Minnst milljarður á ári í hjólreiðainnviði Árni Sæberg skrifar 5. október 2023 19:23 Sérstakir hjólreiðastígar í Reykjavík eru orðnir 42 kílómetrar að lengd. Vísir/Vilhelm Staðan á hjólreiðaáætlun Reykjavíkur 2021 til 2025 var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði í vikunni. Tíu kílómetrar af sérstökum hjólastígum hafa bæst við frá árinu 2021 og eru þeir orðnir 42 kílómetrar samtals. Fjárfestingar í nýjum hjólreiðainnviðum í Reykjavík eiga að vera að lágmarki fimm milljarðar króna á tímabilinu. Þetta segir í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Þar segir að margt spennandi sé á döfinni eins og nýjar hjólabrýr í Elliðaárdal, hjólaskápar fyrir kennara og æfingasvæði í Gufunesi. Reykjavíkurborg vinni markvisst að því lengja stígakerfi til hjólreiða, bæta aðstöðu til hjólreiða, sem hvetji börn til þess að hjóla í skólann. Hjólandi ætti að fjölga árlega Þá segir að í heildina fari hjólreiðar vaxandi sem samgöngmáti og þeim sem hjóla ætti að fjölga árlega miðað við bætta innviði. Tíu kílómetrar af sérstökum hjólastígum hafi bæst við frá árinu 2021 og eru þeir orðnir 42 kílómetrar. Markmið um lengd hjólastíga árið 2025 sé fimmtíu kílómetar, 5.000 hjólastæði og að meira en 90 prósent íbúa í Reykjavík búi innan við 150 metra frá hjólastíg árið 2030. Ný hlaupahjólastæði hafi verið sett upp á árinu 2023, sem telji 790 stæði fyrir órafknúin hlaupahjól en skólastjórnendur hefðu óskað eftir því þar sem vandasamt hafi verið að geyma hjólin inni. Nú læsi krakkarnir þeim sjálf í stæðum sérstaklega ætluðum fyrir yngri kynslóðina. Lokið hafi verið við að uppfylla markmiðið að tuttugu prósent nemenda að meðaltali hafi stæði fyrir reiðhjól og hlaupahjól við nánast alla grunnskóla borgarinnar. Komin séu um 4.800 stæði í heildina við 37 grunnskóla í borginni. Ágústmánuður 2023 hafi komið vel út í hjólateljurum sem finna megi í borgarvefsjá. Samkvæmt ferðavenjukönnun árið 2022 hjóli sex prósent Reykvíkinga og tvö prósent ferðist um á rafhlaupahjólum, þá hafi fótgangandi einnig fjölgað. Stefna á hjólastíga til Keflavíkur Í tilkynningu segir að samtal sé hafið við Samtök sveitarfélaga Suðurnesja og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um gerð hjólastíga milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkur. Þá hafi verið lokið við tvo af þremur áföngum úr hjólreiðaáætlun í Elliðaárdal ofan við Höfðabakkabrú og framundan sé útboð á þriðja áfanga sem tengi hjólastíginn alla leið að Breiðholtsbraut. Vinna sé hafin við undirbúning að gerð Pumptrack-hjólasvæði í Gufunesi sem æfingasvæði hjólreiða til að æfa jafnvægislist, fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Þá sé gerð fjallahjólabrautar við Úlfarsfell. Hjólatyllum hafi fjölgað og þær sé nú fjórtán á sjö stöðum og muni fara fjölgandi. Markmiðið sé að settar verði upp tyllur á stöðum þar sem stöðva þarf á rauðu ljósi á hjólastíg. Hjólaskápar í Reykjavík séu tilraunaverkefni fyrir grunnskóla. Kennurum í tveimur skólum hafi staðið til boða að prófa og nýta þá, þannig sé komið til móts við skort á hjólageymslum fyrir starfsfólk grunnskólanna. Reykjavík Samgöngur Hjólreiðar Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Þar segir að margt spennandi sé á döfinni eins og nýjar hjólabrýr í Elliðaárdal, hjólaskápar fyrir kennara og æfingasvæði í Gufunesi. Reykjavíkurborg vinni markvisst að því lengja stígakerfi til hjólreiða, bæta aðstöðu til hjólreiða, sem hvetji börn til þess að hjóla í skólann. Hjólandi ætti að fjölga árlega Þá segir að í heildina fari hjólreiðar vaxandi sem samgöngmáti og þeim sem hjóla ætti að fjölga árlega miðað við bætta innviði. Tíu kílómetrar af sérstökum hjólastígum hafi bæst við frá árinu 2021 og eru þeir orðnir 42 kílómetrar. Markmið um lengd hjólastíga árið 2025 sé fimmtíu kílómetar, 5.000 hjólastæði og að meira en 90 prósent íbúa í Reykjavík búi innan við 150 metra frá hjólastíg árið 2030. Ný hlaupahjólastæði hafi verið sett upp á árinu 2023, sem telji 790 stæði fyrir órafknúin hlaupahjól en skólastjórnendur hefðu óskað eftir því þar sem vandasamt hafi verið að geyma hjólin inni. Nú læsi krakkarnir þeim sjálf í stæðum sérstaklega ætluðum fyrir yngri kynslóðina. Lokið hafi verið við að uppfylla markmiðið að tuttugu prósent nemenda að meðaltali hafi stæði fyrir reiðhjól og hlaupahjól við nánast alla grunnskóla borgarinnar. Komin séu um 4.800 stæði í heildina við 37 grunnskóla í borginni. Ágústmánuður 2023 hafi komið vel út í hjólateljurum sem finna megi í borgarvefsjá. Samkvæmt ferðavenjukönnun árið 2022 hjóli sex prósent Reykvíkinga og tvö prósent ferðist um á rafhlaupahjólum, þá hafi fótgangandi einnig fjölgað. Stefna á hjólastíga til Keflavíkur Í tilkynningu segir að samtal sé hafið við Samtök sveitarfélaga Suðurnesja og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um gerð hjólastíga milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkur. Þá hafi verið lokið við tvo af þremur áföngum úr hjólreiðaáætlun í Elliðaárdal ofan við Höfðabakkabrú og framundan sé útboð á þriðja áfanga sem tengi hjólastíginn alla leið að Breiðholtsbraut. Vinna sé hafin við undirbúning að gerð Pumptrack-hjólasvæði í Gufunesi sem æfingasvæði hjólreiða til að æfa jafnvægislist, fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Þá sé gerð fjallahjólabrautar við Úlfarsfell. Hjólatyllum hafi fjölgað og þær sé nú fjórtán á sjö stöðum og muni fara fjölgandi. Markmiðið sé að settar verði upp tyllur á stöðum þar sem stöðva þarf á rauðu ljósi á hjólastíg. Hjólaskápar í Reykjavík séu tilraunaverkefni fyrir grunnskóla. Kennurum í tveimur skólum hafi staðið til boða að prófa og nýta þá, þannig sé komið til móts við skort á hjólageymslum fyrir starfsfólk grunnskólanna.
Reykjavík Samgöngur Hjólreiðar Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira