Örlög Kevins McCarthy, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, ráðast í kvöld með atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu gegn honum. Við förum yfir nýjustu vendingar.
Umboðsmanni barna hafa borist erindi frá börnum sem eru ósátt við hegðun foreldra sinna á íþróttamótum. Við ræðum við Salvöru Nordal sem segir börnin upplifa mikla pressu frá foreldrum og vanlíðan.
Þá verðum við í beinni frá fyrsta opna íbúafundinum um Sundabraut, heyrum í Sjálfstæðismönnum um nýja tillögu um uppsetningu á sólarsellum á heimilum í Reykjavík og skoðum fyrstu íslensku tilraunastofuna í stjarneðlisfræði.
Í Íslandi í dag hittir Kristín Ólafsdóttir þríburamömmur sem eignuðust dætur sínar í vor - þremur mánuðum fyrir tímann. Mæðurnar segja okkur fæðingarsöguna og fara yfir erfiðleikana, ástina og gleðina sem fylgir því að eignast þrjú börn á einu bretti.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2.