Þegar vondur málstaður verður verri Yousef Ingi Tamimi skrifar 12. október 2023 08:01 Það verður alltaf augljósara með hverjum degi sem líður hve alvarlegir atburðir eiga sér stað Í Palestínu. Stöðugar loftárásir með mannfalli þúsund palestínskra borgara er staðreynd sem við verðum að horfast í augu við og bregðast við á viðeigandi hátt. Áframhaldandi loftárásir og hernaðainngrip Ísraels í Palestínu mun eingöngu skila sér í auknu mannfalli saklausra borgara og skilja eftir þorp og borgir sem rústir einar. Staðreyndin er samt sú að þetta er ekkert nýtt. Í yfir 70 ár hefur Palestína búið við hernám Ísraels. Hernám sem hófst með nauðungarfluttningi 700.000 Palestínubúa frá þeirra eigin landssvæðum árið 1948, nauðsynlegri aðgerð til að stofna ríki Ísraels að mati ísraelskra ráðamanna. Í flóttamannabúðum hírðust Palestínumenn í von og ótta um að geta snúið aftur. Ísraelskir sagnfræðingar, svokallaðir „New Historians“ hafa staðfest frásögn Palestínumanna um að þau voru rekin frá landinu sinu, fjöldamorð framkvæmd, þjóðernishreinsanir og þorp lögð í eyði. Þetta eru engar sögusagnir, þetta er kaldar staðreyndir um upphaf Ísraels. Næstu áratuga biðu hörmungar, endurteknar árásir Ísraela og stríð, hernám en engin viðurkenning frá Ísrael eða umheiminum á tilverurétti Palestínu. Árið 1993 kviknaði vonarglæta með Óslóarsamkomulaginu. Samkomulag sem fékk palestínsku heimastjórnina að viðurkenna Ísrael og farvegur lagður til að stofna frjálst ríki Palestínu, laust við hernám og arðrán ísraelska ríkisins. Frjáls Palestína er þó enginn veruleiki í dag. Þrátt fyrir samkomulag um annað, hefur Ísrael aldrei viðurkennt Palestínu sem ríki. Ísrael hefur haldið áfram að hernema meira land, byggja fleiri landræningjabyggðir á landi Palestínu, arðræna, drepa og fyrirbyggja eðlilega framþróun Palestínu. Yfir 750 þúsund Ísraelar búa í ólöglegum landræningjabyggðum í Palestínu með nýlegum loforðum um frekari fjölgun þeirra. Frá árinu 2022 hafa árásir ísraelskra landræningja á Palestínubúa rekið yfir þúsund á flótta. Ísrael stjórnar hverjir koma inn í landið og hverjir fara þaðan. Ísrael stjórnar hvað má flytja inn og hvað má flytja út. Ísrael stjórnar hvar og hvenær einstaklingar mega ferðast á milli borga í Palestínu, og inniloka borgir algjörlega eftir hentugleika. Ísrael stjórnar rafmagninu, skammta vatninu og stjórna öllu lífi Palestínumanna, hvort sem það er á Vesturbakkanum eða Gaza. Ísrael stundar aðskilnaðarstefnu. Ástandið í Palestínu versnar með hverjum degi sem líður og frá byrjun árs fram í september höfðu Ísraelar drepið meira en 235 Palestínumenn, flesta á Vesturbakkanum. Ásamt því hafa nú yfir þúsund Palestínumenn hafa verið myrtir í loftárásum undanfarna daga. Árásir landræningja á Palestínumenn eru daglegur viðburður og lítil sem engin viðurlög er við þeim árásum. Ísraelskir herinn telst hafa skyldu að vernda landræningja við árásir þeirra á Palestínubúa. Her sem verndar hópa hryðjuverkamanna sem brenna inni heilu fjölskyldurnar, skjóta á bifreiðar eða brenna niður ræktunarland Palestínumanna. Palestínumenn búa við stöðuga martröð, ótta við að komast ekki leiðar sinnar, sækja heilbrigðissþjónustu eða fara í skóla. Palestínumenn lifa í stöðugum ótta að börnin sín koma ekki heim, séu handtekin eða drepin af ísraelskum landræningjum. Veruleikinn er sá að atburðir helgarinnar, þar sem Hamas réðst á og drápu ísraelska þegna, er daglegur veruleiki Palestínumanna. Við í vestrænum ríkjum höfum orðið ónæm fyrir þeirri stöðugu ofbeldisöldu sem brotnar á baki palestínskra borgara – við höfum byrjað að samþykkja þessar árásir sem gefin hlut, ákveðið status quo sem vestræn samfélag sættir sig við. Þögnin rofnar einungis þegar Palestína ræðst til baka, við vöknum til og hryllumst yfir þeim atburðum sem eiga sér stað en hundsum þá staðreynd að rúmlega 6 þúsund Palestínumenn hafa verið drepnir frá því 2008. Ekki nóg með að hið daglega ástandi er slæmt, þá verður það enn verra þegar Ísrael ákveður að setja 2.2 milljón einstaklinga í herkví, ráðast ítrekað á þau og drepa. Daglegt líf íbúa Gaza-strandarinnar er á mörkum þess að vera lífvænlegt. Hreint vatn er af skornum skammti, skortur er á viðeigandi heilbrigðisþjónustu, hátt atvinnuleysi og framtíðin svört fyrir þau ungmenni sem búa þar. Ísrael hefur hótað hefndum fyrir þá sem drepnir voru í árás Hamas á Ísrael. Hefndum sem að Bandaríkin, Evrópusambandið og að því virðist íslensk stjórnvöld standa þétt bakvið. Kjörorðin eru að Ísrael eigi rétt á að verja sig. Vörn Ísraels hófst með loftárásum á Gaza, aðgerðir sem hafa drepið yfir 1.100 Palestínumenn og þar af yfir 260 börn. Loftárásirnar hafa eyðilagt sjúkrahús, skóla, sjúkrabíla, drepið heilbrigðisstarfsfólk, jafnað heilu hverfin við jörðu og valdið gríðarlegri eyðileggingu á öllum innviðum Gaza. Ísrael hefur skrúfað fyrir vatnið, slökkt á rafmagninu, bannað flutning matvæla og hjálpargagna og hótað Egyptum að sprengja bifreiðar með hjálpargögn. Ísrael stjórnar öllu aðgengi til og frá Gaza, Ísrael stjórnar landhelginni og nýtir herskip sín að ráðast á veiðimenn sem sigla of langt frá ströndu, í þeirri örvæntingafullu von að geta veitt meira í matinn. Ísrael ráðlagði Palestínumönnum að flýja undan loftárásum, á sama tíma og þeir sprengdu einu landamærastöðina að Egyptalandi. Heilbrigðiskerfið er að hruni komið og sú heilbrigðisaðstoð sem fannst fyrir mun lamast á næstu klukkustundum og þá bíður ekkert nema dauði fyrir þá Palestínumenn sem bíða í von og ótta um að umheimurinn vakni. Ísrael er ekki að verja sig gagnvart hryðjuverkamönnum. Ísrael, er að stunda þjóðarmorð í Palestínu. Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Yousef Ingi Tamimi Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það verður alltaf augljósara með hverjum degi sem líður hve alvarlegir atburðir eiga sér stað Í Palestínu. Stöðugar loftárásir með mannfalli þúsund palestínskra borgara er staðreynd sem við verðum að horfast í augu við og bregðast við á viðeigandi hátt. Áframhaldandi loftárásir og hernaðainngrip Ísraels í Palestínu mun eingöngu skila sér í auknu mannfalli saklausra borgara og skilja eftir þorp og borgir sem rústir einar. Staðreyndin er samt sú að þetta er ekkert nýtt. Í yfir 70 ár hefur Palestína búið við hernám Ísraels. Hernám sem hófst með nauðungarfluttningi 700.000 Palestínubúa frá þeirra eigin landssvæðum árið 1948, nauðsynlegri aðgerð til að stofna ríki Ísraels að mati ísraelskra ráðamanna. Í flóttamannabúðum hírðust Palestínumenn í von og ótta um að geta snúið aftur. Ísraelskir sagnfræðingar, svokallaðir „New Historians“ hafa staðfest frásögn Palestínumanna um að þau voru rekin frá landinu sinu, fjöldamorð framkvæmd, þjóðernishreinsanir og þorp lögð í eyði. Þetta eru engar sögusagnir, þetta er kaldar staðreyndir um upphaf Ísraels. Næstu áratuga biðu hörmungar, endurteknar árásir Ísraela og stríð, hernám en engin viðurkenning frá Ísrael eða umheiminum á tilverurétti Palestínu. Árið 1993 kviknaði vonarglæta með Óslóarsamkomulaginu. Samkomulag sem fékk palestínsku heimastjórnina að viðurkenna Ísrael og farvegur lagður til að stofna frjálst ríki Palestínu, laust við hernám og arðrán ísraelska ríkisins. Frjáls Palestína er þó enginn veruleiki í dag. Þrátt fyrir samkomulag um annað, hefur Ísrael aldrei viðurkennt Palestínu sem ríki. Ísrael hefur haldið áfram að hernema meira land, byggja fleiri landræningjabyggðir á landi Palestínu, arðræna, drepa og fyrirbyggja eðlilega framþróun Palestínu. Yfir 750 þúsund Ísraelar búa í ólöglegum landræningjabyggðum í Palestínu með nýlegum loforðum um frekari fjölgun þeirra. Frá árinu 2022 hafa árásir ísraelskra landræningja á Palestínubúa rekið yfir þúsund á flótta. Ísrael stjórnar hverjir koma inn í landið og hverjir fara þaðan. Ísrael stjórnar hvað má flytja inn og hvað má flytja út. Ísrael stjórnar hvar og hvenær einstaklingar mega ferðast á milli borga í Palestínu, og inniloka borgir algjörlega eftir hentugleika. Ísrael stjórnar rafmagninu, skammta vatninu og stjórna öllu lífi Palestínumanna, hvort sem það er á Vesturbakkanum eða Gaza. Ísrael stundar aðskilnaðarstefnu. Ástandið í Palestínu versnar með hverjum degi sem líður og frá byrjun árs fram í september höfðu Ísraelar drepið meira en 235 Palestínumenn, flesta á Vesturbakkanum. Ásamt því hafa nú yfir þúsund Palestínumenn hafa verið myrtir í loftárásum undanfarna daga. Árásir landræningja á Palestínumenn eru daglegur viðburður og lítil sem engin viðurlög er við þeim árásum. Ísraelskir herinn telst hafa skyldu að vernda landræningja við árásir þeirra á Palestínubúa. Her sem verndar hópa hryðjuverkamanna sem brenna inni heilu fjölskyldurnar, skjóta á bifreiðar eða brenna niður ræktunarland Palestínumanna. Palestínumenn búa við stöðuga martröð, ótta við að komast ekki leiðar sinnar, sækja heilbrigðissþjónustu eða fara í skóla. Palestínumenn lifa í stöðugum ótta að börnin sín koma ekki heim, séu handtekin eða drepin af ísraelskum landræningjum. Veruleikinn er sá að atburðir helgarinnar, þar sem Hamas réðst á og drápu ísraelska þegna, er daglegur veruleiki Palestínumanna. Við í vestrænum ríkjum höfum orðið ónæm fyrir þeirri stöðugu ofbeldisöldu sem brotnar á baki palestínskra borgara – við höfum byrjað að samþykkja þessar árásir sem gefin hlut, ákveðið status quo sem vestræn samfélag sættir sig við. Þögnin rofnar einungis þegar Palestína ræðst til baka, við vöknum til og hryllumst yfir þeim atburðum sem eiga sér stað en hundsum þá staðreynd að rúmlega 6 þúsund Palestínumenn hafa verið drepnir frá því 2008. Ekki nóg með að hið daglega ástandi er slæmt, þá verður það enn verra þegar Ísrael ákveður að setja 2.2 milljón einstaklinga í herkví, ráðast ítrekað á þau og drepa. Daglegt líf íbúa Gaza-strandarinnar er á mörkum þess að vera lífvænlegt. Hreint vatn er af skornum skammti, skortur er á viðeigandi heilbrigðisþjónustu, hátt atvinnuleysi og framtíðin svört fyrir þau ungmenni sem búa þar. Ísrael hefur hótað hefndum fyrir þá sem drepnir voru í árás Hamas á Ísrael. Hefndum sem að Bandaríkin, Evrópusambandið og að því virðist íslensk stjórnvöld standa þétt bakvið. Kjörorðin eru að Ísrael eigi rétt á að verja sig. Vörn Ísraels hófst með loftárásum á Gaza, aðgerðir sem hafa drepið yfir 1.100 Palestínumenn og þar af yfir 260 börn. Loftárásirnar hafa eyðilagt sjúkrahús, skóla, sjúkrabíla, drepið heilbrigðisstarfsfólk, jafnað heilu hverfin við jörðu og valdið gríðarlegri eyðileggingu á öllum innviðum Gaza. Ísrael hefur skrúfað fyrir vatnið, slökkt á rafmagninu, bannað flutning matvæla og hjálpargagna og hótað Egyptum að sprengja bifreiðar með hjálpargögn. Ísrael stjórnar öllu aðgengi til og frá Gaza, Ísrael stjórnar landhelginni og nýtir herskip sín að ráðast á veiðimenn sem sigla of langt frá ströndu, í þeirri örvæntingafullu von að geta veitt meira í matinn. Ísrael ráðlagði Palestínumönnum að flýja undan loftárásum, á sama tíma og þeir sprengdu einu landamærastöðina að Egyptalandi. Heilbrigðiskerfið er að hruni komið og sú heilbrigðisaðstoð sem fannst fyrir mun lamast á næstu klukkustundum og þá bíður ekkert nema dauði fyrir þá Palestínumenn sem bíða í von og ótta um að umheimurinn vakni. Ísrael er ekki að verja sig gagnvart hryðjuverkamönnum. Ísrael, er að stunda þjóðarmorð í Palestínu. Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun