Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. október 2023 12:11 Einar var í þjálfarateymi Víkings þegar Víkingur vann FH í úrslitaleik Mjólkurbikars karla á Laugardalsvelli árið 2019. Vísir/Vilhelm Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa. Foreldrahegðun á íþróttamótum barna hér á landi var til umræðu í þættinum Hliðarlínunni sem sýndur var á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Foreldrar veigra sér ekki við að láta í sér heyra og kalla oft á börnin. Einar Guðnason hefur áralanga reynslu af knattspyrnuþjálfun barna en hann hefur þjálfað bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Hann er núna búsettur í Örebro. Einar var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi muninn á hegðun foreldra á íþróttamótum í Svíþjóð og á Íslandi. Einar segir sænsku foreldrana mun rólegri en þá íslensku. „Þegar kemur að leikdegi hjá börnum þá haga þeir sér töluvert betur svona á hliðarlínunni. Þá er ég aðallega að tala um foreldrana. Því að það skiptir í rauninni ekki máli hvað er dæmt og hversu rangt það er, það segir enginn orð. Það sitja bara allir á tjaldstólum eða á piknikteppi og klappa bara eins og í leikhúsi sama hvað gengur á.“ Hann hafi rætt þennan mun við aðra þjálfara í Svíþjóð og fengið þær upplýsingar að þetta hafi ekki alltaf verið svona. Hann hafi þó ekki fengið skýringar á því hvað Svíar hafi nákvæmlega gert til að breyta menningunni í kringum íþróttamótin. Hann segir þó reynt eftir fremsta megni að minna foreldra í Svíþjóð á að hegða sér vel. „Við hvern einasta völl sem þú kemur á er svona upplýsingaskilti þar sem er sagt bara þú ert að horfa á börn spila fótbolta. Látið dómarann vera og svona allskonar minnispunktar.“ Fram kom í þættinum í gær að þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. Brot úr fyrsta þætti Hliðarlínunnar má sjá að neðan. Einar segir dómarana oft á tíðum unga líka í Svíþjóð en þar detti engum í hug að öskra á þá. „Á Íslandi þegar maður hefur séð fjórtán fimmtán ára krakka dæma þá eru kannski einhverjir fullorðnir einstaklingar að láta þá heyra það sem er fáránlegt.“ Þá þurfi oft lítið til að mikill æsingur myndist í foreldrahópnum. „Það þarf oft bara einhvern einn eða tvo til þess að byrja æsinginn til þess að hinir sogist inn í það.“ Hliðarlínan Íþróttir barna Börn og uppeldi Fótbolti Tengdar fréttir Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00 „Það verða einhverjir sem munu horfa á sig í sjónvarpinu öskra á barnið sitt“ Þættirnir Hliðarlínan með fréttakonunni Lillý Valgerði Pétursdóttur verða á dagskrá á Stöð 2 á næstunni. 19. september 2023 10:30 Fullorðið fólk grætti dóttur Sifjar á Símamótinu: „Vantar meiri foreldrafræðslu“ Sif Atladóttir, fyrrverandi landsliðskona í fótbolta, var í Bítinu í morgun þar sem rætt var um framkomu foreldra á Símamótinu í fótbolta um helgina. Dóttir Sifjar upplifði leiðinlegt atvik á Símamótinu en hún er aðeins átta ára gömul. 17. júlí 2023 11:31 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Ýmis álitamál um fyrirtækjaleikskóla Aukið fjármagn til að stytta bið Allt gert til „að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin“ Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Sjá meira
Foreldrahegðun á íþróttamótum barna hér á landi var til umræðu í þættinum Hliðarlínunni sem sýndur var á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Foreldrar veigra sér ekki við að láta í sér heyra og kalla oft á börnin. Einar Guðnason hefur áralanga reynslu af knattspyrnuþjálfun barna en hann hefur þjálfað bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Hann er núna búsettur í Örebro. Einar var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi muninn á hegðun foreldra á íþróttamótum í Svíþjóð og á Íslandi. Einar segir sænsku foreldrana mun rólegri en þá íslensku. „Þegar kemur að leikdegi hjá börnum þá haga þeir sér töluvert betur svona á hliðarlínunni. Þá er ég aðallega að tala um foreldrana. Því að það skiptir í rauninni ekki máli hvað er dæmt og hversu rangt það er, það segir enginn orð. Það sitja bara allir á tjaldstólum eða á piknikteppi og klappa bara eins og í leikhúsi sama hvað gengur á.“ Hann hafi rætt þennan mun við aðra þjálfara í Svíþjóð og fengið þær upplýsingar að þetta hafi ekki alltaf verið svona. Hann hafi þó ekki fengið skýringar á því hvað Svíar hafi nákvæmlega gert til að breyta menningunni í kringum íþróttamótin. Hann segir þó reynt eftir fremsta megni að minna foreldra í Svíþjóð á að hegða sér vel. „Við hvern einasta völl sem þú kemur á er svona upplýsingaskilti þar sem er sagt bara þú ert að horfa á börn spila fótbolta. Látið dómarann vera og svona allskonar minnispunktar.“ Fram kom í þættinum í gær að þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. Brot úr fyrsta þætti Hliðarlínunnar má sjá að neðan. Einar segir dómarana oft á tíðum unga líka í Svíþjóð en þar detti engum í hug að öskra á þá. „Á Íslandi þegar maður hefur séð fjórtán fimmtán ára krakka dæma þá eru kannski einhverjir fullorðnir einstaklingar að láta þá heyra það sem er fáránlegt.“ Þá þurfi oft lítið til að mikill æsingur myndist í foreldrahópnum. „Það þarf oft bara einhvern einn eða tvo til þess að byrja æsinginn til þess að hinir sogist inn í það.“
Hliðarlínan Íþróttir barna Börn og uppeldi Fótbolti Tengdar fréttir Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00 „Það verða einhverjir sem munu horfa á sig í sjónvarpinu öskra á barnið sitt“ Þættirnir Hliðarlínan með fréttakonunni Lillý Valgerði Pétursdóttur verða á dagskrá á Stöð 2 á næstunni. 19. september 2023 10:30 Fullorðið fólk grætti dóttur Sifjar á Símamótinu: „Vantar meiri foreldrafræðslu“ Sif Atladóttir, fyrrverandi landsliðskona í fótbolta, var í Bítinu í morgun þar sem rætt var um framkomu foreldra á Símamótinu í fótbolta um helgina. Dóttir Sifjar upplifði leiðinlegt atvik á Símamótinu en hún er aðeins átta ára gömul. 17. júlí 2023 11:31 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Ýmis álitamál um fyrirtækjaleikskóla Aukið fjármagn til að stytta bið Allt gert til „að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin“ Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Sjá meira
Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00
„Það verða einhverjir sem munu horfa á sig í sjónvarpinu öskra á barnið sitt“ Þættirnir Hliðarlínan með fréttakonunni Lillý Valgerði Pétursdóttur verða á dagskrá á Stöð 2 á næstunni. 19. september 2023 10:30
Fullorðið fólk grætti dóttur Sifjar á Símamótinu: „Vantar meiri foreldrafræðslu“ Sif Atladóttir, fyrrverandi landsliðskona í fótbolta, var í Bítinu í morgun þar sem rætt var um framkomu foreldra á Símamótinu í fótbolta um helgina. Dóttir Sifjar upplifði leiðinlegt atvik á Símamótinu en hún er aðeins átta ára gömul. 17. júlí 2023 11:31
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“