Frakkar fárast yfir veggjalúsafaraldri Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. október 2023 08:03 Lúsleitað. Getty Veggjalúsaplága gengur nú yfir í París og fleiri borgum í Frakklandi en þrátt fyrir að lýsnar séu sannarlega „út um allt“ og frekar ógeðfelldar segja sérfræðingar ógnina þó ýkta á samfélagsmiðlum. „Síðsumars sjáum við alltaf mikla aukningu á veggjalús,“ segir Jean-Michel Berenger, skordýrafræðingur við sjúkrahúsið í Marseille og helsti sérfræðingur Frakka í veggjalús. „Það er vegna þess að fólk hefur verið að ferðast í júlí og ágúst og flytur hana til baka í farangrinum sínum,“ bætir hann við. Berenger segir aukninguna verða meiri ár frá ári og þannig er eðlilegt að fólk verði vart við pestina. Samkvæmt könnunum hefur einn af hverjum tíu Parísarbúum þurft að takast á við vandann á síðustu fimm árum. Frásagnir af veggjalús í kvikmyndahúsum og um borð í lestum hafa ratað á samfélagsmiðla. Þær hafa ekki verið sannaðar en bæði borgaryfirvöld og stjórnvöld í Frakklandi virðast taka þær alvarlega, enda stendur til að halda Ólympíuleika í höfuðborginni á næsta ári. Samkvæmt umfjöllun Guardian virðast samfélagsmiðlar þó vera að hafa þau áhrif að það sem var eitt sinn hefðbundið umfjöllunarefni franskra miðla í gúrkutíð á haustmánuðum er nú orðið að þjóðaröryggismáli. Berenger segir nýjan þátt hafa bæst við veggjalúsajöfnuna; múgæsingu. „Þetta er gott að því leiti að þetta gerir fólk meðvitað um vandann og því fyrr sem þú grípur til aðgerða gegn veggjalús því betra. En vandamálið hefur verið ýkt,“ segir hann. Veggjalúsin er meira áberandi en áður þar sem fólk og varningur ferðast meira um og þar sem mörg þeirra efna sem voru notuð til að halda henni í skefjum hafa verið bönnuð. Þá eru veggjalýs nútímans afkomendur þeirra sem lifðu efnaárásirnar og mögulega ónæmari en forfeður sínir. Aukið hreinlæti hefur auk þess dregið verulega úr fjölda kakkalakka, sem héldu veggjalúsinni í skefjum. Berenger segir fólk „panikka“ yfir veggjalúsinni í dag þar sem hún hefur eiginlega fallið í gleymskunnar dá. Hættan sé meira sálfræðileg en raunveruleg, þar sem hún sé ekki smitvaldur og bit hennar séu að stærstum hluta meinlaus. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC um málið. Frakkland Skordýr Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Sjá meira
„Síðsumars sjáum við alltaf mikla aukningu á veggjalús,“ segir Jean-Michel Berenger, skordýrafræðingur við sjúkrahúsið í Marseille og helsti sérfræðingur Frakka í veggjalús. „Það er vegna þess að fólk hefur verið að ferðast í júlí og ágúst og flytur hana til baka í farangrinum sínum,“ bætir hann við. Berenger segir aukninguna verða meiri ár frá ári og þannig er eðlilegt að fólk verði vart við pestina. Samkvæmt könnunum hefur einn af hverjum tíu Parísarbúum þurft að takast á við vandann á síðustu fimm árum. Frásagnir af veggjalús í kvikmyndahúsum og um borð í lestum hafa ratað á samfélagsmiðla. Þær hafa ekki verið sannaðar en bæði borgaryfirvöld og stjórnvöld í Frakklandi virðast taka þær alvarlega, enda stendur til að halda Ólympíuleika í höfuðborginni á næsta ári. Samkvæmt umfjöllun Guardian virðast samfélagsmiðlar þó vera að hafa þau áhrif að það sem var eitt sinn hefðbundið umfjöllunarefni franskra miðla í gúrkutíð á haustmánuðum er nú orðið að þjóðaröryggismáli. Berenger segir nýjan þátt hafa bæst við veggjalúsajöfnuna; múgæsingu. „Þetta er gott að því leiti að þetta gerir fólk meðvitað um vandann og því fyrr sem þú grípur til aðgerða gegn veggjalús því betra. En vandamálið hefur verið ýkt,“ segir hann. Veggjalúsin er meira áberandi en áður þar sem fólk og varningur ferðast meira um og þar sem mörg þeirra efna sem voru notuð til að halda henni í skefjum hafa verið bönnuð. Þá eru veggjalýs nútímans afkomendur þeirra sem lifðu efnaárásirnar og mögulega ónæmari en forfeður sínir. Aukið hreinlæti hefur auk þess dregið verulega úr fjölda kakkalakka, sem héldu veggjalúsinni í skefjum. Berenger segir fólk „panikka“ yfir veggjalúsinni í dag þar sem hún hefur eiginlega fallið í gleymskunnar dá. Hættan sé meira sálfræðileg en raunveruleg, þar sem hún sé ekki smitvaldur og bit hennar séu að stærstum hluta meinlaus. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC um málið.
Frakkland Skordýr Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Sjá meira