Níu hundruð fallnir: „Hryllingur að horfa upp á þetta“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. október 2023 12:33 Íbúar í Tel Aviv leita í rústum húss sem varð fyrir eldflaug frá Gasa. AP Photo/Moti Milrod Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels telur að stríðið þar í landi muni vara í langan tíma. Minnst sex hundruð Ísraelsmenn, þar af 44 hermenn eru sagðir látnir. Þrjú hundruð Palestínumenn eru jafnframt sagðir hafa fallið frá því að stríð hófst í gærmorgun. Þá er talið að vígamenn Hamas hafi rænt minnst hundrað Ísraelsmönnum, bæði almennum borgurum og hermönnum. Utanríkisráðherra segist hafa þungar áhyggjur af framvindu stríðsins. „Viðbrögð mín og íslenskra stjórnvalda eru að fordæma þessa hryðjuverkaárás. Við þekkjum ótrúlega flókna, langvarandi og hryllilega stöðu þarna. Þær fréttir sem maður fær af svæðinu eru hryllilegar,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra. Stjórnvöld hér fordæmi ávallt brot á alþjóðalögum, hvenær sem þau birtast og hvaða ríki eða samtök það eru sem brjóti þau lög. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra lýsir yfir þungum áhyggjum vegna stöðunnar í Ísrael og Palestínu.Vísir/Ívar „Sem manneskja þá er hryllingur að horfa upp á þetta og maður finnur til með öllu því fólki, þeim saklausu borgurum beggja vegna landamæranna sem verða fyrir barðinu á þessum átökum.“ Staðan alþjóðlega orðin mjög slæm Í morgun bárust fregnir af því að samtökin Hezbollah í líbanon hefðu skotið eldflaugum á Ísrael og ísraelsmenn svarað í sömu mynt. Ástandið við Gólan-hæðir, þar sem lengi hefur verið deilt um yfirráð er því enn eldfimara en áður. „Þau búa yfir enn öflugri og þyngri vopnum og það myndi þýða að þetta með einhverjum hætti breiðist út. Það er mikið áhyggjuefni,“ segir Þórdís. Erfitt sé að spá fyrir um framhaldið. „En ég get sagt að ég hef raunverulegar og alvarlegar áhyggjur af því hvernig þessu kannn að vinda fram,“ segir Þórdís. Mikil spenna sé víða, sem boði ekki gott fyrir alþjóðasamfélagið. „Það er í mínum huga mjög alvarleg staða komin upp [á alþjóðavísu]. Auðvitað var innrás Rússlands inn í Úkraínu meiriháttar áfall og við sjáum hvernig það þróast og eftirmála. Svo sjáum við bara spennustigið hækka mjög víða,“ segir Þórdís. „Við erum með Armeníu og Aserbaídsjan, við erum núna með þetta og fleiri svæði þar sem spennustig er að hækka. Við erum enn því miður, og þetta er ég búin að segja síðan í febrúar 2022, að taka skref í ranga átt. Það þýðir að leiðin til baka verður lengri og ég veit ekki hversu lengi þetta verður vont áður en þetta verður betra.“ Tilbúi til að veita þeim aðstoð sem þurfa Þá verði íslensk stjórnvöld tilbúin til að veita þeim sem biðja aðstoð. „Palestína hefur í gegn um árin verið áhersluland varðandi aðstoð. Þegar svona tilfelli koma upp, í þessu tilfelli bein hryðjuverkaárás á annað ríki, erum við með okkar mekanisma eða tól til að verða að liði eins og til dæmis mannúðaraðstoð. Við munum að skoða allar slíkar leiðir en skoða hvernig málum vindur fram og svo hlusta á það sem kallað er eftir og eftir getu bregðast við því hvar þörfin er mest og hvaðan köllin koma.“ Þórdís segir að borgaraþjónustan hafi verið í sambandi við alla þá Íslendinga sem eru á svæðinu. Þar á meðal er níutíu manna hópur íslenskra ferðamanna á vegum ferðaskrifstofunnar Kólumbus er staddur í Jerúsalem og verið að vinna í að koma hópnum heim. „Að höfðu samráði við okkar samstarfsaðila hérna í Ísrael sem eru tengdir ferðamálaráði Ísrael, sem gætir fyllsta öryggis allra þeirra hópa sem eru hérna á þessum dögum. Þá tókum við þá ákvörðun að aflýsa frekari dagskrá þessarar ferðar, sem átti að vera fram á laugardag,“ segir Sigurður K. Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Kólumbusar og fararstjóri hópsins. Farþegar hafi tekið þessu fagnandi, hlakki til að komast heim en Sigurður ítrekað að hópurinn sé öruggur. „Við erum bara að bíða rólega eftir fregnum hvenær verður hægt að koma okkur heim. Það er ekki ljóst á þessari stundu en það skýrist vonandi innan eins sólarhrings eða svo,“ segir Sigurður K. Kolbeinsson. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísrael Palestína Líbanon Hernaður Átök Ísraela og Palestínumanna Tengdar fréttir Vinna að því að koma Íslendingunum heim Sigurður K. Kolbeinsson, fararstjóri níutíu manna hóps Íslendinga sem er staddur í Jerúsalem í Ísrael, segir unnið að því að koma hópnum heim. Það er til að mynda gert í samvinnu við neyðarteymi Icelandair. 8. október 2023 10:43 Harðir bardagar standa enn yfir Þrjú hundruð Ísraelsmenn, hið minnsta, eru látnir eftir árásir Hamas-samtakanna sem hófst í gærmorgun, samkvæmt sendiráði Ísraels í Tyrklandi. 8. október 2023 08:12 Óttast að átökin verði langvinn Fyrrverandi formaður Félagsins Ísland-Palestína óttast að yfirstandandi átök Ísraelshers og hernaðararms Hamas-samtakanna komi til með að verða langvinn. Samkomulag sem feli í sér skipti á pólitískum föngum og stríðsföngum þurfi líklega til að lægja öldurnar. 8. október 2023 00:00 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Þá er talið að vígamenn Hamas hafi rænt minnst hundrað Ísraelsmönnum, bæði almennum borgurum og hermönnum. Utanríkisráðherra segist hafa þungar áhyggjur af framvindu stríðsins. „Viðbrögð mín og íslenskra stjórnvalda eru að fordæma þessa hryðjuverkaárás. Við þekkjum ótrúlega flókna, langvarandi og hryllilega stöðu þarna. Þær fréttir sem maður fær af svæðinu eru hryllilegar,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra. Stjórnvöld hér fordæmi ávallt brot á alþjóðalögum, hvenær sem þau birtast og hvaða ríki eða samtök það eru sem brjóti þau lög. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra lýsir yfir þungum áhyggjum vegna stöðunnar í Ísrael og Palestínu.Vísir/Ívar „Sem manneskja þá er hryllingur að horfa upp á þetta og maður finnur til með öllu því fólki, þeim saklausu borgurum beggja vegna landamæranna sem verða fyrir barðinu á þessum átökum.“ Staðan alþjóðlega orðin mjög slæm Í morgun bárust fregnir af því að samtökin Hezbollah í líbanon hefðu skotið eldflaugum á Ísrael og ísraelsmenn svarað í sömu mynt. Ástandið við Gólan-hæðir, þar sem lengi hefur verið deilt um yfirráð er því enn eldfimara en áður. „Þau búa yfir enn öflugri og þyngri vopnum og það myndi þýða að þetta með einhverjum hætti breiðist út. Það er mikið áhyggjuefni,“ segir Þórdís. Erfitt sé að spá fyrir um framhaldið. „En ég get sagt að ég hef raunverulegar og alvarlegar áhyggjur af því hvernig þessu kannn að vinda fram,“ segir Þórdís. Mikil spenna sé víða, sem boði ekki gott fyrir alþjóðasamfélagið. „Það er í mínum huga mjög alvarleg staða komin upp [á alþjóðavísu]. Auðvitað var innrás Rússlands inn í Úkraínu meiriháttar áfall og við sjáum hvernig það þróast og eftirmála. Svo sjáum við bara spennustigið hækka mjög víða,“ segir Þórdís. „Við erum með Armeníu og Aserbaídsjan, við erum núna með þetta og fleiri svæði þar sem spennustig er að hækka. Við erum enn því miður, og þetta er ég búin að segja síðan í febrúar 2022, að taka skref í ranga átt. Það þýðir að leiðin til baka verður lengri og ég veit ekki hversu lengi þetta verður vont áður en þetta verður betra.“ Tilbúi til að veita þeim aðstoð sem þurfa Þá verði íslensk stjórnvöld tilbúin til að veita þeim sem biðja aðstoð. „Palestína hefur í gegn um árin verið áhersluland varðandi aðstoð. Þegar svona tilfelli koma upp, í þessu tilfelli bein hryðjuverkaárás á annað ríki, erum við með okkar mekanisma eða tól til að verða að liði eins og til dæmis mannúðaraðstoð. Við munum að skoða allar slíkar leiðir en skoða hvernig málum vindur fram og svo hlusta á það sem kallað er eftir og eftir getu bregðast við því hvar þörfin er mest og hvaðan köllin koma.“ Þórdís segir að borgaraþjónustan hafi verið í sambandi við alla þá Íslendinga sem eru á svæðinu. Þar á meðal er níutíu manna hópur íslenskra ferðamanna á vegum ferðaskrifstofunnar Kólumbus er staddur í Jerúsalem og verið að vinna í að koma hópnum heim. „Að höfðu samráði við okkar samstarfsaðila hérna í Ísrael sem eru tengdir ferðamálaráði Ísrael, sem gætir fyllsta öryggis allra þeirra hópa sem eru hérna á þessum dögum. Þá tókum við þá ákvörðun að aflýsa frekari dagskrá þessarar ferðar, sem átti að vera fram á laugardag,“ segir Sigurður K. Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Kólumbusar og fararstjóri hópsins. Farþegar hafi tekið þessu fagnandi, hlakki til að komast heim en Sigurður ítrekað að hópurinn sé öruggur. „Við erum bara að bíða rólega eftir fregnum hvenær verður hægt að koma okkur heim. Það er ekki ljóst á þessari stundu en það skýrist vonandi innan eins sólarhrings eða svo,“ segir Sigurður K. Kolbeinsson.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísrael Palestína Líbanon Hernaður Átök Ísraela og Palestínumanna Tengdar fréttir Vinna að því að koma Íslendingunum heim Sigurður K. Kolbeinsson, fararstjóri níutíu manna hóps Íslendinga sem er staddur í Jerúsalem í Ísrael, segir unnið að því að koma hópnum heim. Það er til að mynda gert í samvinnu við neyðarteymi Icelandair. 8. október 2023 10:43 Harðir bardagar standa enn yfir Þrjú hundruð Ísraelsmenn, hið minnsta, eru látnir eftir árásir Hamas-samtakanna sem hófst í gærmorgun, samkvæmt sendiráði Ísraels í Tyrklandi. 8. október 2023 08:12 Óttast að átökin verði langvinn Fyrrverandi formaður Félagsins Ísland-Palestína óttast að yfirstandandi átök Ísraelshers og hernaðararms Hamas-samtakanna komi til með að verða langvinn. Samkomulag sem feli í sér skipti á pólitískum föngum og stríðsföngum þurfi líklega til að lægja öldurnar. 8. október 2023 00:00 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Vinna að því að koma Íslendingunum heim Sigurður K. Kolbeinsson, fararstjóri níutíu manna hóps Íslendinga sem er staddur í Jerúsalem í Ísrael, segir unnið að því að koma hópnum heim. Það er til að mynda gert í samvinnu við neyðarteymi Icelandair. 8. október 2023 10:43
Harðir bardagar standa enn yfir Þrjú hundruð Ísraelsmenn, hið minnsta, eru látnir eftir árásir Hamas-samtakanna sem hófst í gærmorgun, samkvæmt sendiráði Ísraels í Tyrklandi. 8. október 2023 08:12
Óttast að átökin verði langvinn Fyrrverandi formaður Félagsins Ísland-Palestína óttast að yfirstandandi átök Ísraelshers og hernaðararms Hamas-samtakanna komi til með að verða langvinn. Samkomulag sem feli í sér skipti á pólitískum föngum og stríðsföngum þurfi líklega til að lægja öldurnar. 8. október 2023 00:00