NATO hótar afdráttarlausum viðbrögðum ef skemmdirnar reynast viljaverk Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. október 2023 08:42 Finnska varðskipið Turva á vettvangi. AP/Lehtikuva Atlantshafsbandalagið hefur heitið afdráttarlausum viðbrögðum ef það kemur í ljós að skemmdir á gasleiðslu sem liggur á milli Finnlands og Eistlands reynast viljaverk. Vangaveltur hafa verið uppi um mögulegt skemmdarverk af hálfu Rússa en Risto Lohi hjá Rannsóknarstofnun Finnlands, sagði á blaðamannafundi í gær að það væri ástæða til að ætla að skemmdirnar væru af völdum einhvers konar vélbúnaðar en ekki sprengju. Yfirmaður stofnunarinnar, Robin Lardot, sagði að för hefðu fundist á sjávarbotni þar sem skemmdir hefðu orðið á Balticconnector-leiðslunni. Áætlað er að það muni taka í kringum fimm mánuði að gera við leiðsluna, sem þýðir að hún verður ónothæf fram í apríl 2024. Lardot segir rannsókn málsins enn á frumstigum en slæmt veður hefur meðal annars sett strik í reikninginn. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði í gær að ef skemmdirnar reyndust viljaverk væri um að ræða árás á mikilvæga innviði bandalagsins og að afleiðingarnar yrðu afdráttarlausar aðgerðir af hálfu Nató. Rúmt ár er liðið frá því að Nord Stream 1 og 2 skemmdust í kjölfar sprenginga á hafsbotni. Ekkert hefur verið gefið út opinberlega um sökudólg en rannsóknir blaðamanna virðast benda til aðildar einstaklinga frá Úkraínu. Viðbúnaður var aukinn í Finnlandi í kjölfar þess að fregnir bárust af skemmdunum. Þá var utanríkis- og öryggismálanefnd landsins kölluð saman. Skemmdirnar eru ekki sagðar munu hafa áhrif á orkuöryggi. Varnarmálaráðherrann Antti Häkkänen sagði í Brussel í gær að Finnar kynnu að meta þá aðstoð sem bandamenn þeirra hefðu boðið fram en vildi ekki tjá sig um mögulegar niðurstöður rannsóknarinnar. Utanríkisráðherrann Elina Valtonen sagði að engar ákvarðanir yrðu teknar um næstu skref fyrir en þær lægju fyrir. Þá sagði Hanno Pevkur, varnarmálaráðherra Eistlands, að rannsakendurnir þyrftu að fá ráðrúm til að ljúka störfum sínum. Svo virðist sem steypt hlíf hafi verið brotin eða rifin af leiðslunni, sem lá ekki á réttum stað og reyndist skemmd á einni hlið. Finnskur sérfræðingur sagði í samtali við ríkisfjölmiðilinn YLE að mögulega hefði stórt skip dregið akkeri sitt yfir leiðsluna, annað hvort viljandi eða óviljandi. Finnskir miðlar hafa greint frá því að fimm stór skip, þar á meðal flutningskip frá Panama og fjögur olíuflutningaskip, hafi verið í nálægð við leiðsluna skömmu áður en hún fór að leka. Eitt olíuskipanna var frá Rússlandi. Innrás Rússa í Úkraínu Finnland Eistland NATO Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira
Vangaveltur hafa verið uppi um mögulegt skemmdarverk af hálfu Rússa en Risto Lohi hjá Rannsóknarstofnun Finnlands, sagði á blaðamannafundi í gær að það væri ástæða til að ætla að skemmdirnar væru af völdum einhvers konar vélbúnaðar en ekki sprengju. Yfirmaður stofnunarinnar, Robin Lardot, sagði að för hefðu fundist á sjávarbotni þar sem skemmdir hefðu orðið á Balticconnector-leiðslunni. Áætlað er að það muni taka í kringum fimm mánuði að gera við leiðsluna, sem þýðir að hún verður ónothæf fram í apríl 2024. Lardot segir rannsókn málsins enn á frumstigum en slæmt veður hefur meðal annars sett strik í reikninginn. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði í gær að ef skemmdirnar reyndust viljaverk væri um að ræða árás á mikilvæga innviði bandalagsins og að afleiðingarnar yrðu afdráttarlausar aðgerðir af hálfu Nató. Rúmt ár er liðið frá því að Nord Stream 1 og 2 skemmdust í kjölfar sprenginga á hafsbotni. Ekkert hefur verið gefið út opinberlega um sökudólg en rannsóknir blaðamanna virðast benda til aðildar einstaklinga frá Úkraínu. Viðbúnaður var aukinn í Finnlandi í kjölfar þess að fregnir bárust af skemmdunum. Þá var utanríkis- og öryggismálanefnd landsins kölluð saman. Skemmdirnar eru ekki sagðar munu hafa áhrif á orkuöryggi. Varnarmálaráðherrann Antti Häkkänen sagði í Brussel í gær að Finnar kynnu að meta þá aðstoð sem bandamenn þeirra hefðu boðið fram en vildi ekki tjá sig um mögulegar niðurstöður rannsóknarinnar. Utanríkisráðherrann Elina Valtonen sagði að engar ákvarðanir yrðu teknar um næstu skref fyrir en þær lægju fyrir. Þá sagði Hanno Pevkur, varnarmálaráðherra Eistlands, að rannsakendurnir þyrftu að fá ráðrúm til að ljúka störfum sínum. Svo virðist sem steypt hlíf hafi verið brotin eða rifin af leiðslunni, sem lá ekki á réttum stað og reyndist skemmd á einni hlið. Finnskur sérfræðingur sagði í samtali við ríkisfjölmiðilinn YLE að mögulega hefði stórt skip dregið akkeri sitt yfir leiðsluna, annað hvort viljandi eða óviljandi. Finnskir miðlar hafa greint frá því að fimm stór skip, þar á meðal flutningskip frá Panama og fjögur olíuflutningaskip, hafi verið í nálægð við leiðsluna skömmu áður en hún fór að leka. Eitt olíuskipanna var frá Rússlandi.
Innrás Rússa í Úkraínu Finnland Eistland NATO Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira