Grunaðir um að taka upp árás með röri og hömrum Jón Þór Stefánsson skrifar 10. október 2023 22:01 Landsréttur hefur staðfest að lögregla fái heimild til að skoða síma manns sem er grunaður um að eiga þátt í að frelsissvipta og beita mann ofbeldi. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness sem gefur lögreglu leyfi til að rannsaka og skoða innihald síma manns sem er grunaður um fólskulega árás. Maðurinn er grunaður um að hafa ásamt öðrum frelsissvipt annan mann og beitt hann margvíslegu ofbeldi. Atvikið sem málið varðar átti sér stað þann 14. ágúst á þessu ári. Brotaþoli hefur lýst árásinni á þann veg að einn árásarmaðurinn hafi boðið sér á rúntinn og hann samþykkt það. Brotaþolinn hafi ætlað að sækja manninn og setið í framsæti bifreiðar sinnar þegar tveir grímuklæddir menn hafi komið inn í bílinn, benslað á honum hendurnar, tekið hann hálstaki og haldið honum niðri og ekið með sig á brott. Járnrör og hamrar vopn mannanna Þá segir brotaþolinn að grímuklæddu mennirnir hafi sagt honum að afklæðast, og þeir hafi tekið skóna hans, úrið, síma og eyrnalokka. Eftir hafi hann staðið á nærbuxunum og þeir lamið hann með járnröri, kúluhamri og venjulegum hamri. Hann segir mennina hafa lamið sig í ristirnar. Síðan hafi hann reynt að skýla fótunum og þá hafi hann fengið högg í andlitið. Þar á eftir hafi þeir sagt honum að fara úr nærbuxunum og mennirnir reynt að stinga járnrörinu í endaþarm hans. Þeir hafi síðan heyrt hávaða og þá hafi komið upp styggð að hópnum og þeir ekið á brott. Með fyrrverandi kærustu eins mannsins Brotaþolinn telji hann árásina skipulagða og tók fram að hún hefði verið tekin upp. Þá segist hann telja að málið snúist um að hann hafi sofið hjá fyrrverandi kærustu eins mannsins. Úrskurður Landsréttar varðar síma manns sem lögregla grunar um að hafa skipulagt árásina og telur hann hafa tekið hana upp á síma. Umræddur maður á að vera þessi fyrrverandi kærasti kærustu brotaþola. Fram kemur að lögregla sé með myndbönd af árásinni undir höndum og hafi sýnt manninum þau í skýrslutöku. Hann sagðist ekki kannast við atvikið og ekki vera einstaklingur hvers rödd heyrist á hljóðrás myndbandsins. Lögregla, sem hefur lagt hald á símann, óskaði eftir aðgangi að símagögnunum vegna þess að hún telur sig hafa rökstuddan grun að hann eigi hlut í máli. Aðgangur að símanum gæti upplýst um hver þáttur hvers aðila væri í málinu. Héraðsdómur féllst á að veita lögreglu heimildina, þrátt fyrir að verjandi mannsins mótmælti því og sagði heimildina of víðtæka. Landsréttur staðfesti síðan úrskurðinn. Dómsmál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira
Atvikið sem málið varðar átti sér stað þann 14. ágúst á þessu ári. Brotaþoli hefur lýst árásinni á þann veg að einn árásarmaðurinn hafi boðið sér á rúntinn og hann samþykkt það. Brotaþolinn hafi ætlað að sækja manninn og setið í framsæti bifreiðar sinnar þegar tveir grímuklæddir menn hafi komið inn í bílinn, benslað á honum hendurnar, tekið hann hálstaki og haldið honum niðri og ekið með sig á brott. Járnrör og hamrar vopn mannanna Þá segir brotaþolinn að grímuklæddu mennirnir hafi sagt honum að afklæðast, og þeir hafi tekið skóna hans, úrið, síma og eyrnalokka. Eftir hafi hann staðið á nærbuxunum og þeir lamið hann með járnröri, kúluhamri og venjulegum hamri. Hann segir mennina hafa lamið sig í ristirnar. Síðan hafi hann reynt að skýla fótunum og þá hafi hann fengið högg í andlitið. Þar á eftir hafi þeir sagt honum að fara úr nærbuxunum og mennirnir reynt að stinga járnrörinu í endaþarm hans. Þeir hafi síðan heyrt hávaða og þá hafi komið upp styggð að hópnum og þeir ekið á brott. Með fyrrverandi kærustu eins mannsins Brotaþolinn telji hann árásina skipulagða og tók fram að hún hefði verið tekin upp. Þá segist hann telja að málið snúist um að hann hafi sofið hjá fyrrverandi kærustu eins mannsins. Úrskurður Landsréttar varðar síma manns sem lögregla grunar um að hafa skipulagt árásina og telur hann hafa tekið hana upp á síma. Umræddur maður á að vera þessi fyrrverandi kærasti kærustu brotaþola. Fram kemur að lögregla sé með myndbönd af árásinni undir höndum og hafi sýnt manninum þau í skýrslutöku. Hann sagðist ekki kannast við atvikið og ekki vera einstaklingur hvers rödd heyrist á hljóðrás myndbandsins. Lögregla, sem hefur lagt hald á símann, óskaði eftir aðgangi að símagögnunum vegna þess að hún telur sig hafa rökstuddan grun að hann eigi hlut í máli. Aðgangur að símanum gæti upplýst um hver þáttur hvers aðila væri í málinu. Héraðsdómur féllst á að veita lögreglu heimildina, þrátt fyrir að verjandi mannsins mótmælti því og sagði heimildina of víðtæka. Landsréttur staðfesti síðan úrskurðinn.
Dómsmál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira