„Rauð ljós“ á íbúðamarkaði og þörf á 5.000 nýjum íbúðum árlega Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. október 2023 06:20 HMS segir erfitt að spá fyrir um mannfjöldaþróun þar sem hún ráðist nú aðallega að aðflutningi fólks en ekki náttúrulegri fjölgun. Vísir/Vilhelm Byggja þarf 5.000 íbúðir árlega á næstu árum miðað við íbúafjölgun á landinu, sem má meðal annars rekja til aukins aðflutnings erlends vinnuafls. Þá fækkar íbúum í hverri íbúð samfara öldrun þjóðarinnar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í íbúðaþarfagreiningu sem Intellicon vann fyrir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun en í samantekt segir að íbúðaþörf sé reiknuð út frá fólksfjölda og fjölda á íbúð. Þannig geti þörfin aukist þrátt fyrir að versnandi lánamöguleikar dragi tímabundið úr eftirspurn og uppsöfnuð þörf umbreyst í mikla eftirspurn á skömmum tíma. Niðurstöður Intellicon verða kynntar formlega á morgun en í samantektinni segir meðal annars að slæm staða byggingaraðila nú gæti aukið framboðsskort á næstu árum. Nýframkvæmdum hafi fækkað um 70 prósent frá mars og fram í september á þessu ári, samanborið við sama tímabil í fyrra. „Skýringanna kann m.a. að vera að leita í hækkandi vaxtastigi sem gerir dýrara að byggja og minnkandi eftirspurnar. Til marks um minni sölu nýrra íbúða þá eru fullbúnar íbúðir sem ekki hafa verið teknar í notkun nú 777 talsins en voru 238 í mars sl. og 131 í september í fyrra. Það jafngildir nærri sexföldun fullbúinna en óseldra íbúða milli ára. 8.683 íbúðir eru í byggingu en hægt hefur á framkvæmdum við margar þeirra og eru 2.356 íbúðir enn á sama byggingarstigi, nú og í síðustu talningu í mars sem að öllu jöfnu væru komnar á næsta byggingarstig á milli talninga,“ segir í samantektinni. Þar segir enn fremur að það sé mat HMS að svartsýnar spár greiningaraðila hjálpi ekki til við að tryggja næga uppbyggingu íbúða og stofnunin vilji minna á að bankarnir hafi áður spáð samdrætti í eftirspurn á húsnæðismarkaði, sem hafi ekki raungerst. Líta þurfi á alla drifkrafta íbúðaþarfar og hver munurinn er á íbúðaþörf til lengri tíma og breytinga á eftirspurn til skemmri tíma. Hærra verð og vextir geti dregið tímabundið úr eftirspurn en hún sé, til lengri tíma, alltaf drifin áfram að grunnþörf fólks fyrir húsaskjól. „HMS hefur lagt áherslu á að ekki megi endurtaka fyrri mistök þar sem of mikið var dregið úr nýbyggingum í niðursveiflum sem aftur leiddi til framboðsskorts og húsnæðisverðshækkana þegar eftirspurnin jókst á ný.“ Húsnæðismál Efnahagsmál Neytendur Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í íbúðaþarfagreiningu sem Intellicon vann fyrir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun en í samantekt segir að íbúðaþörf sé reiknuð út frá fólksfjölda og fjölda á íbúð. Þannig geti þörfin aukist þrátt fyrir að versnandi lánamöguleikar dragi tímabundið úr eftirspurn og uppsöfnuð þörf umbreyst í mikla eftirspurn á skömmum tíma. Niðurstöður Intellicon verða kynntar formlega á morgun en í samantektinni segir meðal annars að slæm staða byggingaraðila nú gæti aukið framboðsskort á næstu árum. Nýframkvæmdum hafi fækkað um 70 prósent frá mars og fram í september á þessu ári, samanborið við sama tímabil í fyrra. „Skýringanna kann m.a. að vera að leita í hækkandi vaxtastigi sem gerir dýrara að byggja og minnkandi eftirspurnar. Til marks um minni sölu nýrra íbúða þá eru fullbúnar íbúðir sem ekki hafa verið teknar í notkun nú 777 talsins en voru 238 í mars sl. og 131 í september í fyrra. Það jafngildir nærri sexföldun fullbúinna en óseldra íbúða milli ára. 8.683 íbúðir eru í byggingu en hægt hefur á framkvæmdum við margar þeirra og eru 2.356 íbúðir enn á sama byggingarstigi, nú og í síðustu talningu í mars sem að öllu jöfnu væru komnar á næsta byggingarstig á milli talninga,“ segir í samantektinni. Þar segir enn fremur að það sé mat HMS að svartsýnar spár greiningaraðila hjálpi ekki til við að tryggja næga uppbyggingu íbúða og stofnunin vilji minna á að bankarnir hafi áður spáð samdrætti í eftirspurn á húsnæðismarkaði, sem hafi ekki raungerst. Líta þurfi á alla drifkrafta íbúðaþarfar og hver munurinn er á íbúðaþörf til lengri tíma og breytinga á eftirspurn til skemmri tíma. Hærra verð og vextir geti dregið tímabundið úr eftirspurn en hún sé, til lengri tíma, alltaf drifin áfram að grunnþörf fólks fyrir húsaskjól. „HMS hefur lagt áherslu á að ekki megi endurtaka fyrri mistök þar sem of mikið var dregið úr nýbyggingum í niðursveiflum sem aftur leiddi til framboðsskorts og húsnæðisverðshækkana þegar eftirspurnin jókst á ný.“
Húsnæðismál Efnahagsmál Neytendur Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira