Braut gegn barnungri stjúpdóttur sinni: „Ég hélt þú vildir þetta af því að þú klæddir þig þannig“ Jón Þór Stefánsson skrifar 7. október 2023 15:04 Héraðsdómur Reykjavíkur mat framburð stúlkunnar trúverðugan og lagði hann til grundvallar, en maðurinn neitaði sök. Vísir/Vilhelm Karlmaður hlaut í gær tólf mánaða fangelsisdóm, þar af níu mánuði skilorðsbundna, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir brot gegn barnungri stjúpdóttur sinni. Honum var einnig gert að greiða stúlkunni 1,2 milljónir króna í miskabætur, en brotin áttu sér stað árið 2019, þegar hún var ellefu og tólf ára gömul. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa kysst stúlkuna og káfað á brjóstum og kynfærum hennar, og rassskellt hana. Þá hafi hann beitt hana líkamlegri refsingu og sýnt henni vanvirðandi háttsemi. Málið kom á yfirborðið upp þegar stúlkan sagði starfsmanni skóla síns frá áreitni mannsins. Starfsmaður skólans greindi Barnavernd síðan frá málinu. „Fannst þér þetta óþægilegt?“ Í samtali við starfsmann Barnaverndar gerði stúlkan grein fyrir máli sínu. Hún sagði til að mynda frá því að stjúpfaðir sinn hefði kysst hana á óviðeigandi hátt og síðan spurt sig: „Fannst þér þetta óþægilegt?“ og hún svarað játandi. Þá hafi hann sagt: „Ég hélt þú vildir þetta af því að þú klæddir þig þannig.“ Maðurinn neitaði sök. Hann hafi átt í góðum samskiptum við stjúpdóttur sína þangað til í lok árs 2018 þegar þeim hafi farið versnandi. Í lögregluskýrslu sagðist hann hafa verið strangur og sagt henni hvernig hún ætti að hegða sér, en honum hafi fundist hún „hegða sér svolítið eins og villingur og ýtt öllum frá sér.“ Hann sagði að henni hafi oft verið illt í bakinu og hann nuddað hana. Í eitt skipti hafi hún spurt hann hvers vegna hann væri að leggja hana í einelti. Þá sagðist hann ekki hafa beitt hana kynferðislegu ofbeldi, en hann hefði þó rassskellt hana einu sinni þegar hann sá „ljót kynferðisleg skilaboð“ í síma hennar. Hann sagði það hafa verið í refsingarskyni. Maðurinn sagðist sjá eftir því. Heimilisaðstæðum fólksins er lýst í dómnum, en fram kemur að þau hafi flutt hingað til lands nokkrum árum fyrr. Þá kemur fram að stjúpfaðirinn og móðir stúlkunnar séu nú skilin. Vissi ekki hverju hún ætti að trúa Skýrslur voru teknar af móðurinni. Hún sagði dóttur sína hafa sagt sér frá hegðun stjúpföðurins nokkrum mánuðum fyrr og það verið henni mikið áfall og hún ekki vitað hverju hún ætti að trúa. Sjálf sagðist hún ekki hafa orðið vör við slíka hegðun. Héraðsdómur lagði til grundvallar framburð stúlkunnar, sem þótti trúverðugur og þá þótti framburður móður hennar og starfsmanna skóla hennar styðja við hann. Því taldi dómurinn sannað að maðurinn hefði kysst og káfað á stúlkunni. Þá þótti maðurinn játa að hafa rassskellt stúlkuna og þar með leit dómurinn svo á að hann hafi með rassskellingu sinni refsað henni. Hann var því einnig sakfelldur fyrir að beita hana líkamlegri refsingu. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa kysst stúlkuna og káfað á brjóstum og kynfærum hennar, og rassskellt hana. Þá hafi hann beitt hana líkamlegri refsingu og sýnt henni vanvirðandi háttsemi. Málið kom á yfirborðið upp þegar stúlkan sagði starfsmanni skóla síns frá áreitni mannsins. Starfsmaður skólans greindi Barnavernd síðan frá málinu. „Fannst þér þetta óþægilegt?“ Í samtali við starfsmann Barnaverndar gerði stúlkan grein fyrir máli sínu. Hún sagði til að mynda frá því að stjúpfaðir sinn hefði kysst hana á óviðeigandi hátt og síðan spurt sig: „Fannst þér þetta óþægilegt?“ og hún svarað játandi. Þá hafi hann sagt: „Ég hélt þú vildir þetta af því að þú klæddir þig þannig.“ Maðurinn neitaði sök. Hann hafi átt í góðum samskiptum við stjúpdóttur sína þangað til í lok árs 2018 þegar þeim hafi farið versnandi. Í lögregluskýrslu sagðist hann hafa verið strangur og sagt henni hvernig hún ætti að hegða sér, en honum hafi fundist hún „hegða sér svolítið eins og villingur og ýtt öllum frá sér.“ Hann sagði að henni hafi oft verið illt í bakinu og hann nuddað hana. Í eitt skipti hafi hún spurt hann hvers vegna hann væri að leggja hana í einelti. Þá sagðist hann ekki hafa beitt hana kynferðislegu ofbeldi, en hann hefði þó rassskellt hana einu sinni þegar hann sá „ljót kynferðisleg skilaboð“ í síma hennar. Hann sagði það hafa verið í refsingarskyni. Maðurinn sagðist sjá eftir því. Heimilisaðstæðum fólksins er lýst í dómnum, en fram kemur að þau hafi flutt hingað til lands nokkrum árum fyrr. Þá kemur fram að stjúpfaðirinn og móðir stúlkunnar séu nú skilin. Vissi ekki hverju hún ætti að trúa Skýrslur voru teknar af móðurinni. Hún sagði dóttur sína hafa sagt sér frá hegðun stjúpföðurins nokkrum mánuðum fyrr og það verið henni mikið áfall og hún ekki vitað hverju hún ætti að trúa. Sjálf sagðist hún ekki hafa orðið vör við slíka hegðun. Héraðsdómur lagði til grundvallar framburð stúlkunnar, sem þótti trúverðugur og þá þótti framburður móður hennar og starfsmanna skóla hennar styðja við hann. Því taldi dómurinn sannað að maðurinn hefði kysst og káfað á stúlkunni. Þá þótti maðurinn játa að hafa rassskellt stúlkuna og þar með leit dómurinn svo á að hann hafi með rassskellingu sinni refsað henni. Hann var því einnig sakfelldur fyrir að beita hana líkamlegri refsingu.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira