Power Nap eykur starfsgetu og lífsgæði - og verndar bæði hjartað og heilann Jón Þór Ólafsson skrifar 2. október 2023 08:31 NASA geimferðastofnun Bandaríkjanna komst að kostum stuttra blunda fyrir rúmum 30 árum og kallaði þá „Cockpit Napping,“ sem í gamni mætti þýða að vera „sofandi við stýrið“ og fengu síðar meira lýsandi heitið „Power Nap“, því rannsóknin sýndi verulega bættan viðbragðstíma og árvekni flugmanna eftir aðeins 26 mínútna blund. Rannsóknir síðan þá hafa staðfest þessar niðurstöður og NASA mælir enn með blundum til að auka frammistöðu og öryggi. Í metsölubók sinni “Why We Sleep” fer prófessor Matthew Walker yfir svefn vísindin og hvernig taugakerfið okkar er þróað fyrir góðan nætursvefn og svo stuttan eftirmiðdags blund. Mörg okkar kaupum tíma með því að klípa af nætur svefninum og fæst okkar fáum eftirmiðdags „kríu“ - sem er íslenskt orð um að fá sér blund á daginn. En vísindin eru farin að sýna okkur hvað þessi skortur á svefni kostar - hvað þessi tími sem við kaupum á kostnað svefns kostar okkur bæði til lengri tíma, en líka samdægurs. Power Nap gerir þig yngri í huga og hjarta. Grísk rannsókn með yfir 23 þúsund manns sýnir að eftirmiðdags blundur minnkar líkur á dauðsföllum tengdum hjarta- og æðakerfinu um 37% yfir heildina - og þær líkur minnka um 60% hjá vinnandi karlmönnum. Rannsóknin var gerð til að meta heilsufars áhrif þess að taka sér ekki eftirmiðdags blundinn sem Grikki kalla „siesta.“ Nýleg bresk rannsókn með yfir 35 þúsund manns sýnir svo að heili þeirra sem fá sér eftirmiðdags blund er 3-6 árum yngri en án hans. Tíminn sem er keyptur á kostnað eftirmiðdags blundsins virðist því vera greiddur til baka að fullu með hraðari hrörnun heilans og andlátum um aldur fram. Power Nap eykur starfsgetu og lífsgæði. Rannsóknir sýna að það kostar aðeins stuttan blund til að kaupa aftur yngri hug og hjarta. Og það sem meira er þá eykst getan þín strax og gæði í bæði lífi og starfi. Þú manstu morgunverkin betur, hefur meiri starfsgetu um eftirmiðdaginn og betri líðan að loknum vinnudegi. Við stuttan blund byrja nýjar minningar að færast úr vinnsluminninu yfir í langtímaminnið, svo þú manst strax betur það sem þú varst að læra, manst það lengur og ert með meira pláss í vinnsluminninu sem verður öflugura eftir blundinn. Þú kemur svo vökulli til baka með hraðari viðbrögð og meiri getu til bæði vinnu með hugvitinu og líkamlegra verka. Og það sem er kannski mikilvægast fyrir mörg okkar sem erum byrjuð að fara niður streitustigan, já eða að taka skrefin upp úr kjallara kulnunar, þá minnkar hálftíma blundur streitu verulega. Þau sem vakna úríll eftir miðdagsblund eða eiga erfitt með að sofna á kvöldin gætu viljað skoða að taka styttri blund og kannski fyrr um daginn, eða jafnvel sleppa því. Skortur á eftirmiðdags blundum er eflaust að hluta til kominn vegna skorts á skilningi um mikilvægi þeirra og því taldir vera tímasóun - já eða jafnvel leti. Vísindin eru að breyta þessu viðhorfi með því að upplýsa okkur um það sem heilinn hefur lengi verið að hvísla að okkur mörgum, að það bætir gæði vinnu okkar og gæðastundir með ástvinum að fá okkur kríublund eftir hádegi. Rannsóknir sýna svo að því lengur sem sem þú blundar reglulega eftir hádegi því auðveldara áttu með að sofna fljótt - og líka á kvöldin, að því gefnu að blundurinn sé ekki of langur eða of seint um eftirmiðdaginn. Eftir stendur að finna rými til að geta lagt sig í hádegishléi, kaffipásum, já eða á vinnutíma. Fyrirtæki á borð við Google hafa verið að innleiða lausnir, allt frá því að útbúa sérstök herbergi til að blunda yfir í hátækni svefn stóla. - En þar til slíkt er í boði á þínum vinnustað þarf í raun bara skilning vinnuveitanda, heyrnatól og tækifæri til að halla sér út af í hléum til að blunda, koma svo orkumeiri aftur til vinnu og með betri líðan heim að loknum vinnudegi. Höfundur er sálfræðinemi og streitustjórnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Svefn Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
NASA geimferðastofnun Bandaríkjanna komst að kostum stuttra blunda fyrir rúmum 30 árum og kallaði þá „Cockpit Napping,“ sem í gamni mætti þýða að vera „sofandi við stýrið“ og fengu síðar meira lýsandi heitið „Power Nap“, því rannsóknin sýndi verulega bættan viðbragðstíma og árvekni flugmanna eftir aðeins 26 mínútna blund. Rannsóknir síðan þá hafa staðfest þessar niðurstöður og NASA mælir enn með blundum til að auka frammistöðu og öryggi. Í metsölubók sinni “Why We Sleep” fer prófessor Matthew Walker yfir svefn vísindin og hvernig taugakerfið okkar er þróað fyrir góðan nætursvefn og svo stuttan eftirmiðdags blund. Mörg okkar kaupum tíma með því að klípa af nætur svefninum og fæst okkar fáum eftirmiðdags „kríu“ - sem er íslenskt orð um að fá sér blund á daginn. En vísindin eru farin að sýna okkur hvað þessi skortur á svefni kostar - hvað þessi tími sem við kaupum á kostnað svefns kostar okkur bæði til lengri tíma, en líka samdægurs. Power Nap gerir þig yngri í huga og hjarta. Grísk rannsókn með yfir 23 þúsund manns sýnir að eftirmiðdags blundur minnkar líkur á dauðsföllum tengdum hjarta- og æðakerfinu um 37% yfir heildina - og þær líkur minnka um 60% hjá vinnandi karlmönnum. Rannsóknin var gerð til að meta heilsufars áhrif þess að taka sér ekki eftirmiðdags blundinn sem Grikki kalla „siesta.“ Nýleg bresk rannsókn með yfir 35 þúsund manns sýnir svo að heili þeirra sem fá sér eftirmiðdags blund er 3-6 árum yngri en án hans. Tíminn sem er keyptur á kostnað eftirmiðdags blundsins virðist því vera greiddur til baka að fullu með hraðari hrörnun heilans og andlátum um aldur fram. Power Nap eykur starfsgetu og lífsgæði. Rannsóknir sýna að það kostar aðeins stuttan blund til að kaupa aftur yngri hug og hjarta. Og það sem meira er þá eykst getan þín strax og gæði í bæði lífi og starfi. Þú manstu morgunverkin betur, hefur meiri starfsgetu um eftirmiðdaginn og betri líðan að loknum vinnudegi. Við stuttan blund byrja nýjar minningar að færast úr vinnsluminninu yfir í langtímaminnið, svo þú manst strax betur það sem þú varst að læra, manst það lengur og ert með meira pláss í vinnsluminninu sem verður öflugura eftir blundinn. Þú kemur svo vökulli til baka með hraðari viðbrögð og meiri getu til bæði vinnu með hugvitinu og líkamlegra verka. Og það sem er kannski mikilvægast fyrir mörg okkar sem erum byrjuð að fara niður streitustigan, já eða að taka skrefin upp úr kjallara kulnunar, þá minnkar hálftíma blundur streitu verulega. Þau sem vakna úríll eftir miðdagsblund eða eiga erfitt með að sofna á kvöldin gætu viljað skoða að taka styttri blund og kannski fyrr um daginn, eða jafnvel sleppa því. Skortur á eftirmiðdags blundum er eflaust að hluta til kominn vegna skorts á skilningi um mikilvægi þeirra og því taldir vera tímasóun - já eða jafnvel leti. Vísindin eru að breyta þessu viðhorfi með því að upplýsa okkur um það sem heilinn hefur lengi verið að hvísla að okkur mörgum, að það bætir gæði vinnu okkar og gæðastundir með ástvinum að fá okkur kríublund eftir hádegi. Rannsóknir sýna svo að því lengur sem sem þú blundar reglulega eftir hádegi því auðveldara áttu með að sofna fljótt - og líka á kvöldin, að því gefnu að blundurinn sé ekki of langur eða of seint um eftirmiðdaginn. Eftir stendur að finna rými til að geta lagt sig í hádegishléi, kaffipásum, já eða á vinnutíma. Fyrirtæki á borð við Google hafa verið að innleiða lausnir, allt frá því að útbúa sérstök herbergi til að blunda yfir í hátækni svefn stóla. - En þar til slíkt er í boði á þínum vinnustað þarf í raun bara skilning vinnuveitanda, heyrnatól og tækifæri til að halla sér út af í hléum til að blunda, koma svo orkumeiri aftur til vinnu og með betri líðan heim að loknum vinnudegi. Höfundur er sálfræðinemi og streitustjórnandi.
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar