Þingmaður segir frumvarpið draga úr skilvirkni og auka kostnað Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. október 2023 11:48 Um fimmtán hundruð Venesúelamenn hér á landi bíða eftir endanlegri niðurstöðu frá Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála. Vísir/Steingrímur Dúi Fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum mun draga úr skilvirkni, auka kostnað og lengja biðtíma að sögn þingmanns Pírata sem telur breytingarnar fela í sér afturför í útlendingamálum. Dómsmálaráðherra boðar frekari breytingar á útlendingalögum með frumvarpi sem hún hyggst leggja fram á Alþingi. Samkvæmt því stendur meðal annars til að fella niður heimild til að veita fólki mannúðarleyfi ef umsækjandi um alþjóðlega vernd hefur ekki fengið úrlausn sinna mála innan lögbundinna tíma. Þá verður ekki lengur veitt bráðabirgðadvalarleyfi eftir endanlega synjun umsóknar og reglum um endurgjaldslausa talsmannaþjónustu breytt þannig að rétturinn mun eingöngu ná til málsmeðferðar á kærustigi en ekki til lægri stjórnsýslustiga. Í samantekt um frumvarpið kemur fram að breytingarnar séu gerðar í þágu skilvirkni og sparnaðar. Þeim fjölgi sem verði hér án niðurstöðu Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata segir fyrirhugað frumvarp ekki koma á óvart. Að hennar mati sé um afturför að ræða. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata.Vísir/Arnar „Það er verið að taka fleiri skref í að færa lögin til þess sem þau voru fyrir árið 2016 sem er vonbrigði vegna þess að það voru gerðar miklar útbætur sem juku skilvirkni. Það voru settir tímafrestir sem voru talsvert rýrðir með frumvarpinu sem samþykkt var í mars en nú er verið að afnema þá og það mun gera það að verkum að þeim einstaklingum fjölgar sem verða hér í lengri tíma án þess að fá niðurstöðu og það er sannarlega ekki til að auka skilvirkni né til að spara kostnað, þannig við höfnum því að það sé ástæðan fyrir þessum breytingum.“ Þá segir Arndís miður að skerða eigi þjónustu talsmanna á fyrsta stjórnsýslustigi, sem sé öfugt við þróunina í Evrópu. „Þannig það er líka rangt að við séum að samræma okkar löggjöf því sem gengur og gerist annars staðar, við erum að samræma við löggjöf sem stendur að breyta. Þannig við erum alltaf skrefinu á eftir.“ Flóttafólk á Íslandi Alþingi Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
Dómsmálaráðherra boðar frekari breytingar á útlendingalögum með frumvarpi sem hún hyggst leggja fram á Alþingi. Samkvæmt því stendur meðal annars til að fella niður heimild til að veita fólki mannúðarleyfi ef umsækjandi um alþjóðlega vernd hefur ekki fengið úrlausn sinna mála innan lögbundinna tíma. Þá verður ekki lengur veitt bráðabirgðadvalarleyfi eftir endanlega synjun umsóknar og reglum um endurgjaldslausa talsmannaþjónustu breytt þannig að rétturinn mun eingöngu ná til málsmeðferðar á kærustigi en ekki til lægri stjórnsýslustiga. Í samantekt um frumvarpið kemur fram að breytingarnar séu gerðar í þágu skilvirkni og sparnaðar. Þeim fjölgi sem verði hér án niðurstöðu Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata segir fyrirhugað frumvarp ekki koma á óvart. Að hennar mati sé um afturför að ræða. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata.Vísir/Arnar „Það er verið að taka fleiri skref í að færa lögin til þess sem þau voru fyrir árið 2016 sem er vonbrigði vegna þess að það voru gerðar miklar útbætur sem juku skilvirkni. Það voru settir tímafrestir sem voru talsvert rýrðir með frumvarpinu sem samþykkt var í mars en nú er verið að afnema þá og það mun gera það að verkum að þeim einstaklingum fjölgar sem verða hér í lengri tíma án þess að fá niðurstöðu og það er sannarlega ekki til að auka skilvirkni né til að spara kostnað, þannig við höfnum því að það sé ástæðan fyrir þessum breytingum.“ Þá segir Arndís miður að skerða eigi þjónustu talsmanna á fyrsta stjórnsýslustigi, sem sé öfugt við þróunina í Evrópu. „Þannig það er líka rangt að við séum að samræma okkar löggjöf því sem gengur og gerist annars staðar, við erum að samræma við löggjöf sem stendur að breyta. Þannig við erum alltaf skrefinu á eftir.“
Flóttafólk á Íslandi Alþingi Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira