Bjarni bæði hæfur og vanhæfur í senn Jón Þór Stefánsson skrifar 10. október 2023 14:58 Tekist var á um álitið sem varð til þess að Bjarni Benediktsson sagði af sér í dag. Bæði Hildur Sverrisdóttir og Björn Leví Gunnarsson voru áberandi í umræðunni. Vísir/Sara Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tókust á um túlkun sína á áliti umboðsmanns Alþingis sem hefur orðið til þess að Bjarni Benediktsson hefur sagt af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra. Að mati Hildar, sem tók til máls á fundi Alþingis í dag, er ekkert í skýrslu umboðsmanns sem bendir til þess að ekki hafi verið unnið að Íslandsbankamálinu eins vel og hægt var. Hún hélt því einnig fram að margt hafi verið sagt um Íslandsbankamálið, og að margt af því hafi verið dregið í efa. „Ég vil nota þetta tækifæri og ítreka það að þetta álit sem liggur nú fyrir gerir í engu lítið úr því að allir sem komu að því [söluferli Íslandsbanka] unnu það í góðri trú með bestu mögulegu ráðgjöf sem var hægt að finna á sínum tíma,“ sagði Hildur. „Ekkert í þessu áliti dregur það í efa. Ekkert í þessu áliti dregur það fram á neinn nokkurn hátt að hér hafi ekki verið unnið eins vel og hægt var. Ekkert var gert í skjóli nætur.“ Hildur segir að um sé að ræða túlkun umboðsmanns Alþingis á einu atriði sem engan sem kom að ferlinu hafi grunað að yrði túlkað á þann hátt. Í áliti umboðsmanns segir að Bjarni hafi sýnt af sér vanhæfi með því að samþykkja tillögu Bankasýslunnar um söluna í ljósi þess að faðir hans hafi verið á meðal kaupenda. Enn einn fyrirslátturinn Björn Leví tók einnig til máls á Alþingi í dag og beindi erindi sínu að Hildi. Fyrir það fyrsta sagði hann að ekkert sem Píratar hafi sagt um Íslandsbankasöluna hafa verið hrakið og skoraði á fólk að sýna fram á annað. Þá tók Björn fyrir ummæli Hildar um að álitið varði eitt atriði sem engan hafi grunað að yrði túlkað á þann hátt sem nú hefur verið gert. Björn er ósammála þeirri fullyrðingu. „Jú það var grundvallarstefið frá upphafi um að þarna væri augljóst að fjármálaráðherra væri vanhæfur til að taka þessa ákvörðun. Það var sagt alveg frá byrjun. Þannig að þetta er enn einn fyrirslátturinn þar sem er verið að segja eitthvað sem er algjörlega og augljóslega rangt,“ sagði Björn. Ómöguleiki í öndvegi Aftur tók Hildur til máls. Hún segir að rekin hafi verið herferð gegn bankasölunni frá fyrsta degi. Málið snúist ekki um að Íslandsbanki hafi verið seldur án kynningar, í skjóli nætur, eða á undirverði eins og haldið hafi verið fram. Hildur segir að það hafi allt saman verið hrakið. Hildur segir að málið varði ákveðinn ómöguleika í lögunum. „Sérstaklega var vandað til verka þar sem núgildandi lög bjóða upp á einhverja ólánsútgáfu af ketti Schröndingers. Þar sem ráðherra er bæði hæfur og vanhæfur í senn, þar til kíkt er í kassann, sem hann má reyndar ekki fyrir nokkurn mun opna.“ Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Fleiri fréttir Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Sjá meira
Að mati Hildar, sem tók til máls á fundi Alþingis í dag, er ekkert í skýrslu umboðsmanns sem bendir til þess að ekki hafi verið unnið að Íslandsbankamálinu eins vel og hægt var. Hún hélt því einnig fram að margt hafi verið sagt um Íslandsbankamálið, og að margt af því hafi verið dregið í efa. „Ég vil nota þetta tækifæri og ítreka það að þetta álit sem liggur nú fyrir gerir í engu lítið úr því að allir sem komu að því [söluferli Íslandsbanka] unnu það í góðri trú með bestu mögulegu ráðgjöf sem var hægt að finna á sínum tíma,“ sagði Hildur. „Ekkert í þessu áliti dregur það í efa. Ekkert í þessu áliti dregur það fram á neinn nokkurn hátt að hér hafi ekki verið unnið eins vel og hægt var. Ekkert var gert í skjóli nætur.“ Hildur segir að um sé að ræða túlkun umboðsmanns Alþingis á einu atriði sem engan sem kom að ferlinu hafi grunað að yrði túlkað á þann hátt. Í áliti umboðsmanns segir að Bjarni hafi sýnt af sér vanhæfi með því að samþykkja tillögu Bankasýslunnar um söluna í ljósi þess að faðir hans hafi verið á meðal kaupenda. Enn einn fyrirslátturinn Björn Leví tók einnig til máls á Alþingi í dag og beindi erindi sínu að Hildi. Fyrir það fyrsta sagði hann að ekkert sem Píratar hafi sagt um Íslandsbankasöluna hafa verið hrakið og skoraði á fólk að sýna fram á annað. Þá tók Björn fyrir ummæli Hildar um að álitið varði eitt atriði sem engan hafi grunað að yrði túlkað á þann hátt sem nú hefur verið gert. Björn er ósammála þeirri fullyrðingu. „Jú það var grundvallarstefið frá upphafi um að þarna væri augljóst að fjármálaráðherra væri vanhæfur til að taka þessa ákvörðun. Það var sagt alveg frá byrjun. Þannig að þetta er enn einn fyrirslátturinn þar sem er verið að segja eitthvað sem er algjörlega og augljóslega rangt,“ sagði Björn. Ómöguleiki í öndvegi Aftur tók Hildur til máls. Hún segir að rekin hafi verið herferð gegn bankasölunni frá fyrsta degi. Málið snúist ekki um að Íslandsbanki hafi verið seldur án kynningar, í skjóli nætur, eða á undirverði eins og haldið hafi verið fram. Hildur segir að það hafi allt saman verið hrakið. Hildur segir að málið varði ákveðinn ómöguleika í lögunum. „Sérstaklega var vandað til verka þar sem núgildandi lög bjóða upp á einhverja ólánsútgáfu af ketti Schröndingers. Þar sem ráðherra er bæði hæfur og vanhæfur í senn, þar til kíkt er í kassann, sem hann má reyndar ekki fyrir nokkurn mun opna.“
Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Fleiri fréttir Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Sjá meira