hafi verið sammála um að gera. Þau hafi sameiginlega sýn og Þórdís sé ekki að koma ný að ríkisstjórninni. Spurður hvort að ríkisstjórnin þoli tvö ár til viðbótar sagði Sigurður Ingi hana klárlega gera það. „Þessi vika er búin að vera löng. Vikur og jafnvel mánuðir hér á undan hafa verið mjög of mikið af uppákomum sem hafa ekki verið heppilegar fyrir ríkisstjórnina,“ sagði Sigurður og að hann hefði ekki í langan tíma verið bjartsýnni og með skýrari sýn á framtíð ríkisstjórnarinnar. Spurður hvort að ýmis ágreiningsmál hafi verið leidd til lykta á fundi stjórnarflokkanna í gær sagði hann flokkanna ólíka og að þeir væru ekki að reyna vera með sömu skoðanir. Það væri stjórnarsáttmáli sem þau vinni eftir. Það yrði enn ágreiningur en að það yrði alltaf samtal á meðan þau væru saman í ríkisstjórn. „Ég er sannfærður um að þessi vika hafi þétt raðirnar hvað það varðar og gert öllum ljóst að það er lykillinn að farsælu og áframhaldandi samstarfi út þetta kjörtímabil,“ sagði Sigurður Ingi og að það væri skýrari sýn en áður á framtíðarverkefni ríkisstjórnarinnar. Spurður hvort að hann hafi óttast að endalok ríkisstjórnarinnar væru komin í vikunni sagði Sigurður Ingi þann ótta alltaf reglulega koma upp. „Ef maður er pólitík og óttast ekki öðru hvoru að hlutirnir breytist óvænt, þá á maður ekkert að vera í pólitík. Því pólitíkin er þess eðlis að það getur allt gerst.“ Spurður hvort hann telji Bjarna vera að axla ábyrgð svaraði Sigurður Ingi því játandi og að hann virði ákvörðun Bjarna. Katrín Jakobsdóttir tók að miklu leyti í sama streng og Sigurður Ingi í viðtali við fréttastofu að loknum fundi. Formenn flokkanna hafi að lokinni tilkynningu Bjarna á þriðjudag nýtt tækifærið til að ræða samstarfið og erindi ríkisstjórnarinnar. Svona ákvörðun hafi áhrif á samstarfið en að niðurstaða samtalsins hafi verið eindregin. Þau hafi talið sig eiga fullt erindi áfram. „Þessi ríkisstjórn var stofnuð um það að bæta lífskjör fólksins í landinu, byggja upp innviði,“ sagði Katrín og að við værum á snúnum stað núna. En þau hefðu trú á því að það væri hægt að snúa þessu við og þau vildu halda áfram að vinna saman að þeim verkefnum sem þau settu sér í stjórnarsáttmála. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í vaktinni í dag og í beinni útsendingu á Vísi. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að hann hafi fengið að vita af afsögn Bjarna þegar hann tilkynnti þjóðinni það síðastliðinn þriðjudag. Hann hafi samt sem áður vitað af þessum vangaveltum hans kvöldið áður en ekki vitað hvaða ákvörðun Bjarni myndi taka. Hann hafi aðeins hringt í forsætisráðherra og tilkynnt henni ákvörðun sína um morguninn. Spurður hvort hann hafi verið sáttur við að heyra af þessu svo seint svaraði hann því játandi. Hann sagði það hafa verið vana þeirra síðustu sex árin að ræða svona hluti saman og að það hafi ekki verið breyting á því í þessu tilfelli. Hann viðurkennir að ýmislegt hafi verið rætt en að þær breytingar sem hafi verið gerðar hjá Bjarna Benediktssyni og Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur hafi verið þær breytingar sem þau hafi verið sammála um að gera. Þau hafi sameiginlega sýn og Þórdís sé ekki að koma ný að ríkisstjórninni. Spurður hvort að ríkisstjórnin þoli tvö ár til viðbótar sagði Sigurður Ingi hana klárlega gera það. „Þessi vika er búin að vera löng. Vikur og jafnvel mánuðir hér á undan hafa verið mjög of mikið af uppákomum sem hafa ekki verið heppilegar fyrir ríkisstjórnina,“ sagði Sigurður og að hann hefði ekki í langan tíma verið bjartsýnni og með skýrari sýn á framtíð ríkisstjórnarinnar. Spurður hvort að ýmis ágreiningsmál hafi verið leidd til lykta á fundi stjórnarflokkanna í gær sagði hann flokkanna ólíka og að þeir væru ekki að reyna vera með sömu skoðanir. Það væri stjórnarsáttmáli sem þau vinni eftir. Það yrði enn ágreiningur en að það yrði alltaf samtal á meðan þau væru saman í ríkisstjórn. „Ég er sannfærður um að þessi vika hafi þétt raðirnar hvað það varðar og gert öllum ljóst að það er lykillinn að farsælu og áframhaldandi samstarfi út þetta kjörtímabil,“ sagði Sigurður Ingi og að það væri skýrari sýn en áður á framtíðarverkefni ríkisstjórnarinnar. Spurður hvort að hann hafi óttast að endalok ríkisstjórnarinnar væru komin í vikunni sagði Sigurður Ingi þann ótta alltaf reglulega koma upp. „Ef maður er pólitík og óttast ekki öðru hvoru að hlutirnir breytist óvænt, þá á maður ekkert að vera í pólitík. Því pólitíkin er þess eðlis að það getur allt gerst.“ Spurður hvort hann telji Bjarna vera að axla ábyrgð svaraði Sigurður Ingi því játandi og að hann virði ákvörðun Bjarna. Katrín Jakobsdóttir tók að miklu leyti í sama streng og Sigurður Ingi í viðtali við fréttastofu að loknum fundi. Formenn flokkanna hafi að lokinni tilkynningu Bjarna á þriðjudag nýtt tækifærið til að ræða samstarfið og erindi ríkisstjórnarinnar. Svona ákvörðun hafi áhrif á samstarfið en að niðurstaða samtalsins hafi verið eindregin. Þau hafi talið sig eiga fullt erindi áfram. „Þessi ríkisstjórn var stofnuð um það að bæta lífskjör fólksins í landinu, byggja upp innviði,“ sagði Katrín og að við værum á snúnum stað núna. En þau hefðu trú á því að það væri hægt að snúa þessu við og þau vildu halda áfram að vinna saman að þeim verkefnum sem þau settu sér í stjórnarsáttmála. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í vaktinni í dag og í beinni útsendingu á Vísi.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira