Heimsmet: 35 sekúndum frá því að hlaupa maraþon undir tveimur tímum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2023 07:30 Kelvin Kiptum eftir að hafa hlaupið maraþon hraðar en allir í sögunni og tryggt sér sigur í Chicago maraþoninu. EPA-EFE/TOLGA AKMEN Keníamaðurinn Kelvin Kiptum stórbætti heimsmetið í maraþoni í gær þegar hann vann Chicago maraþonið með miklum glæsibrag. Kiptum kom í mark á tveimur klukkutímum og 35 sekúndum en með því bætti hann heimsmet landa síns Eliud Kipchoge um meira en þrjátíu sekúndur. WORLD RECORD 's Kelvin Kiptum destroys the marathon world record* at the @ChiMarathon with 2:00:35 He becomes the first man in history to break 2:01.*Subject to the usual ratification procedures pic.twitter.com/gRYYzE89d0— World Athletics (@WorldAthletics) October 8, 2023 Þetta þýðir líka að Kiptum var aðeins 35 sekúndum frá því að hlaupa heilt maraþon á undir tveimur klukkustundum. Kiptum hafði áður sett nýtt mótsmet í London maraþoninu fyrr á þessu ári. Kiptum talaði um það eftir hlaupið að hann hafi ekki planað að reyna að slá gamla heimsmetið sem var tveir klukkutímar, ein mínúta og níu sekúndur. Hann sá hins vegar að metið var möguleiki á síðustu kílómetrunum í hlaupinu. WORLD RECORD: We have a new man in town. Kelvin Kiptum just broke Eliud Kipchoge's World Record with an unofficial time of 2:00:35! UNBELIEVABLE! pic.twitter.com/XfeMEzPveZ— Chicago Marathon (@ChiMarathon) October 8, 2023 „Ég er svo ánægður. Ég var ekki undirbúinn fyrir þetta. Heimsmet var ekki í huga mér í dag. Ég viss samt að einn daginn myndi ég slá heimsmetið,“ sagði Kelvin Kiptum eftir hlaupið. Kiptum kom í mark þremur mínútum og 27 sekúndum á undan næsta manni sem var Benson Kipruto sem er líka frá Kenía. Kiptum stakk endanlega af eftir 35 kílómetra. „Ég sá tímann fyrir framan mig og hugsaði: Ég ætla að reyna við metið. Kannski næ ég að hlaupa undir tveimur klukkustundum,“ sagði Kiptum. Hann er bara 23 ára gamall og þetta var bara þriðja maraþonhlaupið hans á ferlinum. Kelvin leaves the world behind. In his third marathon ever, Kelvin Kiptum sets a new World Record at @ChiMarathon, running the fastest official marathon of alltime.Congratulations, Kelvin. In 2:00:35, you're leading the charge on the future of Running. pic.twitter.com/rTF6790ZuD— Nike (@Nike) October 8, 2023 Frjálsar íþróttir Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Sjá meira
Kiptum kom í mark á tveimur klukkutímum og 35 sekúndum en með því bætti hann heimsmet landa síns Eliud Kipchoge um meira en þrjátíu sekúndur. WORLD RECORD 's Kelvin Kiptum destroys the marathon world record* at the @ChiMarathon with 2:00:35 He becomes the first man in history to break 2:01.*Subject to the usual ratification procedures pic.twitter.com/gRYYzE89d0— World Athletics (@WorldAthletics) October 8, 2023 Þetta þýðir líka að Kiptum var aðeins 35 sekúndum frá því að hlaupa heilt maraþon á undir tveimur klukkustundum. Kiptum hafði áður sett nýtt mótsmet í London maraþoninu fyrr á þessu ári. Kiptum talaði um það eftir hlaupið að hann hafi ekki planað að reyna að slá gamla heimsmetið sem var tveir klukkutímar, ein mínúta og níu sekúndur. Hann sá hins vegar að metið var möguleiki á síðustu kílómetrunum í hlaupinu. WORLD RECORD: We have a new man in town. Kelvin Kiptum just broke Eliud Kipchoge's World Record with an unofficial time of 2:00:35! UNBELIEVABLE! pic.twitter.com/XfeMEzPveZ— Chicago Marathon (@ChiMarathon) October 8, 2023 „Ég er svo ánægður. Ég var ekki undirbúinn fyrir þetta. Heimsmet var ekki í huga mér í dag. Ég viss samt að einn daginn myndi ég slá heimsmetið,“ sagði Kelvin Kiptum eftir hlaupið. Kiptum kom í mark þremur mínútum og 27 sekúndum á undan næsta manni sem var Benson Kipruto sem er líka frá Kenía. Kiptum stakk endanlega af eftir 35 kílómetra. „Ég sá tímann fyrir framan mig og hugsaði: Ég ætla að reyna við metið. Kannski næ ég að hlaupa undir tveimur klukkustundum,“ sagði Kiptum. Hann er bara 23 ára gamall og þetta var bara þriðja maraþonhlaupið hans á ferlinum. Kelvin leaves the world behind. In his third marathon ever, Kelvin Kiptum sets a new World Record at @ChiMarathon, running the fastest official marathon of alltime.Congratulations, Kelvin. In 2:00:35, you're leading the charge on the future of Running. pic.twitter.com/rTF6790ZuD— Nike (@Nike) October 8, 2023
Frjálsar íþróttir Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Sjá meira