Bændur gefast upp eða draga saman seglin Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. október 2023 11:59 Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, hefur miklar áhyggjur af afkomuvanda í landbúnaði. Stöð 2/Ívar Fannar Framleiðsla á lambakjöti hefur dregist saman um tæpan fimmtung á síðustu fimm árum. Formaður Bændasamtaka Íslands segir sauðfjárbændum hafa fækkað og að þeir sem eftir standa séu að draga saman í framleiðslunni vegna afkomuvanda. Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar dróst heildarframleiðsla á kjöti í ágúst saman um sex prósent á milli ára. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna segir samdráttinn samfelldan þegar litið er til lengra tímabils og þar vegur þungt erfið staða í sauðfjárrækt en framleiðsla á lambakjöti hefur dregist saman um sautján prósent á síðustu fimm árum. Gunnar segir bændum hafa fækkað - og að þeir sem hafi ekki gefist upp hafi dregið saman seglin. „Þetta er bara gríðarleg barátta og við höfum ítrekað rætt þetta við samninganefnd ríkisins við endurskoðun á búvörusamningum sem við erum með í vinnslu þessa dagana,“ segir Gunnar. Í nýrri kröfugerð Bændasamtakanna í viðræðunum segir að allir kostnaðarliðir hafi hækkað; líkt og áburður, rúlluplast, og fóður auk þess sem fjármagnskostnaður hafi aukist verulega. Aðalkrafa Bændasamtakanna er að komið verði til móts við afkomubrest bænda afturvirkt frá 1. janúar og út samningastímann, eða til ársins 2026. Í kröfugerðinni segir að það vanti samanlagt um tólf milljarða í ýmsar búgreinar. Samkvæmt Hagstofu Íslands fór auðfjárslátrun hægt af stað í ár. Aðeins var slátrað 611 gripum samanborið við 2.158 í ágúst í fyrra.Vísir/Vilhelm „Ef við ætlum að hafa landbúnað og framleiða eigin vörur þurfum við að styðja betur við þessa framleiðslu. Svo er gríðarlega mikilvægt að ríkisvaldið skoði í innflutningslegu tilliti að þær vörur standist sömu kröfur og gerðar eru til íslensks lanbúnaðar. Það virðist ekki skipta neinu máli hvernig þetta er framleitt í útlöndum en hér heima þurfum við að standa okkar plikt.“ Gunnar vonar að viðræður um endurskoðun samningsins klárist fyrir áramót en segir að hljóðið í samninganefndinni hafi verið nokkuð þungt. Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Matvælaframleiðsla Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira
Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar dróst heildarframleiðsla á kjöti í ágúst saman um sex prósent á milli ára. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna segir samdráttinn samfelldan þegar litið er til lengra tímabils og þar vegur þungt erfið staða í sauðfjárrækt en framleiðsla á lambakjöti hefur dregist saman um sautján prósent á síðustu fimm árum. Gunnar segir bændum hafa fækkað - og að þeir sem hafi ekki gefist upp hafi dregið saman seglin. „Þetta er bara gríðarleg barátta og við höfum ítrekað rætt þetta við samninganefnd ríkisins við endurskoðun á búvörusamningum sem við erum með í vinnslu þessa dagana,“ segir Gunnar. Í nýrri kröfugerð Bændasamtakanna í viðræðunum segir að allir kostnaðarliðir hafi hækkað; líkt og áburður, rúlluplast, og fóður auk þess sem fjármagnskostnaður hafi aukist verulega. Aðalkrafa Bændasamtakanna er að komið verði til móts við afkomubrest bænda afturvirkt frá 1. janúar og út samningastímann, eða til ársins 2026. Í kröfugerðinni segir að það vanti samanlagt um tólf milljarða í ýmsar búgreinar. Samkvæmt Hagstofu Íslands fór auðfjárslátrun hægt af stað í ár. Aðeins var slátrað 611 gripum samanborið við 2.158 í ágúst í fyrra.Vísir/Vilhelm „Ef við ætlum að hafa landbúnað og framleiða eigin vörur þurfum við að styðja betur við þessa framleiðslu. Svo er gríðarlega mikilvægt að ríkisvaldið skoði í innflutningslegu tilliti að þær vörur standist sömu kröfur og gerðar eru til íslensks lanbúnaðar. Það virðist ekki skipta neinu máli hvernig þetta er framleitt í útlöndum en hér heima þurfum við að standa okkar plikt.“ Gunnar vonar að viðræður um endurskoðun samningsins klárist fyrir áramót en segir að hljóðið í samninganefndinni hafi verið nokkuð þungt.
Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Matvælaframleiðsla Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira