Bregðast við ítrekuðum seinkunum leiðar 14 Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2023 14:01 Strætóstoppistöðin Hólsvegur, sem er að finna hægra megin á myndinni, mun brátt heyra sögunni til. 150 metrar eru í næstu stöð, það er Sunnutorg. Vísir/Arnar Til stendur að leggja niður strætóstoppistöðina Hólsveg sem er að finna á horni Langholtsvegar og Hólsvegar í Reykjavík. Strætó númer 14 stoppar þar á leið sinni í átt að Verzlunarskólanum, en ákvörðunin nú er tekin til að strætó geti betur haldið áætlun. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti tillögu samgöngustjóra borgarinnar þessa efnis á fundi sínum í gær. Framundan eru sömuleiðis framkvæmdir fyrirhugaðar við sameiningu stoppistöðva, einnig á leið 14, við Austurbrún, ekki langt frá stoppistöðinni Hólsvegi. Með þeirri framkvæmd er einnig ætlunin að hjálpa leið 14 að halda betur áætlun. Reykjavíkurborg Einungis er að finna stoppistöð við horn Hólsvegar og Langholtsvegar öðru megin götunnar. Bent er á að stutt sé í næstu stoppustöð, við Sunnutorg sem er í um 150 metra fjarlægð. Meira en fjórum mínútum of seinn í 40 prósent tilvika Í greinargerð kemur fram að ráðist hafi verið í talningu á innstigum í mars fyrr á þessu ári þar sem í ljóst kom að tólf innstig hafi verið á Hólsvegi þann daginn, eða 0,8 prósent innstiga á leiðinni þann daginn. Til samanburðar hafi innstigin verið 241 (16 prósent) við Hlemm og 166 (11 prósent) við Laugardalslaug. Strætisvagnar á leið 14 eru ítrekað seinir samkvæmt yfirliti borgarinnar.Vísir/Arnar Fram kemur að leið 14 hafi verið í vandræðum um allnokkra hríð og verið of sein, fjórar mínútur eða meira, í rúmlega 40 prósent ferða á fyrsta ársfjórðungi 2023. „Ástandið er erfiðast síðdegis á virkum dögum, en leiðin þræðir íbúahverfi þar sem umferð er mikil seinnipartinn. Tæplega 69% brottfara leiðar 14 á fyrsta ársfjórðungi 2023 voru þá of seinar samanborið við 38% fyrir höfuðborgarsvæðið í heild á sama tíma. Tvær stöðvar sameinaðar í Austurbrún. Rvk Nauðsynlegt er að bregðast við og lagfæra áætlun leiðar 14. Notendur hafa mikið kvartað undan óstundvísi leiðarinnar, bæði gegnum ábendingakerfi Strætó og á samfélagsmiðlum, enda er leið 14 vel nýtt og var sú leið Strætó sem var með flest innstig á hvern kílómetra árið 2022. Upplýsingar um tillöguna voru lagðar fram á 38. fundi íbúaráðs Laugardals 11. september 2023. Engar athugasemdir hafa borist frá íbúaráðinu eða íbúum vegna þessa,“ segir í greinargerð samgöngustjóra. Fyrirhuguð þrenging við nýja strætóstoppustöð á Austurbrún í Reykjavík. Rvk Sameina stöðvar í Austurbrún Á fundi ráðsins voru einnig kynntar þær framkvæmdir við strætóstöðvar sem til stendur að ráðast í á þessu ári. Þar var meðal annars tíundað að til stæði að sameina stöðvar á leið 14 sem ganga undir nafninu Dragavegur og Austurbrún í eina stoppistöð. Nýju stöðina yrði líkt og þær fyrri að finna á Austurbrún, nokkurn veginn miðja vegu milli Dragavegar og Hólsvegar og yrði þar komið upp þrengingu líkt og tíðkast við strætóstöðvar víða um borg. Ennfremur segir að ráðist sé í þær framkvæmdir að ósk Strætó og að tilgangurinn þar sé sömuleiðis að bæta stundvísi leiðar 14. Stoppistöðin Hólsvegur, á horni Hólsvegar og Langholtsvegar.Vísir/Arnar Strætó Reykjavík Borgarstjórn Samgöngur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti tillögu samgöngustjóra borgarinnar þessa efnis á fundi sínum í gær. Framundan eru sömuleiðis framkvæmdir fyrirhugaðar við sameiningu stoppistöðva, einnig á leið 14, við Austurbrún, ekki langt frá stoppistöðinni Hólsvegi. Með þeirri framkvæmd er einnig ætlunin að hjálpa leið 14 að halda betur áætlun. Reykjavíkurborg Einungis er að finna stoppistöð við horn Hólsvegar og Langholtsvegar öðru megin götunnar. Bent er á að stutt sé í næstu stoppustöð, við Sunnutorg sem er í um 150 metra fjarlægð. Meira en fjórum mínútum of seinn í 40 prósent tilvika Í greinargerð kemur fram að ráðist hafi verið í talningu á innstigum í mars fyrr á þessu ári þar sem í ljóst kom að tólf innstig hafi verið á Hólsvegi þann daginn, eða 0,8 prósent innstiga á leiðinni þann daginn. Til samanburðar hafi innstigin verið 241 (16 prósent) við Hlemm og 166 (11 prósent) við Laugardalslaug. Strætisvagnar á leið 14 eru ítrekað seinir samkvæmt yfirliti borgarinnar.Vísir/Arnar Fram kemur að leið 14 hafi verið í vandræðum um allnokkra hríð og verið of sein, fjórar mínútur eða meira, í rúmlega 40 prósent ferða á fyrsta ársfjórðungi 2023. „Ástandið er erfiðast síðdegis á virkum dögum, en leiðin þræðir íbúahverfi þar sem umferð er mikil seinnipartinn. Tæplega 69% brottfara leiðar 14 á fyrsta ársfjórðungi 2023 voru þá of seinar samanborið við 38% fyrir höfuðborgarsvæðið í heild á sama tíma. Tvær stöðvar sameinaðar í Austurbrún. Rvk Nauðsynlegt er að bregðast við og lagfæra áætlun leiðar 14. Notendur hafa mikið kvartað undan óstundvísi leiðarinnar, bæði gegnum ábendingakerfi Strætó og á samfélagsmiðlum, enda er leið 14 vel nýtt og var sú leið Strætó sem var með flest innstig á hvern kílómetra árið 2022. Upplýsingar um tillöguna voru lagðar fram á 38. fundi íbúaráðs Laugardals 11. september 2023. Engar athugasemdir hafa borist frá íbúaráðinu eða íbúum vegna þessa,“ segir í greinargerð samgöngustjóra. Fyrirhuguð þrenging við nýja strætóstoppustöð á Austurbrún í Reykjavík. Rvk Sameina stöðvar í Austurbrún Á fundi ráðsins voru einnig kynntar þær framkvæmdir við strætóstöðvar sem til stendur að ráðast í á þessu ári. Þar var meðal annars tíundað að til stæði að sameina stöðvar á leið 14 sem ganga undir nafninu Dragavegur og Austurbrún í eina stoppistöð. Nýju stöðina yrði líkt og þær fyrri að finna á Austurbrún, nokkurn veginn miðja vegu milli Dragavegar og Hólsvegar og yrði þar komið upp þrengingu líkt og tíðkast við strætóstöðvar víða um borg. Ennfremur segir að ráðist sé í þær framkvæmdir að ósk Strætó og að tilgangurinn þar sé sömuleiðis að bæta stundvísi leiðar 14. Stoppistöðin Hólsvegur, á horni Hólsvegar og Langholtsvegar.Vísir/Arnar
Strætó Reykjavík Borgarstjórn Samgöngur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira