Eyþóra nældi í ÓL-sæti og komst sjálf í úrslit: „Mjög, mjög ánægð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. október 2023 13:55 Eyþóra Elísabet Þórsdóttir sýnir hér glæsilegt stökk í einni af æfingum sínum í undankeppninni. AP/Virginia Mayo Hollensk-íslenska fimleikakonan Eyþóra Elísabet Þórsdóttir stendur sig vel á heimsmeistaramótinu í fimleikum en hún keppir fyrir Holland. Eyþóra og félagar hennar í hollenska liðinu urðu í sjötta sæti í undankeppni liðakeppninnar sem tryggði þeim ekki aðeins sæti í úrslitunum heldur einnig farseðilinn á Ólympíuleikana í París á næsta ári. Eyþóra á þar möguleika á að keppa á sínum þriðju Ólympíuleikum því hún var einnig með í Ríó 2016 og í Tókýó 2021. Eyþóra sjálf komst einnig í úrslit í fjölþrautinni með því að ná 24. besta árangrinum. Langefst var hin bandaríska Simone Biles. Eyþóra Elísabet Þórsdóttir í einu af stökkum sínum.EPA-EFE/OLIVIER MATTHYS Biles fékk 58.865 stig en landa hennar Shilese Jones var næst með 56.932 stig. Eyþóra náði í 52.199 stig og var næsthæst af hollensku stelpunum á eftir Naomi Visser (54.332 stig). „Komnar með farseðilinn á Ólympíuleikana í vasann. Komumst líka í úrslit liða og ég komst í úrslit í fjölþraut á HM í fyrsta sinn á ferlinum. Mjög, mjög ánægð,“ skrifaði Eyþóra á Instagram. Þetta er því sögulegt fyrir okkar konu sem hafði aldrei komist í úrslit í fjölþraut á heimsmeistaramóti. Því hefur hún aftur á móti náð á Ólympíuleikum því Eyþóra endaði í níunda sæti á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hún hefur einnig komust í úrslit á Evrópumeistaramótinu. Margrét Lea Kristinsdóttir og Thelma Aðalsteinsdóttir kepptu fyrir hönd Íslands í undankeppninni. Thelma náði þar sínum besta persónulega árangur í fjölþraut á HM með því að ná í 49.099 stig. Það voru aðeins ein mistök á slánni sem settu strik í reikninginn hjá henni. Margrét Lea lauk keppni með 45.965 stig. Thelma endaði í 66. sætinu en Margrét Lea í 99. sæti. View this post on Instagram A post shared by Eythora Thorsdottir (@eythora) Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Sjá meira
Eyþóra og félagar hennar í hollenska liðinu urðu í sjötta sæti í undankeppni liðakeppninnar sem tryggði þeim ekki aðeins sæti í úrslitunum heldur einnig farseðilinn á Ólympíuleikana í París á næsta ári. Eyþóra á þar möguleika á að keppa á sínum þriðju Ólympíuleikum því hún var einnig með í Ríó 2016 og í Tókýó 2021. Eyþóra sjálf komst einnig í úrslit í fjölþrautinni með því að ná 24. besta árangrinum. Langefst var hin bandaríska Simone Biles. Eyþóra Elísabet Þórsdóttir í einu af stökkum sínum.EPA-EFE/OLIVIER MATTHYS Biles fékk 58.865 stig en landa hennar Shilese Jones var næst með 56.932 stig. Eyþóra náði í 52.199 stig og var næsthæst af hollensku stelpunum á eftir Naomi Visser (54.332 stig). „Komnar með farseðilinn á Ólympíuleikana í vasann. Komumst líka í úrslit liða og ég komst í úrslit í fjölþraut á HM í fyrsta sinn á ferlinum. Mjög, mjög ánægð,“ skrifaði Eyþóra á Instagram. Þetta er því sögulegt fyrir okkar konu sem hafði aldrei komist í úrslit í fjölþraut á heimsmeistaramóti. Því hefur hún aftur á móti náð á Ólympíuleikum því Eyþóra endaði í níunda sæti á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hún hefur einnig komust í úrslit á Evrópumeistaramótinu. Margrét Lea Kristinsdóttir og Thelma Aðalsteinsdóttir kepptu fyrir hönd Íslands í undankeppninni. Thelma náði þar sínum besta persónulega árangur í fjölþraut á HM með því að ná í 49.099 stig. Það voru aðeins ein mistök á slánni sem settu strik í reikninginn hjá henni. Margrét Lea lauk keppni með 45.965 stig. Thelma endaði í 66. sætinu en Margrét Lea í 99. sæti. View this post on Instagram A post shared by Eythora Thorsdottir (@eythora)
Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Sjá meira