Slökkvilið Borgarbyggðar er 100 ára í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. október 2023 12:31 Slökkvilið Borgarbyggðar fagnar 100 ára afmæli í dag, 14. október. Í liðinu er flottur hópur fólks, karlar og konur, sem brenna fyrir starf sitt. Aðsend Það stendur mikið til í Borgarnesi eftir hádegi í dag en þá fagnar Slökkvilið Borgarbyggðar hundrað ára afmæli sínu með hátíðardagskrá í Hjálmakletti þar sem allir eru velkomnir. Í dag eru 56 slökkviliðsmenn í liðinu, þar af sjö konur. Í Borgarbyggð eru fjórar slökkviliðsstöðvar eða í Reykholti, Bifröst, Hvanneyri og Borgarnesi þar sem höfuðstöðvarnar eru. Það eru merk tímamót í sögu slökkviliðsins þegar aldarafmæli verður fagnað. Heiðar Örn Jónsson er slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Borgarbyggðar. „Já, þetta eru heldur betur mikil tímamót og þess vegna erum við að fagna því enda hefur mikið gerst á þessum 100 árum. Við erum svolítið að súmmera það, sem hefur verið að gerast og hvað við erum að gera í dag og svona á þessum tímamótum. Það hefur mikið breyst, bæði í búnaði og þekkingu og menntun og þjálfun og við erum að sýna okkar fólki hvar við stöndum í dag,“ segir Heiðar Örn. Dagskrá dagsins hefst klukkan 14:00 á eftir í Hjálmakletti og stendur til klukkan 16:00. Boðið verður upp á söngatriði, ávörp, nokkrir slökkviliðsmenn verða heiðraðir, 20 nýliðar verða útskrifaðir úr námi slökkviliðsmanna og að sjálfsögðu verður kaffið og veitingarnar á sínum stað. Þá fer líka fram formlega afhending á nýjum tankbíl til slökkviliðsins í Reykholti. En hvað eru útköll Slökkviliðs Borgarbyggðar mörg á ári að meðaltali? „Við erum með svona á milli 50 og 60 hreyfingar á dælubíl á ári í mis stórum verkefnum. Okkar helstu verkefni í dag eru tengd umferðinni,“ segir Heiðar Örn. Allir eru velkomnir í afmælisveislu dagsins í Borgarnesi á milli klukkan 14:00 og 16:00.Aðsend Og slökkviliðsstjórinn lofar glæsilegum hátíðarhöldum í Borgarnesi í dag. „Já og endilega að koma til okkar ef þið eruð hérna í Borgarnesi og við verðum með allan okkar bílaflota til sýnis, svo eins og ég segi, við erum að útskrifa 20 slökkviliðsmenn og hér verða kökur og kaffi. Þeir, sem vilja gleðjast með okkur eru velkomnir,“ segir Heiðar Örn. Útköll slökkviliðsins eru á milli 50 og 60 á ári.Aðsend Borgarbyggð Slökkvilið Tímamót Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Í Borgarbyggð eru fjórar slökkviliðsstöðvar eða í Reykholti, Bifröst, Hvanneyri og Borgarnesi þar sem höfuðstöðvarnar eru. Það eru merk tímamót í sögu slökkviliðsins þegar aldarafmæli verður fagnað. Heiðar Örn Jónsson er slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Borgarbyggðar. „Já, þetta eru heldur betur mikil tímamót og þess vegna erum við að fagna því enda hefur mikið gerst á þessum 100 árum. Við erum svolítið að súmmera það, sem hefur verið að gerast og hvað við erum að gera í dag og svona á þessum tímamótum. Það hefur mikið breyst, bæði í búnaði og þekkingu og menntun og þjálfun og við erum að sýna okkar fólki hvar við stöndum í dag,“ segir Heiðar Örn. Dagskrá dagsins hefst klukkan 14:00 á eftir í Hjálmakletti og stendur til klukkan 16:00. Boðið verður upp á söngatriði, ávörp, nokkrir slökkviliðsmenn verða heiðraðir, 20 nýliðar verða útskrifaðir úr námi slökkviliðsmanna og að sjálfsögðu verður kaffið og veitingarnar á sínum stað. Þá fer líka fram formlega afhending á nýjum tankbíl til slökkviliðsins í Reykholti. En hvað eru útköll Slökkviliðs Borgarbyggðar mörg á ári að meðaltali? „Við erum með svona á milli 50 og 60 hreyfingar á dælubíl á ári í mis stórum verkefnum. Okkar helstu verkefni í dag eru tengd umferðinni,“ segir Heiðar Örn. Allir eru velkomnir í afmælisveislu dagsins í Borgarnesi á milli klukkan 14:00 og 16:00.Aðsend Og slökkviliðsstjórinn lofar glæsilegum hátíðarhöldum í Borgarnesi í dag. „Já og endilega að koma til okkar ef þið eruð hérna í Borgarnesi og við verðum með allan okkar bílaflota til sýnis, svo eins og ég segi, við erum að útskrifa 20 slökkviliðsmenn og hér verða kökur og kaffi. Þeir, sem vilja gleðjast með okkur eru velkomnir,“ segir Heiðar Örn. Útköll slökkviliðsins eru á milli 50 og 60 á ári.Aðsend
Borgarbyggð Slökkvilið Tímamót Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira