Boðar frekari breytingar í þágu aukinnar skilvirkni og sparnaðar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. október 2023 06:37 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp þar sem gerðar verða frekari breytingar á útlendingalögum. Stendur meðal annars til að fella niður heimild til að veita einstaklingum mannúðarleyfi ef umsækjandi um alþjóðlega vernd hefur ekki fengið úrlausn sinna mála innan lögbundinna tímamarka. Þá verður ekki lengur veitt bráðabirgðadvalarleyfi eftir endanlega synjun umsóknar. Í samantekt um frumvarpið sem hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda segir enn fremur að skipan kærunefndar útlendingamála verði breytt með það að markmiði að hámarka skilvirkni við meðferð og úrlausn kærumála. Þá verður reglum um endurgjaldslausa talsmannaþjónustu breytt þannig að rétturinn mun eingöngu ná til málsmeðferðar á kærustigi en ekki til lægri stjórnsýslustiga. Það stendur einnig til, samkvæmt samantektinni, að breyta eða fella niður eftirfarandi málsgrein: „Ef svo stendur á sem greinir í 1. mgr. skal þó taka umsókn um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar ef útlendingurinn hefur slík sérstök tengsl við landið að nærtækast sé að hann fái hér vernd eða ef sérstakar ástæður mæla annars með því. [Þá skal einnig taka umsókn til efnismeðferðar hafi umsækjandi ekki fengið endanlega niðurstöðu í máli sínu á stjórnsýslustigi innan 12 mánaða frá því að umsókn var lögð fram, enda hafi umsækjandi sjálfur, maki eða sambúðarmaki hans eða annar sem kemur fram gagnvart stjórnvöldum fyrir hans eða þeirra hönd ekki átt þátt í því að niðurstaða hafi ekki fengist innan tímamarka. Við mat á því hvort viðkomandi hafi borið ábyrgð á töfum á afgreiðslu máls skal m.a. líta til þess hvort viðkomandi hafi dvalist á ókunnum stað um tíma, framvísað fölsuðum skjölum við málsmeðferð umsóknar eða gefið misvísandi upplýsingar um auðkenni sitt, ekki mætt í boðað viðtal eða læknisskoðun eða að öðru leyti vanrækt eða ekki uppfyllt skyldur sínar við málsmeðferðina. Teljist umsækjandi á einhverjum tíma hafa tafið mál sitt samkvæmt framangreindu á hann ekki rétt á efnismeðferð á grundvelli tímafrestsins í þessari málsgrein.]“ Mat hefur verið lagt á ofangreindar breytingar þar sem segir að eitt af meginmarkmiðum þeirra sé að samræma löggjöf og framkvæmd „þessara mála“ við umgjörð annarra Evrópuríkja, einkun hinna Norðurlandanna. Þá muni breytingarnar „tryggja hagræðingu við nýtingu fjármagns og auka skilvirkni innan stjórnsýslunnar“. Þær muni gefa færi á aukinni skilvirkni og hafa jákvæð áhrif á fjárhag ríkissjóðs. Í samantektinni segir að umrædd atriði verði notuð sem mælikvarði á árangur og útkomu lagasetningarinnar. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Stendur meðal annars til að fella niður heimild til að veita einstaklingum mannúðarleyfi ef umsækjandi um alþjóðlega vernd hefur ekki fengið úrlausn sinna mála innan lögbundinna tímamarka. Þá verður ekki lengur veitt bráðabirgðadvalarleyfi eftir endanlega synjun umsóknar. Í samantekt um frumvarpið sem hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda segir enn fremur að skipan kærunefndar útlendingamála verði breytt með það að markmiði að hámarka skilvirkni við meðferð og úrlausn kærumála. Þá verður reglum um endurgjaldslausa talsmannaþjónustu breytt þannig að rétturinn mun eingöngu ná til málsmeðferðar á kærustigi en ekki til lægri stjórnsýslustiga. Það stendur einnig til, samkvæmt samantektinni, að breyta eða fella niður eftirfarandi málsgrein: „Ef svo stendur á sem greinir í 1. mgr. skal þó taka umsókn um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar ef útlendingurinn hefur slík sérstök tengsl við landið að nærtækast sé að hann fái hér vernd eða ef sérstakar ástæður mæla annars með því. [Þá skal einnig taka umsókn til efnismeðferðar hafi umsækjandi ekki fengið endanlega niðurstöðu í máli sínu á stjórnsýslustigi innan 12 mánaða frá því að umsókn var lögð fram, enda hafi umsækjandi sjálfur, maki eða sambúðarmaki hans eða annar sem kemur fram gagnvart stjórnvöldum fyrir hans eða þeirra hönd ekki átt þátt í því að niðurstaða hafi ekki fengist innan tímamarka. Við mat á því hvort viðkomandi hafi borið ábyrgð á töfum á afgreiðslu máls skal m.a. líta til þess hvort viðkomandi hafi dvalist á ókunnum stað um tíma, framvísað fölsuðum skjölum við málsmeðferð umsóknar eða gefið misvísandi upplýsingar um auðkenni sitt, ekki mætt í boðað viðtal eða læknisskoðun eða að öðru leyti vanrækt eða ekki uppfyllt skyldur sínar við málsmeðferðina. Teljist umsækjandi á einhverjum tíma hafa tafið mál sitt samkvæmt framangreindu á hann ekki rétt á efnismeðferð á grundvelli tímafrestsins í þessari málsgrein.]“ Mat hefur verið lagt á ofangreindar breytingar þar sem segir að eitt af meginmarkmiðum þeirra sé að samræma löggjöf og framkvæmd „þessara mála“ við umgjörð annarra Evrópuríkja, einkun hinna Norðurlandanna. Þá muni breytingarnar „tryggja hagræðingu við nýtingu fjármagns og auka skilvirkni innan stjórnsýslunnar“. Þær muni gefa færi á aukinni skilvirkni og hafa jákvæð áhrif á fjárhag ríkissjóðs. Í samantektinni segir að umrædd atriði verði notuð sem mælikvarði á árangur og útkomu lagasetningarinnar.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira