Joe Biden, Bandaríkjaforseti segir brýnt að fulltrúadeild Bandaríska þingsins bregðist skjótt við og kjósi nýjan forseta eftir að Kevin McCarthy var bolað úr embætti í gær.
Við ræðum við deildarstjóra hjá Rauða krossinum í beinni útsendingu um hugmyndir borgarstjóra um að opna neyslurými í bíl.
Þá fjöllum við um nýja stefnu um lagareldi sem matvælaráðherra kynnti í dag, sýnum frá bruna sem varð í íbúðarhúsi eftir að eldur kviknaði út frá rafhlaupahjóli og hittum eiganda elstu starfandi blómabúðar landsins sem hefur ákveðið að selja verslunina.
Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.