Á láni hjá Víði og Vestra: Bjórinn frír og þagnarskylda um samninginn Valur Páll Eiríksson skrifar 29. september 2023 15:01 Joey Drummer verður í yfirvinnu í Laugardalnum um helgina. vísir/vilhelm Jóhann D. Bianco, einnig þekktur sem Joey Drummer, mun hafa í nógu að snúast um helgina. Það liggur við að hann flytji lögheimili sitt í Laugardal þar sem hann mun halda stemningunni uppi á tveimur úrslitaleikjum á föstudag og laugardag. Jóhann er Keflvíkingur og hefur vakið athygli fyrir trommutakta sína í stúkunni bæði í heimabænum sem og með Tólfunni, stuðningssveit íslenska landsliðsins. Hann var meðal annars í forsvari fyrir Tólfuna í kringum stórmótin tvö hjá karlalandsliðinu á EM 2016 og HM 2018 og hélt þar uppi stemningu. Hann verður í fullu fjöri um helgina þar sem hann verður í stúkunni bæði á úrslitaleik Fótbolta.net-mótsins milli Víðis í Garði og KFG, sem og úrslitaleiks Vestra og Aftureldingar um sæti í Bestu deild karla að ári. „Ég fékk tvö símtöl sama daginn frá bæði Víði og Vestra og rann blóðið til skyldunnar, hafandi mikla tengingu við báða klúbba. Svo ég ákvað að slá til. Það viðrar vel til loftárása,“ „Við hlöðum í gott pepp og ætlum að skila báðum liðum yfir endalínuna og koma þeim í fyrirheitna landið,“ segir Jóhann sem á tengingu við Garðinn, enda Keflvíkingur. „Maður á marga vini þarna í Garðinum og spilaði aðeins með Víði í gamla daga og hef nú hjálpað þeim áður að komast upp um deild með Puma-sveitinni sálugu,“ segir Jóhann. Mikil tengsl vestur Þá á hann einnig tengsl vestur. Bæði í gegnum fjölskyldu og við þjálfara liðsins. „Uppeldisfaðir minn úr Keflavík flutti vestur fyrir mörgum árum síðan. Hann hefur verið í stjórn Vestra og Viktor (Júlíusson) litli bróðir minn spilað með liðinu í mörg ár. Sammi formaður var svo einn af þeim allra fyrstu sem ég kynntist þarna á Ísafirði þegar ég fór þangað sem ég unglingur,“ „Við Davíð Smári, þjálfari liðsins, höfum svo þekkst lengi. Ég kíki þarna með einhverjum vinum hans, nokkrum Kórdrengjafolum,“ segir Jóhann. „Ölbertinn“ minnsta vesenið Jóhann kveðst hafa fengið útkall frá báðum liðum. Fara þá af stað strangar samningaviðræður? „Það fylgir þessu. Ég held ég sé búinn að fylgja öllum liðum á Suðurnesjunum upp um deild, nema kannski Grindavík. Maður hefur farið víða og verið ákveðinn málaliði. Enda alltaf hjálpsamur með afbrigðum og maður vill láta gott af sér leiða,“ segir Jóhann en hvað fá menn þá fyrir? „Það er bara á milli manna. Það er heiðursmannasamkomulag, segir Jóhann. En hann hlýtur þá að drekka frítt? „Ég held að ölbertinn verði ekkert vesen. Það er minnsta vesenið í þessu.“ Úrslitaleikur Fótbolti.net bikarsins milli Víðis og KFG er klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Úrslitaleikur Lengjudeildarinnar milli Vestra og Aftureldingar er klukkan 16:00 á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Vestri Lengjudeild karla Fótbolti Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
Jóhann er Keflvíkingur og hefur vakið athygli fyrir trommutakta sína í stúkunni bæði í heimabænum sem og með Tólfunni, stuðningssveit íslenska landsliðsins. Hann var meðal annars í forsvari fyrir Tólfuna í kringum stórmótin tvö hjá karlalandsliðinu á EM 2016 og HM 2018 og hélt þar uppi stemningu. Hann verður í fullu fjöri um helgina þar sem hann verður í stúkunni bæði á úrslitaleik Fótbolta.net-mótsins milli Víðis í Garði og KFG, sem og úrslitaleiks Vestra og Aftureldingar um sæti í Bestu deild karla að ári. „Ég fékk tvö símtöl sama daginn frá bæði Víði og Vestra og rann blóðið til skyldunnar, hafandi mikla tengingu við báða klúbba. Svo ég ákvað að slá til. Það viðrar vel til loftárása,“ „Við hlöðum í gott pepp og ætlum að skila báðum liðum yfir endalínuna og koma þeim í fyrirheitna landið,“ segir Jóhann sem á tengingu við Garðinn, enda Keflvíkingur. „Maður á marga vini þarna í Garðinum og spilaði aðeins með Víði í gamla daga og hef nú hjálpað þeim áður að komast upp um deild með Puma-sveitinni sálugu,“ segir Jóhann. Mikil tengsl vestur Þá á hann einnig tengsl vestur. Bæði í gegnum fjölskyldu og við þjálfara liðsins. „Uppeldisfaðir minn úr Keflavík flutti vestur fyrir mörgum árum síðan. Hann hefur verið í stjórn Vestra og Viktor (Júlíusson) litli bróðir minn spilað með liðinu í mörg ár. Sammi formaður var svo einn af þeim allra fyrstu sem ég kynntist þarna á Ísafirði þegar ég fór þangað sem ég unglingur,“ „Við Davíð Smári, þjálfari liðsins, höfum svo þekkst lengi. Ég kíki þarna með einhverjum vinum hans, nokkrum Kórdrengjafolum,“ segir Jóhann. „Ölbertinn“ minnsta vesenið Jóhann kveðst hafa fengið útkall frá báðum liðum. Fara þá af stað strangar samningaviðræður? „Það fylgir þessu. Ég held ég sé búinn að fylgja öllum liðum á Suðurnesjunum upp um deild, nema kannski Grindavík. Maður hefur farið víða og verið ákveðinn málaliði. Enda alltaf hjálpsamur með afbrigðum og maður vill láta gott af sér leiða,“ segir Jóhann en hvað fá menn þá fyrir? „Það er bara á milli manna. Það er heiðursmannasamkomulag, segir Jóhann. En hann hlýtur þá að drekka frítt? „Ég held að ölbertinn verði ekkert vesen. Það er minnsta vesenið í þessu.“ Úrslitaleikur Fótbolti.net bikarsins milli Víðis og KFG er klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Úrslitaleikur Lengjudeildarinnar milli Vestra og Aftureldingar er klukkan 16:00 á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Vestri Lengjudeild karla Fótbolti Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira