Kallarðu þetta jafnrétti? Hópur kvenna í framkvæmdastjórn Kvennaverkfalls skrifar 12. október 2023 07:01 Fyrir 48 árum boðuðu konur hér á landi í fyrsta sinn til Kvennafrís þar sem 90% kvenna lögðu niður ólaunuð sem launuð störf til að sýna fram á mikilvægi framlags þeirra til samfélagsins. Alls hafa konur lagt niður vinnu í sex skipti til að mótmæla kynbundnu misrétti. Konur gengu fyrst út 1975, svo 1985, 2005, 2010, 2016 og 2018. Þessi magnaða kvennasamstaða skilaði mörgum risastórum áföngum í átt að auknu jafnrétti og ruddi brautina að auknum tækifærum og möguleikum kvenna. En þrátt fyrir áratugalanga baráttu búum við enn í samfélagi þar sem langlífasti og útbreiddasti faraldurinn sem við eigum við að etja er kynbundið ofbeldi, ásamt því að framlag kvenna til samfélagsins er gróflega vanmetið. Hver rannsóknin á fætur annarri sýnir fram á sláandi tölur um misrétti og ofbeldi, en viðbrögðin eru lítil sem engin. Við sem samfélag virðumst orðin samdauna stöðunni og teljum að jafnrétti komi með tímanum — jafnvel þó vitað sé að það muni a.m.k. taka heila ævi. En við ætlum ekki að bíða lengur og krefjumst aðgerða strax! Á fjórða tug samtaka kvenna, hinsegin fólks og launafólks hafa blásið til heilsdags kvennaverkfalls þann 24. október næstkomandi. Það þýðir að konur og kvár sem geta, leggja niður störf; mæta ekki til vinnu, annast ekki börnin s.s. gefa þeim mat eða smyrja nesti né sinna veikum fjölskyldumeðlimum heldur fá karlkyns fjölskyldumeðlim til að standa vaktina. Sleppa öllu sem gæti talist til starfa hvort sem er átt við launaða vinnu, eða ólaunaða líkt og umönnun barna, sinna heimilinu eða þriðju vaktina svokölluðu. Svo eru þau hvött til að mæta á útifundi á Arnarhóli eða í sinni heimabyggð og sýna samstöðu í verki. Yfirskrift verkfallsins 24. október er „Kallarðu þetta jafnrétti?” og vísar til þess að konur og kynsegin fólk fái ítrekað þau skilaboð að vegna þess að Ísland sé fremst meðal jafningja þegar kemur að jafnréttismálum, eigi þau ekki heimtingu á tafarlausum eða framsæknum aðgerðum. Nokkrar ástæður til að taka þátt í Kvennaverkfallinu 24. október Um 40% kvenna hafa orðið fyrir kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. Atvinnutekjur kvenna eru enn um 21% lægri en karla. Sjöttu hverri stúlku í tíunda bekk grunnskóla hefur verið nauðgað af jafnaldra. Kvár upplifa sig ekki örugg á vinnumarkaði og treysta sér ekki til að vera þau sjálf í vinnunni af ótta við útskúfun. Fatlaðar konur eru líklegri en aðrar konur að vera beittar ofbeldi og það getur verið erfiðara fyrir þær að fá aðstoð. Vinnudagar kvenna af erlendum uppruna eru lengri og óreglulegri en meðal kvenna á Íslandi og laun þeirra eru lægri. Lág laun gera konum oft erfitt eða ómögulegt að slíta ofbeldissamböndum. Konur þurfa oftar að minnka við sig launaða vinnu til að sinna ólaunaðri vinnu innan veggja heimilisins. Meira en helmingur ungra kvenna á Íslandi býr við slæma andlega heilsu. Konur sem starfa við ræstingar, heilbrigðisþjónustu og umönnun eru á einna lægstu launum í íslensku samfélagi. 58% unglingsstúlkna hafa orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Skortur á leikskólaplássum bitnar frekar tekjum og tækifærum á kvenna en karla. Við erum gamlar, ungar, miðaldra, með ólíkan húðlit, fatlaðar og ófatlaðar. Við erum hinsegin; með ólíkar kynhneigðir, sís og trans. Við trúum á alls konar og höfum ólíkar skoðanir. Við fæddumst á Íslandi og víðsvegar um heiminn, erum af ólíkum uppruna og líkamar okkar eru alls konar. Við erum í launaðri vinnu eða ekki og fjárhagslegt svigrúm okkar er ólíkt. Við höfum orðið fyrir ofbeldi, áreitni eða misrétti eða þekkjum konur eða kvár sem hafa orðið fyrir því. Við fléttum saman baráttur okkar og leggjum niður störf til að sýna að sameiginlegur kraftur okkar er óstöðvandi. Þannig ætlum við að breyta samfélaginu og knýja fram jafnrétti strax. Okkar grundvallarkröfur eru að kyndbundu ofbeldi verði útrýmt og störf kvenna verði metin að verðleikum. Sjáumst á Arnarhóli og baráttufundum víðsvegar um landið þann 24. október næstkomandi! Höfundar greinarinnar eru framkvæmdastjórn Kvennaverkfalls 2023: Bergrún Andradóttir // Samtökin ‘78 Drífa Snædal // Stígamót Ellen Calmon // Kvenréttindafélag Íslands Elva Hrönn Hjartardóttir // UN Women Finnborg Salome ÞóreyjarSteinþórsdóttir // Femínísk fjármál Elísa Jóhannsdóttir // BHM Guðrún Margrét Guðmundsdóttir // ASÍ Kristín Ástgeirsdóttir // ICEFEMIN Linda Dröfn Gunnarsdóttir // Samtök um Kvennaathvarf Rakel Adolphsdóttir // Kvennasögusafn Íslands Sara Stef. Hildardóttir // Rótin Sonja Ýr Þorbergsdóttir // BSRB Steinunn Rögnvaldsdóttir // Femínísk fjármál Tatjana Latinovic // Kvenréttindafélag Íslands Þuríður Harpa Sigurðardóttir // ÖBÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kvennaverkfall Tengdar fréttir Allsherjar kvennaverkfall: „Kallarðu þetta jafnrétti?“ Boðað hefur verið til kvennaverkfalls á kvennafrídaginn 24. október. Konur og kvár eru hvött til þess að leggja niður launuð og ólaunuð störf og mæta á baráttufundi. 3. október 2023 12:15 Bein útsending: Kynna heils dags verkfall kvenna og kvára Framkvæmdastjórn Kvennaverkfalls hefur boðað til blaðamannafundar þar sem kynnt verða áform um heils dags verkfall kvenna og kvára þriðjudaginn 24. október. 3. október 2023 10:40 Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Fyrir 48 árum boðuðu konur hér á landi í fyrsta sinn til Kvennafrís þar sem 90% kvenna lögðu niður ólaunuð sem launuð störf til að sýna fram á mikilvægi framlags þeirra til samfélagsins. Alls hafa konur lagt niður vinnu í sex skipti til að mótmæla kynbundnu misrétti. Konur gengu fyrst út 1975, svo 1985, 2005, 2010, 2016 og 2018. Þessi magnaða kvennasamstaða skilaði mörgum risastórum áföngum í átt að auknu jafnrétti og ruddi brautina að auknum tækifærum og möguleikum kvenna. En þrátt fyrir áratugalanga baráttu búum við enn í samfélagi þar sem langlífasti og útbreiddasti faraldurinn sem við eigum við að etja er kynbundið ofbeldi, ásamt því að framlag kvenna til samfélagsins er gróflega vanmetið. Hver rannsóknin á fætur annarri sýnir fram á sláandi tölur um misrétti og ofbeldi, en viðbrögðin eru lítil sem engin. Við sem samfélag virðumst orðin samdauna stöðunni og teljum að jafnrétti komi með tímanum — jafnvel þó vitað sé að það muni a.m.k. taka heila ævi. En við ætlum ekki að bíða lengur og krefjumst aðgerða strax! Á fjórða tug samtaka kvenna, hinsegin fólks og launafólks hafa blásið til heilsdags kvennaverkfalls þann 24. október næstkomandi. Það þýðir að konur og kvár sem geta, leggja niður störf; mæta ekki til vinnu, annast ekki börnin s.s. gefa þeim mat eða smyrja nesti né sinna veikum fjölskyldumeðlimum heldur fá karlkyns fjölskyldumeðlim til að standa vaktina. Sleppa öllu sem gæti talist til starfa hvort sem er átt við launaða vinnu, eða ólaunaða líkt og umönnun barna, sinna heimilinu eða þriðju vaktina svokölluðu. Svo eru þau hvött til að mæta á útifundi á Arnarhóli eða í sinni heimabyggð og sýna samstöðu í verki. Yfirskrift verkfallsins 24. október er „Kallarðu þetta jafnrétti?” og vísar til þess að konur og kynsegin fólk fái ítrekað þau skilaboð að vegna þess að Ísland sé fremst meðal jafningja þegar kemur að jafnréttismálum, eigi þau ekki heimtingu á tafarlausum eða framsæknum aðgerðum. Nokkrar ástæður til að taka þátt í Kvennaverkfallinu 24. október Um 40% kvenna hafa orðið fyrir kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. Atvinnutekjur kvenna eru enn um 21% lægri en karla. Sjöttu hverri stúlku í tíunda bekk grunnskóla hefur verið nauðgað af jafnaldra. Kvár upplifa sig ekki örugg á vinnumarkaði og treysta sér ekki til að vera þau sjálf í vinnunni af ótta við útskúfun. Fatlaðar konur eru líklegri en aðrar konur að vera beittar ofbeldi og það getur verið erfiðara fyrir þær að fá aðstoð. Vinnudagar kvenna af erlendum uppruna eru lengri og óreglulegri en meðal kvenna á Íslandi og laun þeirra eru lægri. Lág laun gera konum oft erfitt eða ómögulegt að slíta ofbeldissamböndum. Konur þurfa oftar að minnka við sig launaða vinnu til að sinna ólaunaðri vinnu innan veggja heimilisins. Meira en helmingur ungra kvenna á Íslandi býr við slæma andlega heilsu. Konur sem starfa við ræstingar, heilbrigðisþjónustu og umönnun eru á einna lægstu launum í íslensku samfélagi. 58% unglingsstúlkna hafa orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Skortur á leikskólaplássum bitnar frekar tekjum og tækifærum á kvenna en karla. Við erum gamlar, ungar, miðaldra, með ólíkan húðlit, fatlaðar og ófatlaðar. Við erum hinsegin; með ólíkar kynhneigðir, sís og trans. Við trúum á alls konar og höfum ólíkar skoðanir. Við fæddumst á Íslandi og víðsvegar um heiminn, erum af ólíkum uppruna og líkamar okkar eru alls konar. Við erum í launaðri vinnu eða ekki og fjárhagslegt svigrúm okkar er ólíkt. Við höfum orðið fyrir ofbeldi, áreitni eða misrétti eða þekkjum konur eða kvár sem hafa orðið fyrir því. Við fléttum saman baráttur okkar og leggjum niður störf til að sýna að sameiginlegur kraftur okkar er óstöðvandi. Þannig ætlum við að breyta samfélaginu og knýja fram jafnrétti strax. Okkar grundvallarkröfur eru að kyndbundu ofbeldi verði útrýmt og störf kvenna verði metin að verðleikum. Sjáumst á Arnarhóli og baráttufundum víðsvegar um landið þann 24. október næstkomandi! Höfundar greinarinnar eru framkvæmdastjórn Kvennaverkfalls 2023: Bergrún Andradóttir // Samtökin ‘78 Drífa Snædal // Stígamót Ellen Calmon // Kvenréttindafélag Íslands Elva Hrönn Hjartardóttir // UN Women Finnborg Salome ÞóreyjarSteinþórsdóttir // Femínísk fjármál Elísa Jóhannsdóttir // BHM Guðrún Margrét Guðmundsdóttir // ASÍ Kristín Ástgeirsdóttir // ICEFEMIN Linda Dröfn Gunnarsdóttir // Samtök um Kvennaathvarf Rakel Adolphsdóttir // Kvennasögusafn Íslands Sara Stef. Hildardóttir // Rótin Sonja Ýr Þorbergsdóttir // BSRB Steinunn Rögnvaldsdóttir // Femínísk fjármál Tatjana Latinovic // Kvenréttindafélag Íslands Þuríður Harpa Sigurðardóttir // ÖBÍ
Allsherjar kvennaverkfall: „Kallarðu þetta jafnrétti?“ Boðað hefur verið til kvennaverkfalls á kvennafrídaginn 24. október. Konur og kvár eru hvött til þess að leggja niður launuð og ólaunuð störf og mæta á baráttufundi. 3. október 2023 12:15
Bein útsending: Kynna heils dags verkfall kvenna og kvára Framkvæmdastjórn Kvennaverkfalls hefur boðað til blaðamannafundar þar sem kynnt verða áform um heils dags verkfall kvenna og kvára þriðjudaginn 24. október. 3. október 2023 10:40
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar