Yfirlit yfir breytingarnar má sjá hér fyrir neðan.
- Gjaldskyldutími á gjaldsvæðum P1 og P2 verður lengdur til klukkan 21, bæði á virkum dögum og á laugardögum.
- Að auki verður tekin upp gjaldskylda á gjaldsvæðum P1 og P2 á milli klukkan 10 og 21 á sunnudögum.
- Gjaldskyldutími á gjaldsvæði 3 verður 9-18 virka daga.
Handhafar stæðiskorts hreyfihamlaðra leggja gjaldfrjálst í bílastæði hvort sem þau eru merkt hreyfihömluðum eða ekki og gildir hámarkstími á gjaldsvæði P1 ekki fyrir þá.
Verið er að vinna að því að breyta tæplega þrjú hundruð skiltum í borginni þar sem upplýsingar um stæðisgjöld koma fram.