Er mannekla lögmál? Árný Ingvarsdóttir skrifar 2. október 2023 11:00 Flest getum við verið sammála um eftirfarandi atriði, að minnsta kosti opinberlega. 1. Að börnin séu það dýrmætasta sem við eigum. 2. Að verðmæti fólks trompi virði fjármagns. 3. Að farsæld barna skuli vera leiðarstef í því samfélagi sem við búum í. 4. Að standa beri sérstakan vörð um hagsmuni langveikra og fatlaðra barna. Undanfarin ár hafa reglulega birst fréttir af óviðunandi þjónustu eða þjónustuleysi við langveik og fötluð börn. Við vitum að haustið er komið þegar orðið mannekla kemst á kreik í umræðunni. Fjöldi barna með sérþarfir fær ekki lögbundna frístundaþjónustu vikum og jafnvel mánuðum saman með tilheyrandi óvissu fyrir börnin og foreldra þeirra. Önnur börn fá ekki lífsauðsynlegan stuðning við athafnir daglegas lífs frá hæfu starfsfólki með þeim afleiðingum að foreldrar ná ekki að anna störfum sínum á vinnumarkaði, svo ótalið sé álagið sem fylgir og afleiðingarnar sem það hefur á heilsu fjölskyldunnar í heild. Af hverju fæst ekki hæft fólk til starfa? „Mannekla”, og svo er öxlum yppt eins og hér sé um að ræða gilt og gjaldgengt lokasvar sem endi umræðuna. Mannekla er ekki lögmál, sérstaklega ekki sú sem loðir nær eingöngu við ákveðinn málaflokk. Mannekla er ekki óumflýjanlegt fyrirbæri sem fríar þjónustuveitendur frá lögboðnum skyldum sínum án þess að frekar sé aðhafst. Mannekla er ekki svar sem er bjóðandi foreldrum langveikra og fatlaðra barna ítrekað, ár eftir ár. Mannekla er hins vegar niðurstaða sem byggir á inngrónu viðhorfi samfélagsins til málaflokka sem tengjast umönnun fólks. Sé búið svo um hnúta að störf sem tengjast þjónustu við langveik og fötluð börn séu metin að verðleikum og standist samkeppni við önnur störf í samfélaginu er næsta víst að betur gangi að manna störfin hæfu og metnaðarfullu starfsfólki. Á meðan kerfið gengur hins vegar út frá því að störf með langveikum og fötluðum börnum séu lágt launuð, tímabundin og að mestu mönnuð námsmönnum sem koma og fara með tilheyrandi starfsmannaveltu, er viðbúið að manneklan verði að viðvarandi fasta. Okkur Íslendingum verður gjarnan tíðrætt um afburða árangur samfélagsins þegar mannréttindi eru annars vegar. Við höfum skuldbundið okkur alþjóðlega til að virða samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Jafnframt erum við aðilar að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Gott og vel. En ef við hyggjumst skreyta okkur fjöðrum mannréttinda og jafnra tækifæra þurfum við líka að geta horft í spegil og spurt okkur að eftirfarandi: Metum við virði langveikra og fatlaðra barna og þeirra sem annast þau raunverulega á borði, eða aðeins í orði? Höfundur er framkvæmdastjóri Umhyggju – félags langveikra barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Flest getum við verið sammála um eftirfarandi atriði, að minnsta kosti opinberlega. 1. Að börnin séu það dýrmætasta sem við eigum. 2. Að verðmæti fólks trompi virði fjármagns. 3. Að farsæld barna skuli vera leiðarstef í því samfélagi sem við búum í. 4. Að standa beri sérstakan vörð um hagsmuni langveikra og fatlaðra barna. Undanfarin ár hafa reglulega birst fréttir af óviðunandi þjónustu eða þjónustuleysi við langveik og fötluð börn. Við vitum að haustið er komið þegar orðið mannekla kemst á kreik í umræðunni. Fjöldi barna með sérþarfir fær ekki lögbundna frístundaþjónustu vikum og jafnvel mánuðum saman með tilheyrandi óvissu fyrir börnin og foreldra þeirra. Önnur börn fá ekki lífsauðsynlegan stuðning við athafnir daglegas lífs frá hæfu starfsfólki með þeim afleiðingum að foreldrar ná ekki að anna störfum sínum á vinnumarkaði, svo ótalið sé álagið sem fylgir og afleiðingarnar sem það hefur á heilsu fjölskyldunnar í heild. Af hverju fæst ekki hæft fólk til starfa? „Mannekla”, og svo er öxlum yppt eins og hér sé um að ræða gilt og gjaldgengt lokasvar sem endi umræðuna. Mannekla er ekki lögmál, sérstaklega ekki sú sem loðir nær eingöngu við ákveðinn málaflokk. Mannekla er ekki óumflýjanlegt fyrirbæri sem fríar þjónustuveitendur frá lögboðnum skyldum sínum án þess að frekar sé aðhafst. Mannekla er ekki svar sem er bjóðandi foreldrum langveikra og fatlaðra barna ítrekað, ár eftir ár. Mannekla er hins vegar niðurstaða sem byggir á inngrónu viðhorfi samfélagsins til málaflokka sem tengjast umönnun fólks. Sé búið svo um hnúta að störf sem tengjast þjónustu við langveik og fötluð börn séu metin að verðleikum og standist samkeppni við önnur störf í samfélaginu er næsta víst að betur gangi að manna störfin hæfu og metnaðarfullu starfsfólki. Á meðan kerfið gengur hins vegar út frá því að störf með langveikum og fötluðum börnum séu lágt launuð, tímabundin og að mestu mönnuð námsmönnum sem koma og fara með tilheyrandi starfsmannaveltu, er viðbúið að manneklan verði að viðvarandi fasta. Okkur Íslendingum verður gjarnan tíðrætt um afburða árangur samfélagsins þegar mannréttindi eru annars vegar. Við höfum skuldbundið okkur alþjóðlega til að virða samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Jafnframt erum við aðilar að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Gott og vel. En ef við hyggjumst skreyta okkur fjöðrum mannréttinda og jafnra tækifæra þurfum við líka að geta horft í spegil og spurt okkur að eftirfarandi: Metum við virði langveikra og fatlaðra barna og þeirra sem annast þau raunverulega á borði, eða aðeins í orði? Höfundur er framkvæmdastjóri Umhyggju – félags langveikra barna.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun