Holan hugsanlega ólögleg en ekki endilega aksturinn Árni Sæberg skrifar 3. október 2023 20:37 Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri Umhverfisstofnunar. Þjóðverjarnir grófu stærðarinnar holu í slóðann til þess að skorða dekk, sem var svo notað sem akkeri. Vísir Glæfralegur akstur þýsks ferðamanns á fjórtán tonna jeppa er kominn inn á borð Umhverfisstofnunar. Forstjóri hennar segir að atvikið skeri sig úr en ekki sé öruggt að aksturinn hafi verið ólögmætur. „Við fengum þetta strax og þetta er auðvitað mjög viðkvæmt svæði og það er það sem við höfum mestar áhyggjur af og það verða sjálfsagt aldrei veittar næga leiðbeiningar um hvernig á að fara um það,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, í Reykjavík síðdegis. Mikla athygli vakti þegar Þjóðverji að nafni Pete Ruppert birti myndskeið af því þegar trukkur hans festist á slóða í Þjórsárverum. Slóðinn og land í kring er illa farinn eftir tilrauni Rupperts og félaga til að losa trukkinn, meðal annars með því að grafa stærðarinnar holu. Hann hefur nú tekið myndskeiðin úr opinberri birtingu. Athæfi Rupperts hefur vakið mikla athygli og reiði. Formaður Vina Þjórsárvers sagði í samtali við Vísi í gær ljóst að hræðilegt slys hafi orðið á slóðanum og að ítrekað hefði verið kallað eftir úrbótum en talað fyrir daufum eyrum. „Þegar friðlandið var stækkað árið 2017, var það langt ferli og við sendum þá athugasemdir um að það þyrfti að loka þessum slóða. Það var ekki brugðist við því og við höfum síðar bent Umhverfisstofnun að það þurfi að merkja. Þegar þú kemur inn í friðlandið í Þjórsárverum, veistu ekki að þú sért kominn inn í friðland,“ sagði Sigþrúður Jónsdóttir, formaður Vina Þjórsárvers í samtali við Vísi. Þá hafði Morgunblaðið eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfisráðherra í dag að hann liti málið alvarlegum augum og hann hefði þegar kallað eftir upplýsingum um málið. Svæðið hafi alþjóðlegt verndargildi Sigrún segir að Þjórsárver hafi gríðarlegt gildi fyrir líffræðilega fjölbreytni og hafi í raun alþjóðlegt verndargildi. „Þjórsárver er eitt af okkar heilögustu svæðum.“ Þrátt fyrir það telur Ruppert sig hafa verið í fullum rétti til þess að aka slóðann, enda er ekkert sem bannar akstur um hann. „Við getum klárlega lært af þessu. En mér skilst að þarna hafi verið grefin hola, þannig að ég tel að málið sé ekki alveg svo einfalt, þó svo að hann hafi verið á slóða. Þannig að þetta er komið inn á borð til okkar og við fáum botn í það innan tíðar hvernig þetta verður heimfært upp á friðlýsingarskilmála og annað.“ Vel komi til greina að hann hafi brotið lög með því að grafa holuna. Mikilvægt að fræða ferðamenn Sigrún segir að vitundarvakning um utanvegaakstur hafi orðið á síðustu árum og mikilvægt starf sé þegar unni í að fræða ferðamenn um skaðsemi hans. Þó séu ferðamenn svo margir að ómögulegt sé að á til þeirra allra. „Þetta er alveg stöðugt verkefni fyrir okkur varðandi utanvegaakstur og reglurnar eru svolítið mismunandi milli landa. En hérna erum við að vernda landslagið og ásýnd þess, öræfakyrrðina og tilfinningu fyrir ósnortinni náttúru á Íslandi og það er alveg einstakt í heiminum.“ Viðtal við Sigrúnu í Reykjavík síðdegis má heyra í spilaranum hér að neðan: Ferðaþjónusta Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vegagerð Umhverfismál Utanvegaakstur Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira
„Við fengum þetta strax og þetta er auðvitað mjög viðkvæmt svæði og það er það sem við höfum mestar áhyggjur af og það verða sjálfsagt aldrei veittar næga leiðbeiningar um hvernig á að fara um það,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, í Reykjavík síðdegis. Mikla athygli vakti þegar Þjóðverji að nafni Pete Ruppert birti myndskeið af því þegar trukkur hans festist á slóða í Þjórsárverum. Slóðinn og land í kring er illa farinn eftir tilrauni Rupperts og félaga til að losa trukkinn, meðal annars með því að grafa stærðarinnar holu. Hann hefur nú tekið myndskeiðin úr opinberri birtingu. Athæfi Rupperts hefur vakið mikla athygli og reiði. Formaður Vina Þjórsárvers sagði í samtali við Vísi í gær ljóst að hræðilegt slys hafi orðið á slóðanum og að ítrekað hefði verið kallað eftir úrbótum en talað fyrir daufum eyrum. „Þegar friðlandið var stækkað árið 2017, var það langt ferli og við sendum þá athugasemdir um að það þyrfti að loka þessum slóða. Það var ekki brugðist við því og við höfum síðar bent Umhverfisstofnun að það þurfi að merkja. Þegar þú kemur inn í friðlandið í Þjórsárverum, veistu ekki að þú sért kominn inn í friðland,“ sagði Sigþrúður Jónsdóttir, formaður Vina Þjórsárvers í samtali við Vísi. Þá hafði Morgunblaðið eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfisráðherra í dag að hann liti málið alvarlegum augum og hann hefði þegar kallað eftir upplýsingum um málið. Svæðið hafi alþjóðlegt verndargildi Sigrún segir að Þjórsárver hafi gríðarlegt gildi fyrir líffræðilega fjölbreytni og hafi í raun alþjóðlegt verndargildi. „Þjórsárver er eitt af okkar heilögustu svæðum.“ Þrátt fyrir það telur Ruppert sig hafa verið í fullum rétti til þess að aka slóðann, enda er ekkert sem bannar akstur um hann. „Við getum klárlega lært af þessu. En mér skilst að þarna hafi verið grefin hola, þannig að ég tel að málið sé ekki alveg svo einfalt, þó svo að hann hafi verið á slóða. Þannig að þetta er komið inn á borð til okkar og við fáum botn í það innan tíðar hvernig þetta verður heimfært upp á friðlýsingarskilmála og annað.“ Vel komi til greina að hann hafi brotið lög með því að grafa holuna. Mikilvægt að fræða ferðamenn Sigrún segir að vitundarvakning um utanvegaakstur hafi orðið á síðustu árum og mikilvægt starf sé þegar unni í að fræða ferðamenn um skaðsemi hans. Þó séu ferðamenn svo margir að ómögulegt sé að á til þeirra allra. „Þetta er alveg stöðugt verkefni fyrir okkur varðandi utanvegaakstur og reglurnar eru svolítið mismunandi milli landa. En hérna erum við að vernda landslagið og ásýnd þess, öræfakyrrðina og tilfinningu fyrir ósnortinni náttúru á Íslandi og það er alveg einstakt í heiminum.“ Viðtal við Sigrúnu í Reykjavík síðdegis má heyra í spilaranum hér að neðan:
Ferðaþjónusta Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vegagerð Umhverfismál Utanvegaakstur Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira