Nætursilfrið Ingólfur Sverrisson skrifar 3. október 2023 10:00 Á tímum þegar flestir virðast sammála um að mikla nauðsyn beri til að efla almenna og vandaða umræðu í þjóðfélaginu tekur RÚV ákvörðun um að rífa Silfrið upp með rótum og setja á tíma þegar stór hluti þjóðarinnar er genginn til náða. Engum á þeim bæ virðist hafa dottið í hug að ræða þessa tilfærslu við almenning og kanna undirtektir við svo róttæka breytingu. Nei, bara gefin út tilkynning í kanselístíl um að „vér höfum ákveðið “ og svo framvegis. Ekki er annað vitað en tíminn skömmu fyrir hádegi á sunnudögum hafi reynst mörgum vel til að íhuga og hlusta á vandaðan umræðuþátt. Hvíldardagur og fólk almennt á heimilum sínum í ró og næði. Stjórnendur útvarps allra landsmanna færðu engin rök fyrir því að færa svona mikilvægan umræðuþátt frá þessum ágæta tíma. Tóku þess í stað einhliða ákvörðum um að færa hann fram á ellefta tímann á mánudögum þegar eldra fólk og flestir sem vinna erfiðisvinnu hafa tekið á sig náðir. Þeir áhorfendur sem svo tóra þetta langt fram eftir fara fyrr en varir að draga ýsur enda er þetta tími sem flestar sjónvarpsstöðvar nýta til sýna glæpaþætti og hasar sem getur frekar haldið fólki vakandi. Sannleikurinn er sá að vandaðir umræðuþættir erlendra sjónvarpsstöðva eru lang oftast á góðum tíma fyrir allt venjulegt fólk. Ekki er þeim sem þetta ritað kunnugt um að nokkrum þeirra detti sú ósvinna í hug að hafa slíka þætti seint á kvöldum. Að öllu þessu virtu er hér með skorað á stjórnendur RÚV að færa þáttinn snarlega aftur á sinn stað fyrir hádegi á sunnudögum sem nú er nýttur til að endurtaka gamalt efni. Ef ekki er hægt að verða við þessari frómu ósk er lagt til að nafni þáttarins verði breytt í: Nætursilfrið. Höfundur er eftirlaunaþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Á tímum þegar flestir virðast sammála um að mikla nauðsyn beri til að efla almenna og vandaða umræðu í þjóðfélaginu tekur RÚV ákvörðun um að rífa Silfrið upp með rótum og setja á tíma þegar stór hluti þjóðarinnar er genginn til náða. Engum á þeim bæ virðist hafa dottið í hug að ræða þessa tilfærslu við almenning og kanna undirtektir við svo róttæka breytingu. Nei, bara gefin út tilkynning í kanselístíl um að „vér höfum ákveðið “ og svo framvegis. Ekki er annað vitað en tíminn skömmu fyrir hádegi á sunnudögum hafi reynst mörgum vel til að íhuga og hlusta á vandaðan umræðuþátt. Hvíldardagur og fólk almennt á heimilum sínum í ró og næði. Stjórnendur útvarps allra landsmanna færðu engin rök fyrir því að færa svona mikilvægan umræðuþátt frá þessum ágæta tíma. Tóku þess í stað einhliða ákvörðum um að færa hann fram á ellefta tímann á mánudögum þegar eldra fólk og flestir sem vinna erfiðisvinnu hafa tekið á sig náðir. Þeir áhorfendur sem svo tóra þetta langt fram eftir fara fyrr en varir að draga ýsur enda er þetta tími sem flestar sjónvarpsstöðvar nýta til sýna glæpaþætti og hasar sem getur frekar haldið fólki vakandi. Sannleikurinn er sá að vandaðir umræðuþættir erlendra sjónvarpsstöðva eru lang oftast á góðum tíma fyrir allt venjulegt fólk. Ekki er þeim sem þetta ritað kunnugt um að nokkrum þeirra detti sú ósvinna í hug að hafa slíka þætti seint á kvöldum. Að öllu þessu virtu er hér með skorað á stjórnendur RÚV að færa þáttinn snarlega aftur á sinn stað fyrir hádegi á sunnudögum sem nú er nýttur til að endurtaka gamalt efni. Ef ekki er hægt að verða við þessari frómu ósk er lagt til að nafni þáttarins verði breytt í: Nætursilfrið. Höfundur er eftirlaunaþegi.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar